hvað er þetta með þetta blessaða veður ? ojj .... en til þess að líta á björtu hliðarnar þá kemur þetta veður með snjó fyrir páskana, nægan snjó svo maður geti skemmt sér á skíðum og snjósleða ;) vúbídú
Þegar það er svona "ljótt" veður eins og ég vil kalla það þá fer ég yfirleitt að brainstorma, pæli í einu og öðru. Ég var að skoða gamlar myndir áðan, og ó mæ ... margar hverjar voru góðar ;)
Ég fór í kjölfar þessara gömlu mynda að pæla í GSM síma byltingunni, shit ... það hefur ekki verið neitt smá! Til dæmis eins og byltingin sem varð í samskiptum kynjanna! Núna er það bara að pikka upp síman (GSMsímann) og sent sms eða hringt, "hey, há are jú dúing?", einhverntíman var það bara að hringja heim til gæjans og treyst á guð og lukkuna að töffarinn myndi ekki skella á eða eikkað.
Mér finnst stundum að með tilkomu símans (GSM) þá hafi sú geta fólks að tjá sig face to face dalað lítið eitt ... Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að finnast þetta. Meina, hversu gott er það að segja einhverjum eitthvað leiðinlegt, tjá einhverjum eitthvað sem færi fyrir brjóstið á viðkomandi bara í gegnum sms?! meina þá þarf maður ekki að horfa uppá sorgarsvipinn sem kemur upp eða taka á viðbrögðunum, face to face. Svo eitt, GSM síminn, hann er notaður í framhjáhöld! Fínt að nota sinn einnka síma til þess að fara á bak við sinn heittelskaða / sína heittelskuðu.
En auðvitað er líka marg gott við þessa byltingu, eins og síminn hjálpar ástinni stundum ;) Fólk nær auðveldara á þá sem þau þurfa að ná á, öryggið og svo marg fleira.
Þetta eru nú bara smá vangaveltur, ég gæti auðveldlega gert betur grein fyrir máli mínu, en í mun lengra rituðumáli og ég nenni því ekki og ég tel það líklegt að þið mynduð ekki nenna að lesa það!! ;)
Það eru fullt af vangaveltum í gangi hja mér núna... fimm til sex blogg myndi ég halda! Bíð með þetta allt saman þar til síðar :)
Hafið það sem best í góða veðrinu og megi guð og lukkan vera með þeim skólavíkarakrökkum sem eru fastir á ísó!
fínt væri að hafa göng núna... right ?!
-guðbjörg kveður-
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli