Ó já ó já ... nýjasti víkarinn er komin heim til sín í Víkina fögru og henni líkar það BARA vel :) Það er mikil gleði hjá okkur nýbökuðum foreldrum stolt, mont, gleði og ég veit ekki hvað og hvað. Það hefur gengið svo vel með þessa litlu prinsessu að það hálfa væri nóg!! Ótrúlegt alveg. Það voru allir sem skoðuðu hana og hugsuðu um hana innan veggja spítalans svo ánægðir með hana, "Flott stelpa, Topp eintak" Þessi orð skrifaði barnalæknirinn sem skoðaði hana í skýrsluna hennar ;) Hvorki ég né Gunnar göngum á jörðinni, við svífum held ég ... bara útaf monti!
Um það hvernig var að koma henni í heiminn ; ekkert mál ... þannig séð ;) En það gekk feiki vel, fæðingin tók um 5 og 1/2 tíma sem er mjög gott miðað við það að stelpan er mitt fyrsta barn. Ég var komin inneftir kl. 18:00 og var þá búin að vera með "alvöru" hríðir heima í tvo tíma stelpan var svo komin í heimin kl. 21:45.
Það sem flestir pæla í er sársaukinn en hann er ekkert svo svakalegur, en ekkert þæginlegur heldur ;) viðurkenni það að ég hélt í eitt skipti að ég myndi látast þarna á staðnum ... en það leið hjá.
Það er barnalandssíða í vinnslu ... Þar verður hægt að fylgjast með þessari elsku ... flottustu gydjunni ;) hehe.
Komið nóg af þessari umræðu held ég ... í bili ;) haha. Hafið það sem allra best :)
miðvikudagur, mars 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli