laugardagur, apríl 29, 2006

nýtt,nýtt

Myndir frá kveðjuteiti Sigurbjargar eru til sýnis
Fleiri myndir ásamt pistli um kvöldið væntanlegt ....

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Alveg ótrúlegt

... þegar ég þarf nauðsynlega að setjast niður og skrifa eitthvað mikilvægt,þá er ég alveg útá þekju!

Ég er núna búin að sitja fyrir framan tölvuna í 46 mín. og ekkert komið í word skjalið sem ég er með opið nema "Bolungarvík 26.apríl 2006". Ég veit alveg hvert innihald bréfsins á að vera sem ég þarf að skrifa ... en nei, Guðbjörg er alveg blank!!!

Ég vildi að ég mætti bara skrifa einhverja vitleysu, þá væri ég save ;)

Bíðabíða eftir því að tíminn fer að líða......

Líkt og þessi voffi hér til hliðar þá er ég að bíða. Ég reyndar ekki að bíða eftir eigendum mínum (finnst líklegt að hann sé að því) því ég á mig sjálf :) .......Heppin?

Er að bíða eftir því að klukkan verði nógu margt svo ég geti farið í vinnu. Reyndar þarf ég að taka bensín áður svo ég komist heim eftir vinnu........vesen + ógó dýrt!

Skólinn er bara gott sem búinn, hel yeah! :-D Morgundagurinn verður eitthvað léttur, það held ég nú :)
Það eru NMÍ-kosningar á morgun og ég missti af öllum fríðindunum sem því fylgir...Svekkjandi :o/ Eeen minnz fékk að sofa út, svo ég er sátt :)

Varðandi lokaprófin, þá kvíður mér einnig fyrir Íslenskuprófinu. Þetta er ekkert smá mikið sem kjallinn ætlar að prófa úr :o/ Þannig að það verður sko tekið á því á helginni því ég er að vinna helgina fyrir íslenskuprófið.... Eeen eins og einhver segir; Þetta reeeeddast :)

Hvað á ég að segja meira?

Jáh, ég er sko stolt af "mínum" mönnum! (vildi bara koma því á framfæri, veit þeir skoða síðuna DAGLEGA ;) .)
Það held ég nú! :-D

Ætla ekkert að hafa þetta lengra; Vinnan eftir 30.mín ;)





Maður leiksins klárlega! :)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Lýsið mér =)

Ef þið nennið megið alveg gera þetta um mig. Tekur mesta lagi 5.mín ;) hehe
http://kevan.org/johari?name=Vera+Dogg

Bloggedíbloggblogg.....

Jæja held það sé kominn tími á blogg =)

Styttist óðfluga (eða er það óðafluga? Er etta kannski óð flug [bzzzz]......pæling) í það að skólinn líður undir lok, í rauninni aðeins 2.dagar því það er dimmison á föstudaginn ;) Svo byrja bara blessuðu prófin eftir helgi, stelpan þarf að taka 3 (sálfræði 3.maí, franska 5.maí og íslenska 8.maí). Verða að segja eins og er þá kvíður mér mest fyrir frönskuprófinu :-S Þannig að ég ætla að byrja læra undir prófið á helginni. Veitir ekki af held ég :)

Svo til gamans má geta að ég er í sálfræðitíma og var að fá í hendurnar ritgerðina mína um dauðarefsingar og var hún metin á 9,6! Er ég mjööög ánægð því ég lagði mikinn metnað í hana. Ætla reyndar líka að nota tækifærið og þakka Þórdísi frænku fyrir hjálpina í gegnum MSN ;) Síðan er námseinkunnin mín 7,67 svo það er stefnan á 4,5 í lokaprófinu (metnaður?) :op

Mér finnst þessi önn hafa verið asskoti fljót að líða :o/ Núna er bara rúmur mánuður þar til ég yfirgef vestfirði í næstum því 3.mánuði :-0 Hef held ég barasta aldrei verið svo lengi frá Bolungarvík. Magnað ekki satt? :) hehe
Verð fyrir Austann þar til ég fer út til Mallorca beibííí 10.ágúst og kem til landsins 24.ágúst. Stuttu eftir það byrjar skólinn. Þá hefst mín síðasta önn (fingers crossed). Svo skemmtilegt :-D

Voðalega líst mér vel á veðrið, er að koma sumar? Oh vona það :-D
Fór í göngutúr með; Bertu, Guðbjörgu + Margréti, Karitas og svo Heklu minni í gær. Virkilega gaman, just like old times before dog, babie and driverslicense ;)

Tíminn búinn og ég ætla að skunda heim, vinna klukkan fjögur :)
Fæ að sofa út á morgun, þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 13!! Bara góðir hlutir að gerast á þessum bæ :) hehe

sunnudagur, apríl 23, 2006

Hann á afmæli í dag! :*


Haldiði ekki að kjallinn sé 21.árs í dag :-D Hann sagðist ætla eyða deginum í það að horfa á formúluna. Var eitthvað að kvarta að það myndi enginn baka fyrir sig, en svona er það þegar menn flytja laaaaangt í burtu frá vinum og ættingjum ;)
Kannski Dóri verði extra góður við hann í dag, hvur veit :)
Annars bara til hamingju með daginn sæti:*

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar


Sumarið er komið, svona á það að vera. Sólin leikur um mig (næstum) algjörlega bera ... "
Við sumarsætu Gydjunar óskum ykkur lesendum okkar Gleðilegs sumars og megi það vera ykkur eins ánægjulegt og völ er á.
Veðrið í dag hérna í Víkinni fögru gæti varla verið mikið betra, sól, hiti og logn.
Skíðasvæði okkar bolvíkinga er opið, allir að nýta sér þá skíðaparadís.
Heilsubærinn og Björgunarsveitin Ernir er með eitthvað húllum hæ upp á Skálavíkurheiði í dag eftir hádegi, kl. 13:30 ef ég fer með rétt mál.
Njótum samverunar og veðurblíðunar, förum út að leika ;)
Sumarkveðja Gydjunar
-Við fórum sumarið 2004 til Spánar, á meðan var hitabylgja á Íslandi!-

mánudagur, apríl 17, 2006

BUFFALÓ, BUFFALÓ, BUFFALOOOOÓ ... !!!

Þessi páskahelgi var hreint út sagt mögnuð ef ég á að koma með mína persónulegu skoðun!

Ég verð einnig að tjá mig um það að fösudagurinn langi stendur uppúr, þegar meðlimir árgangs 1985,úr GB, sem staddir voru í Víkinni fögru og þeir sem höfðu tök á hittust og gerðu sér glatt kvöld :)
Við, þessir föngulegu krakkar, hittumst heima hjá honum Steina og höfðum það gaman :D Ég get gert ansi langa færslu bara um þetta partý en ég læt það duga að punkta það hjá mér ;)


Nokkrir punktar :
*Drykkjuleikur sem olli því að margir urðu vel hressir
*Foss, magnað drykkjuleikja fyrirbæri ;)
*"Bannað að girða niður um sig!" ... Það var einn líklegur til þess ;)
*Upprifjun á mörgu skemmtilegu síðan í den :D
*Steinar drykkjukóngur !!! tveir bjórar hrufu á max einni og hálfri mín.!!

Ég komst að því þetta kvöld að ég væri M.I.L.F. ... takk fyrir það pent! "Guðbjörg, þú ert M.I.L.F."... "Ha?! ... jaaaa .... já !!" Bjarna fannst ég lengi að fatta hvað M.I.L.F. stendur fyrir, það er bara hans persónulega skoðun ;)
Mndir frá þessu partýi eru komnar á myndasíðuna mína hérna til vinstri "Myndir a la G.Stefanía"

Magnað kvöld alvegfrá toppi til táar ;) takk fyrir kvöldið krakkar :)

-guðbjörg M.L.F.-

föstudagur, apríl 14, 2006

Páskaveður ... koma svo !!

Af því að akkúrat núna þá hef ég ekkert að gera og þar sem veðrið er ekkert svo skemmtilegt, dimmt og snjókoma ... þá ætla ég að stela myndum úr myndasafninu hans Gunnari mínum og sýna ykkur hvað væri hægt að gera skemmtilegt ef goða veðrið myndi sýna sig á morgun og það sem eftir væri af páskunum eða bara það sem eftir er vetrar!
Fara á snjósleða og þeysast um uppá fjöllum og njóta þess!! (Fyrirsætan er Gunnar;))
Kíkja á Galtavita ... það er klassískt
Jeppast ... fara ótrúlegustu leiðir á bíl !!

Skíði ... á skíðum skemmti ég mér trallalalala

Ég væri til í að það væri sól og flott veður úti núna, svipað veður og í gær og sunnudaginn sl. það væri frábært! Páskaveður koma svo !! :)

Anna Margrét


Ég held að þeir séu ófáir sem ekki hafa heyrt sögur af henni litlu systur minni henni Önnu Margréti. Ég er bara alltaf að komast að því hvað hún er mikill spekingur og forvitinn krakki um allt sem tengist lífinu og tilverunni.
Við áttum góða systrastund í morgun ... kúrðum uppi rúmi og höfðum það nice, þá fóru pælingarnar hjá henni að fjúka. Ég skal gefa ykkur punkta um nokkrar pælingar hjá henni :
* Dauðinn, hvert förum við og af hverju í ansk*** þurfa allir að deyja ?!
* Kærastar ... miklar spaugleringar á því sviði.
* Að eignast barn.
* Að fara aldrei til útlanda, þar eru alltof mikið að lífshættulegum dýrum sem gætu étið hana.
* Herinn og Bolafjall.
* Já og þegar hún verður 109 ára þá ætlar hún að verða liðug.
Ég elska þennan krakka ... frábært að eiga svona pælingasystkini ;)

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskafrí

Ég elska páskafrí, ég hef skrifað færslur þess efnis áður, það er bara svo gaman þegar allir eru að koma heim eða í heimsókn í páskafríinu.
Ég er nörd, ég viðurkenni það, ef ég upplifi eitthvað skemmtilegt já eða leiðinlegt þá skrifa ég það niður í bók ... nörd já ... ég viðurkenni það! Allavega þá var ég að lesa í þessari bók minni hvernig páskarnir hjá mér voru í fyrra, hreint út sagt ömurlegir!!! Viðurkenni að það hafi verið gaman svona einhverntíman og einhverntíman. En páskarnir í fyrra voru hreint út sagt ömurlegir þegar á heildina er litið. Allavega, svo ég sökkvi mér ekki í eitthvað volæði, þá er ég búin að sjá það hvað líf mitt er búið að breytast BIG TIME á sl. ári, Guðbjörg DÖÖ ... ;)
Miðað við hvernig páskarnir voru í fyrra þá verða páskarnir í ár ekkert nema gleðin og hamingjan :) vei vei...

Ég fór út í göngutúr með Margréti mína um tólf leitið (á hádegi vitanlega!) og fór að spá hversu margir á mínum aldri væru heima núna þunnir, eða hversu margir ætli hafi farið á djammið í gær. Þá spruttu upp pælingar hversu margir verða heima hjá sér þunnir þegar ég arka um bæinn með minn "afleiðingarvagn" (Barnavagn á Færeysku ef ég er gáfuð), hversu margir verða að fara heim til sín eftir djammið þegar ég vakna við tjáningar dóttur minnar á milli kl. 05 og 07 á morgnanna, já það er eitt og annað sem maður fer að pæla í.

Niðurstöður þessarar færslu eru þær að páskarnir hjá mér verða góðir og ég sé ekki eftir neinu ;)

Svo verð ég að segja að ég hlakka BARA til á föstudaginn :D ví ví og vei

Guðbjörg out

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Núttenvúkkten ;)

Ég stal þessu frá Ingu Láru sem stal þessu frá vinkonu sinni ;) hehe... Veit ekkert hvort ykkur finnst þetta fyndið. Ég hló allavega, maske af því að ég er búin að vera vakandi síðan rúmlega 10 í morgun, maður spyr sig :op hehe
Veldu mánuðinn sem þú fæddist:
Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaði á
Veldu núna afmælisdaginn þinn:
1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskipting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara
Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu:
A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
Þ- Afþví að það róar mig
Æ- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum
Endilega látið mig vita hvað kemur útúr þessu hjá ykkur :-D

mánudagur, apríl 10, 2006

Bloggedí-blogg =)

Jæja ákvað að skipta um banner, komin með leið á hinum. Rakst á þennan sem er hér fyrir ofan á síðunni hennar RutluSkutlu og fannst hann svo töff töff töff. Vona að það sé í lagi að ég stal honum ;)

Var að leika mér að taka próf á netinu, veit ekkert hvort það sé mikið til í þessu. Bara gaman og ég nenni ekki að læra. Big suprice :op ehe
Enjoy..... :

The Keys to Your Heart
You are attracted to those who have a split personality - cold as ice on the outside but hot as fire in the heart.
In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that you're loved.
You'd like to your lover to think you are loyal and faithful... that you'll never change.
You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.
Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with.
Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.
You think of marriage as something precious. You'll treasure marriage and treat it as sacred.
In this moment, you think of love as commitment. Love only works when both people are totally devoted.
What Are The Keys To Your Heart?


Do You Even Know What a Blog Is?
You got 1/8 correct!
What the heck are you doing at Blogthings?
How Much Do You Know About Blogging?


You Are The Lovers
You represent ideal love: innocence, trust, exhilaration and joy.You demonstrate the harmony of opposites, two sides coming together.At times, you also represent the struggle between what is right and what is tempting.Control is an issue for you, especially when you don't know your reasons for choosing something.
Your fortune:
You have an important choice you need to make about love, and it will be a difficult choice to make.You are likely struggling between the love you crave and the love that is right.In the end, you will choose what you crave, even if it's bad for you.Because without what you crave, you will feel empty and incomplete.
What Tarot Card Are You?



Your Personality Is
Rational (NT)

You are both logical and creative. You are full of ideas.You are so rational that you analyze everything. This drives people a little crazy!
Intelligence is important to you. You always like to be around smart people.In fact, you're often a little short with people who don't impress you mentally.
You seem distant to some - but it's usually because you're deep in thought.Those who understand you best are fellow Rationals.
In love, you tend to approach things with logic. You seek a compatible mate - who is also very intelligent.
At work, you tend to gravitate toward idea building careers - like programming, medicine, or academia.
With others, you are very honest and direct. People often can't take your criticism well.
As far as your looks go, you're coasting on what you were born with. You think fashion is silly.
On weekends, you spend most of your time thinking, experimenting with new ideas, or learning new things.
The Three Question Personality Test

föstudagur, apríl 07, 2006

Afmæli!!! :-D

Innilega til hamingju með daginn stóri bróðir! :* :* :*


Hafðu það sem allra allra best í dag...! :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :*

:) afmæli, afmæli :)

Afmælisbörn dagsins
Stjarnan hún Sigurbjörg a.k.a Dibbí, Ruslana og ég veit ekki hvað og hvað fagnar 22ára afmælis sínu í dag!
Til hamingju með daginn honey suger :* Kiss kiss og knús
Svo er það Sveitavargurinn sjálfur hann Hjörtur :) Hjörtur Arnþórsson kenndur við vinkonu okkar hana Bertu.
Innilega til hamingju með daginn kappi, við knúsum þig við tækifæri.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

AÐVÖRUN


Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil snjókoma var á Vestfjörðum í gærdag og í nótt. Stórtækar vinnuvélar hafa unnið við það að moka af götum Bolungarvíkurkaupstaðar svo bæjarbúar komist leiðar sinnar.
Holtabrún er ófær fólksbílum en velbúnir jeppar geta lagt í það að keyra götuna. Allur snjór var hreinsaður af Holtabrún í morgun en gatan lokaðist aftur núna seinnipartinn því SUNNY a.k.a Krúttið var mokaður upp !!!


og færður .... hinum megin við götuna !!!

Yndisleiki lífsins :)


Já :D alltaf er lífið jafn yndislegt .... Frænka mín hún Lára T. og hennar maður, Robbi, fengu að upplifa það yndislegasta sem lífið hefur uppá að bjóða núna í morgun þegar Lára eignaðist alveg 100% heilbrigða, fallega og flotta stelpu! Innilega til hamingju með hana :) :*

Núna eru tvö af þeim þremur börnum í minni fjöldskyldu komin í heiminn sem vitað er að séu væntanleg. Það er ekkert eðlilegt hvað ég er svaðalega rík :)

Jæja best að drífa sig í því að klára handverkð sem nýjasta frænka á að fá ;)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

hvað er þetta með þetta blessaða veður ? ojj .... en til þess að líta á björtu hliðarnar þá kemur þetta veður með snjó fyrir páskana, nægan snjó svo maður geti skemmt sér á skíðum og snjósleða ;) vúbídú
Þegar það er svona "ljótt" veður eins og ég vil kalla það þá fer ég yfirleitt að brainstorma, pæli í einu og öðru. Ég var að skoða gamlar myndir áðan, og ó mæ ... margar hverjar voru góðar ;)
Ég fór í kjölfar þessara gömlu mynda að pæla í GSM síma byltingunni, shit ... það hefur ekki verið neitt smá! Til dæmis eins og byltingin sem varð í samskiptum kynjanna! Núna er það bara að pikka upp síman (GSMsímann) og sent sms eða hringt, "hey, há are jú dúing?", einhverntíman var það bara að hringja heim til gæjans og treyst á guð og lukkuna að töffarinn myndi ekki skella á eða eikkað.
Mér finnst stundum að með tilkomu símans (GSM) þá hafi sú geta fólks að tjá sig face to face dalað lítið eitt ... Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að finnast þetta. Meina, hversu gott er það að segja einhverjum eitthvað leiðinlegt, tjá einhverjum eitthvað sem færi fyrir brjóstið á viðkomandi bara í gegnum sms?! meina þá þarf maður ekki að horfa uppá sorgarsvipinn sem kemur upp eða taka á viðbrögðunum, face to face. Svo eitt, GSM síminn, hann er notaður í framhjáhöld! Fínt að nota sinn einnka síma til þess að fara á bak við sinn heittelskaða / sína heittelskuðu.
En auðvitað er líka marg gott við þessa byltingu, eins og síminn hjálpar ástinni stundum ;) Fólk nær auðveldara á þá sem þau þurfa að ná á, öryggið og svo marg fleira.
Þetta eru nú bara smá vangaveltur, ég gæti auðveldlega gert betur grein fyrir máli mínu, en í mun lengra rituðumáli og ég nenni því ekki og ég tel það líklegt að þið mynduð ekki nenna að lesa það!! ;)

Það eru fullt af vangaveltum í gangi hja mér núna... fimm til sex blogg myndi ég halda! Bíð með þetta allt saman þar til síðar :)

Hafið það sem best í góða veðrinu og megi guð og lukkan vera með þeim skólavíkarakrökkum sem eru fastir á ísó!
fínt væri að hafa göng núna... right ?!

-guðbjörg kveður-

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Banani eða appelsína?

Berta er "alltaf" ;) að tuða í mér að ég bloggi svo sjaldan! Ekkert smá mikið bögg í telpunni........ Neinei ég er bara í gríninu =)

Jáh til gamans má geta þá sit ég á bókasafni MÍ og var að klára að læra! Tja sveiattan, það er rétt. Ég lærði, shit happends eins og stendur einhversstaðar ritað :) Einnig til gamans, þá var ég búin í skólanum kl 13:30. Afhverju fór ég ekki heim? Tja það er einfalt, stelpan er að fara að vinna. Dugnaður, I know! :-D hehe

Annars get ég ekki annað en brosað allan hringinn og meira til. Páskafríðið er bara alveg að byrja! 3.dagar er sko ekki neitt :-D Síðan bara vinna laugard,sunnudag og næturvakt mánud og þriðjudag og á miðvikudag kl 8:01 byrjar fríið í alvöru :) Vonandi verða líka vissir aðilar komnir hjemm (eða á leiðinni) ;) :-D
Svo verður nóg að gera um páskanna, spurning hvort maður hafi tíma til að anda? :op hehe

Langaði svo að hafa mynd með, það er miklu skemmtilegra að lesa blogg með myndum. Þessi var tekin í "afmælinu" mínu á laugardaginn. Hér má líta á frumburð Guðbjargar, hana Margréti dúllu :) Hér er hún í fangi uppáhaldsfrænku sinnar ;) ehe
steinsofandi að vanda, magnað hvað þetta barn getur sofið, maður gat gert (nánast) hvað sem er við hana og hún rumskaði varla. Magnað barn :-D





Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra, vinnan kallar ;) Blogga kannski meira innihaldsríkara bloggi seinna :op