Ég er farin að hlakka svo til!! Það er svo margt gleðilegt sem mun fylgja þessu barni plús það hvað það eru margir sem ætla að leggja land undir fót og skella sér hingað vestur til þess að berja það augum :D svo ekki sé talað um það þegar kerlan hún mamma lætur sjá sig á klakanum ásamt honum Clemens.
Þetta er sagt á ljosmodir.is :
Vika 40
Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!
Vika 40
Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!
Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 35 sm.
Þegar ég las þetta þá fór ég að spá ... það sem konur leggja á sig til þess að fjölga mannkyninu! koma kannski 3,5 kílóa krakka sem er kannski 35sm að lengd útum sitt heilaga, það er ekkert lítið lesendur góðir ... en ég hef engar áhyggjur, ég er jaxl ;) haha
Svo er ég alveg hætt að kvíða fyrir spítaladvölinni. Það er allt komið á hreint með venjuleganfatnað sem og nærfatnað! :) þannig að ég er góð ....
Nóg komið af þessu ... ég ætla að fara út að hlaupa, skokka upp og niður stigan hérna heima og eitthvað fleira klikkað ;) heyrumst ....
-guðbjörg-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli