... svei mér þá ... það er lítið að ske á þessum bænum, á þessari síðu. Vera er samt augljóslega búin að vera dugleg! Bæta inn linkum, uppfæra gamla linka og setja nýjan banner, þú ert svo dugleg elska ;)
Ég skelti mér í afmælið hjá þeim elskum Rúnari og Bjarna á föstudaginn, skildi 8 daga gamalt barn mitt eftir heima!! öss ... haldið þið að það sé ábyrgð á manni ;) en það var í lagi. Afmælið var gott og skemmtilegt, allavega þessa tvo og hálfan tíma sem ég var þarna. En ég fékk nú sögurnar af ölvun og öðru skemmtilegu daginn eftir, það fer ekkert fram hjá mér, allavega það er fátt sem fer framhjá mér ;)
Ég og Gunnar drifum í því að skíra á helginni, skelltum okkur í það á sunnudaginn. Stelpan fékk nafnið Margrét og tekur hún nafninu með stakri príði ;) Þetta var flott athöfn og á eftir var heljarinnar veisla og mikið um kökur og gómsæti, frystirinn á heimilinu er fullur af kökum sem urðu afgangs :þ nammi namm ...
Það er ótrúlegt ... ég er bara hérna heima á daginn að hugsa um hana Margréti mína og það sem mér finnst alveg ótrúlegt og ég var bara að komast að þessu núna ... ég hef ekki dottið "í" neinar pælingar lengi lengi ... kannski maður þroskist frá því þegar maður verður mamma ? maður spyr sig ...
þriðjudagur, mars 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli