fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar


Sumarið er komið, svona á það að vera. Sólin leikur um mig (næstum) algjörlega bera ... "
Við sumarsætu Gydjunar óskum ykkur lesendum okkar Gleðilegs sumars og megi það vera ykkur eins ánægjulegt og völ er á.
Veðrið í dag hérna í Víkinni fögru gæti varla verið mikið betra, sól, hiti og logn.
Skíðasvæði okkar bolvíkinga er opið, allir að nýta sér þá skíðaparadís.
Heilsubærinn og Björgunarsveitin Ernir er með eitthvað húllum hæ upp á Skálavíkurheiði í dag eftir hádegi, kl. 13:30 ef ég fer með rétt mál.
Njótum samverunar og veðurblíðunar, förum út að leika ;)
Sumarkveðja Gydjunar
-Við fórum sumarið 2004 til Spánar, á meðan var hitabylgja á Íslandi!-

Engin ummæli: