miðvikudagur, mars 08, 2006

Biðin endalausa.......

Jáh, ég fer bara að hallast að því að storkurinn hafi vilst á leið. Getur ekki annað verið :) Hann hefur örugglega litið vitlaust á kortið sitt og situr nú á skýji (eins og þessi þarna fyrir ofan) og er bara totally lost! Eða þá að hann hafi verið svo þreyttur og lagt sig, og sé bara sofandi ENN ÞÁ! Svona svipað dæmi og í sögunni um Hérann og Skjaldbökuna! =) hehe
-----------------------------

En hérna afhverju skildi Storkurinn vera tákn um barnsburð eða barns komu?? Veit það einhver? Mér er bara spurn :op hehe
---------------------------

En annars er ég bara sallí-róleg sko :) hehe.... Meina það er ekkert að því að kíkja á símann sinn á annarri hverri sekúndu og ath hvort það sé ekki allti lagi með hann. Er það nokkuð ;) Held líka að Guðbjörg fari og fá síma-nálgunarbann á mig :op ehemm.....
Vona samt hennar vegna að barnið fari að líta dagsins ljós, eins og hún sagði hér fyrir neðan er hún alls ekki sú þolinmóðasta í bransanum ;) hehe
-------------------------

Vá, það voru 80 veikindi tilkynnt í skólann í dag! Ekkert smá mikið... Ég er greinilega svo fílhraust að ég fæ ekkert þessa flensu ( 7-9-13 *BANK**BANK**BANK* ), allir fjölskyldumeðlimir á Traðarlandi 8 hafa verið sick nema ég, svo maður verður að halda í vonina. Síðan er annar hver maður sem maður talar við er kvefaður :op hehe... Vona bara að ég sleppi, það er leiðinlegt að vera veik....
--------------------------

Góð myndsaga ;)

--------------------------


Nenni ekki að blogga meira, þetta var aðalega gert fyrir hana Ingu Láru keiludrottningu;) sem er alltaf að tuða um það að ég bloggi lítið :-D HAHA
Eigið gott miðvikudagskvöld fólk! :)

Engin ummæli: