mánudagur, mars 27, 2006

Heimalingur ...


... jú, maður er bara heima þessa dagana ;) Þetta er svoldið magnað hvernig líf manns er búið að umturnast ... til hins betra vil ég meina þó svo að sumum "fríðindum" hafa verið kippt frá manni. Ég var að pæla í því í morgun þegar við mæðgur vorum að kúra uppí rúmi og ég alltaf dottandi en vaknaði við umlið í Margréti og þegar hún kleyp svo skemmtilega í nefið á mér eða varirnar, hvað lífið væri búið að breytast og hvað ég væri heppin! Eignaðist 100% stelpu.
Svoldið magnað að svona lítið kríli geti vafið mann um fingur sér ... því þegar það tjáir sig þá þarf maður að stökkva til að ath með það og komast að því hvað er að hrjá litla krílið. Að svona lítið kríli stjórni allt í einu lífi manns ... lífi sem maður gat stokkið til fyrir nokkrum mánuðum og gert hvað sem manni datt í hug án þess að hugsa um eitt eða neitt.

Þetta er nú meira bullið í mér hérna fyrir ofan. Kannski pæla margir að ég sé rétt að komast að því núna hverju ég mátti búast við þegar ég eignaðist barn og ég sjái eftir því ... en svarið er nei, ég reyni að hafa það sem mottó að sjá ekki eftir neinu! og það að hafa eignast eina fallegustu dömu í heimi sé ég sko ekki eftir ;) Ætli maður sé ekki að kyngja þeim stóra bita að maður sé komin með svo rosalegt hlutverk að það er annar einstaklingur sem treystir alveg 110% á mann! Það er eins gott að maður klikki ekki ;)

Ég gæti nú blaðrað um þetta í allan dag ... en ég nenni því ekki ;) og þið nennið ekkert að lesa það ... en ég var nú að lesa heimasíðuna hjá honum Baldri Smára og þar var hann að tjá sig um það að gömul bolvísk hljómsveit að nafni KAN með Herbergti Guðmundssyni innanborðs væri mjög líklega að fara að spila hérna í Bolungarvíkinni um pákskana, það yrði nú stuð! Ég, vonandi, þanngað ;)

allavega ... ég er á lífi ... ég er heima ... þannig ég bið að heilsa ykkur öllum og hafið það gott. Ég reyni að fara að láta mér detta í hug einhverjar góðar pælingar ;)

Engin ummæli: