Ég held að það hafi verið platað ofan í mig eins konar ofvirkniseitur í gær eða fyrrakvöld! Því þegar dóttir mín vakti mig um kl. hálf níu í gærmorgun þá var eins og ég hafi fengið einhverja vítamínssprautu því gærdagurinn var svaðalegur.
Ég setti held ég í 4 ef ekki fimm þvottavélar, henti í þurrkarann, hengdi upp þvott og braut saman ég meira að segja straujaði!! Ég gerði við buxur ... ég gekk frá öllu dótinu hennar Margrétar síðan hún var skírð og svona (og nota bene, það var ekkert eðlilegt magn af dóti!). Ég fór í gegnum fötin mín og flokkaði þau ; hvaða föt máttu "Fara" og hvaða föt máttu "vera". Ég setti í uppþvottavélina, og gekk frá úr henni aftur plús það þá tók ég til í eldhúsinu. Ég eldaði líka kvöldmatinn, kjúkling og með því ... inná milli allra þessara verka hugsaði ég um hana Margréti mína, spjallaði við hana, kom henni á fætur (þvo henni og gera hana krúttlega;)), gaf henni að drekka, skipti á henni og gerði öll þu verk sem maður þarf að gera fyrir ungabörn. Eftir kvöldmat var kaka og gotterí því Gugga fósturmóðir mín átti afmæli í gær svo auðvitað þurfti maður að hugsa um karlinn sinn þegar hann kom heim ...
Þannig ekki draga þá hugmynd út úr hausnum á mér að ég hafi verið dugleg. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri ofvirk ;) Ef ég hef einhverntíman sagt að það hljóti að vera auðvelt og kósý að vera heimavinnandi ... þá tek ég það allt til baka. Þó svo að það geti verið kósý, þá getur það verið erfitt. Tek að ofan fyrir kerlum eins og Ellu frænku, sem voru eða eru hemavinnandi t.d. með fjóra krakka ... Magnað ... any way ... nóg komið af Desperet Housewifes nöldri ;)
*Veturinn er eiginlega kominn aftur ... mér finnst það eiginlega hálf ömurlegt ... en eitt lítið ljós ; kannski kemst maður þá eitthvað á sleða eða skíði á páskunum.
*Tíminn styttist í það að ég geti farið að sýna mig í íþróttahúsinu og farið út að hlaupa og svona :D
*Ungfrú Reykjarvík er í kvöld ... ég mæli með því að þið kjósið og haldið með ungri snót sem er komin af mjög góðum ættum ;) *hintskyldmennimitthint* hana Ásdísi Svövu Hallgrímsdóttur.
*Í svörtum fötum og Jet black Joe munu heiðra Vestfirðinga í félagheimilinu Hnífsdal með stórdansleiki ef marka má DAGSKRÁ skíðavikunnar.
Jæja ... ég er farin. Verið góð við allt og alla, því þá gengur allt svo miklu betur ;)
fimmtudagur, mars 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli