|
sunnudagur, janúar 30, 2005
mánudagur, janúar 24, 2005
Veit ekki alveg af hverju ...
... ég er að leggja það á mig að rita hérna eftir langan tíma ;) Það er búið að vera vitlaust að gera og ég sé ekki fram á það að það eigi eitthvað eftir að róast í kringum mig. En mér finnst þetta bara skemmtilegt :) mér finnst gaman að hafa mikið að gera...
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn að það er eitthvað sem passar uppá það að ég sé ekki ánægð eða sátt of lengi, fái ekki nóg af því góða! Samt má maður ekki hugsa svona, en mér er sama ;) Því á föstudaginn þá bárust mér þær fréttir að það væri búið að selja íbúðina sem ég og Gunnar búum í!!! usss.... þannig að það hefst leit, enn og aftur, af íbúð. Það er bara skemmtilegt.
Þið vitið af mér ... ég er á lífi, ég er ekki nettengd, mér líður vel og allt það. við sjáumst og lifið heil
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn að það er eitthvað sem passar uppá það að ég sé ekki ánægð eða sátt of lengi, fái ekki nóg af því góða! Samt má maður ekki hugsa svona, en mér er sama ;) Því á föstudaginn þá bárust mér þær fréttir að það væri búið að selja íbúðina sem ég og Gunnar búum í!!! usss.... þannig að það hefst leit, enn og aftur, af íbúð. Það er bara skemmtilegt.
Þið vitið af mér ... ég er á lífi, ég er ekki nettengd, mér líður vel og allt það. við sjáumst og lifið heil
sunnudagur, janúar 23, 2005
Snillingur, snillingur segi ég :)
Jáh! ég fer skvo ekki ofan af því að ég sé snillingur....allavega að mínu mati..... Þið eruð eflaust að velta ykkur fyrir góðum rökum fyrir þessari skemmtilegu alhæfingu :) Voða einfalt, ég er svo þver og þegar ég ætla mér virkilega að gera eitthvað þá gefst ég ekki upp fyrr en ég get það. Svona í flestum tilfellum. Ætla ekkert að segja ykkur hvað ég var að gera í gær sem gerði mig að svona miklum snillingi, því það myndi draga úr snilli minn
i ;) En Gunna Dóra veit hvað ég er að bulla =)
En það er víst komin sunnudagur. Iss þetta er fljótt að líða :) Þar s.s. að fara að læra á eftir, því ég gerði það ekki á föstudaginn. Maður er svo duglegur að fresta öllu þessu "skemmtilega" :)
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara gæða mér á kvöldmatnum sem ÉG eldaði í gær :) --{-@ * Kossar&Knús* @-}--
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-
Tók þetta frjálsri hendi á síðunni hennar Erlu Kristins.... Fannst þetta svo skemmtileg svör og dúlló :)
HVERJUM Á MAÐUR AÐ GIFTAST????
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maðursjálfur.Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.
Árni, 10 ára.
Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Halldóra,10 ára
.
Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heilaeilífð
Birna, 10 ára.
Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik, 6 ára.
HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?
Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa ásömu krakkana. Daníel, 8 ára.
HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?
Bæði vilja ekki eignast fleiri börn
Lára, 8 ára.
HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Lísa, 8 ára.
Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleittnóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Magnús, 10 ára.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum.
Þorvaldur, 9 ára.
HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?
Ef hann er ríkur.
Júlía, 7 ára.
Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því.
Karl, 7 ára.
Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum ogeignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Helgi, 8 ára
HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrirstráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka.
Anna, 9 ára.
HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Kristján, 8 ára.
HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Ríkharður, 10 ára.
i ;) En Gunna Dóra veit hvað ég er að bulla =)
En það er víst komin sunnudagur. Iss þetta er fljótt að líða :) Þar s.s. að fara að læra á eftir, því ég gerði það ekki á föstudaginn. Maður er svo duglegur að fresta öllu þessu "skemmtilega" :)
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara gæða mér á kvöldmatnum sem ÉG eldaði í gær :) --{-@ * Kossar&Knús* @-}--
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-
Tók þetta frjálsri hendi á síðunni hennar Erlu Kristins.... Fannst þetta svo skemmtileg svör og dúlló :)
HVERJUM Á MAÐUR AÐ GIFTAST????
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maðursjálfur.Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.
Árni, 10 ára.
Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Halldóra,10 ára
.
Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heilaeilífð
Birna, 10 ára.
Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik, 6 ára.
HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?
Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa ásömu krakkana. Daníel, 8 ára.
HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?
Bæði vilja ekki eignast fleiri börn
Lára, 8 ára.
HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Lísa, 8 ára.
Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleittnóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Magnús, 10 ára.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum.
Þorvaldur, 9 ára.
HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?
Ef hann er ríkur.
Júlía, 7 ára.
Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því.
Karl, 7 ára.
Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum ogeignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Helgi, 8 ára
HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrirstráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka.
Anna, 9 ára.
HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Kristján, 8 ára.
HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Ríkharður, 10 ára.
laugardagur, janúar 22, 2005
Aldrei að rífast við konu
Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til æá Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar er: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!
Boðskapur sögunnar er: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!
mánudagur, janúar 17, 2005
föstudagur, janúar 14, 2005
Erfiðara ...
en ég hélt!! já, það er svei mér þá erfiðara en ég hélt að flytja af heiman! Ég er ekki að meina að það sé líkamlega erfitt, það er bara bónus sko, ég er að meina tilfinningarnar og það sem sker í hjartað og ég veit ekki hvað og hvað, það eru nokkur tár búin að falla, en hey, ég vil þetta :) svei mér þá, ég er fyrst að gera mér grein fyrir þessu núna :-/ aji ... ég ætlaði bara að deila því með ykkur :) þar sem ég deili öllu með ykkur lesendur góðir, eða svona næstum.
Jæja, erfiðið kallar
Jæja, erfiðið kallar
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag....
Hann á afmæli hann Einar, hann á afmæli í dag!!
Jáh, svo mikið er víst að "litli" bróðir minn á afmæli í dag. Hann er 20+++++.ára kallinn :) Þó svo að ég sé búin að óska honum til hamingju með daginn langar mig að gera það svona opinbert líka ;)
Myndi setja inn mynd EF ég væri heima hjá mér. En ég er nú bara stödd í rvk hjá ömmu, svo það verður bara að bíða betri tíma =)
Ætla ekkert að hafa þetta lengra. "Þarf" að fara og eyða penginum ;)
Njótið helgarinnar, farið hægt um gleðinnar dyr.......
Og gangi vestfirðingunum 2 vel í Idol í kveld ;)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
Jáh, svo mikið er víst að "litli" bróðir minn á afmæli í dag. Hann er 20+++++.ára kallinn :) Þó svo að ég sé búin að óska honum til hamingju með daginn langar mig að gera það svona opinbert líka ;)
Myndi setja inn mynd EF ég væri heima hjá mér. En ég er nú bara stödd í rvk hjá ömmu, svo það verður bara að bíða betri tíma =)
Ætla ekkert að hafa þetta lengra. "Þarf" að fara og eyða penginum ;)
Njótið helgarinnar, farið hægt um gleðinnar dyr.......
Og gangi vestfirðingunum 2 vel í Idol í kveld ;)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Það er alltaf jafn erfitt ...
... að þurfa að pakka niður, allavega finnst mér það. Mér finnst svo leiðinlegt að pakka niður dótinu mínu en alltaf finnst mér jafn gaman að taka það upp aftur. Ég er næstum orðin ónæm fyrir þeim tilfinningum sem ólga innra með manni þegar maður er að flytja heiman frá sér eitthvað annað því ég gerði það ansi oft þegar ég var yngri og ég hef því búið í flestum götum Bolungarvíkur!! núna ætla ég að byrja á Ísafirði ;) hehe ... nei nei :) ég kem aftur í Bolungarvíkina fögru, fyrr eða síðar.
Ég allavega að reyna að halda smávegis áfram við það að vera tilfinningalaus og pakka mínum eigum ofaní dauða og tilfinningalausari kassa en mig
Ég allavega að reyna að halda smávegis áfram við það að vera tilfinningalaus og pakka mínum eigum ofaní dauða og tilfinningalausari kassa en mig
Lægðin er liðin hjá ...
... lægðin sem er búin að svífa fyrir ofan mig síðustu daga og vikur er liðin hjá, lægðin sem hafði það í för með sér að ég gerði ekkert á daginn, var bara í friði heima hjá mér og mætti stökum sinnum í vinnu, ljúft? ég er samt þannig að ég verð alltaf að vera á fullu, kann ekki alveg að slaka á, mér er sagt að ég hafi það frá föður mínum og afa, ekki slæmt það.
Allavega þá er skólinn kominn á skrið! æði :) félagslíf skólans, fundir og annað sem fylgir því, allt það er komið af stað, það stoppaði reyndar roslaega lítið! ennþá meira æði. Síðast en ekki síst þá byrjar stelpan að flytja á föstudaginn. Það er mesta æðið :D víí ... það er held ég búið að skipuleggja 3 eða fjögur innflutningspartý, hvort það muni rætast úr þeim öllum er ég ekki viss um, en öllum er boðið að koma í heimsókn hvenær sem er :)
Jæja, það er tími til kominn að fara að koma sér heim í Víkina fögru og bestu :)
Allavega þá er skólinn kominn á skrið! æði :) félagslíf skólans, fundir og annað sem fylgir því, allt það er komið af stað, það stoppaði reyndar roslaega lítið! ennþá meira æði. Síðast en ekki síst þá byrjar stelpan að flytja á föstudaginn. Það er mesta æðið :D víí ... það er held ég búið að skipuleggja 3 eða fjögur innflutningspartý, hvort það muni rætast úr þeim öllum er ég ekki viss um, en öllum er boðið að koma í heimsókn hvenær sem er :)
Jæja, það er tími til kominn að fara að koma sér heim í Víkina fögru og bestu :)
sunnudagur, janúar 09, 2005
Þetta er næsti áfangastaður í mínu lífi ... Urðarvegur 78 á Ísafirði (mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að flytja þanngað!!) Ég og Gunnar erum að fara að flytja þanngað, flytjum mjög líklega núna á helginni, ég er samt komin með lyklana í hendurnar. Ég er bara rétt að vona að ég finni það sem ég er að leita af á þessum stað, vona það. Allavega þá er öllum velkomið að koma og kíkja í heimsókn, en takið eftir, ég er ekki flutt ... strax :)
laugardagur, janúar 08, 2005
Stærsta systir mín á afmæli í dag, hún Ellý ... Hún er hvorki meira né minna en 25 ára í dag! Þetta er fljótt að líða ;) ég man eftir því þegar hún átti 11 ára afmæli þegar ég var lítil og pirrandi og gerði allt til þess að vera leiðinleg ... en það er langt síðan, núna erum við orðnar fullorðnar :) Til hamingju með daginn elsku systir mín :* love you
föstudagur, janúar 07, 2005
hver kannast ekki við þessa barma?? Heitustu barmar bæjarins ... ég er nokkurnveginn á því máli að Bjarnþór ætti að kannast við þá ;) hehe ... Snilld, fréttir herma að það hafi verið teknar fleiri barma-myndir í þessu tiltekna partýi, þær voru öðruvísi heyrði ég og hæfðu ekki almenningi ;) ég veit ekki hvað það þýðir
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Heima er best.....
.....það finnst mér allavega :)
Jæja maður er "loksins" kominn heim til sín, getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég er :) Finnst alltaf jafn gott að koma heim :-D
Með tillit til góðra gestgjafa bróður míns og konu. Þá einfaldlega ÞOLI ég ekki að þurfa að flytjast af heimili mínu svona þannig séð ein,tveir og tíu. Svo á ég enn þá erfiðara með að ÞOLA að vera "heima" en samt ekki heima hjá mér. Ég vil vera í mínu herbergi, með mitt dót og mitt drasl. Hljómar kannski svoldið eigingjarnt og það er það! Mér er nokk sama :) Það finnst þetta öllum....
Eins og ég segi: Heima er best!
Sambloggarinn minn er svo on fire að hálfa er skvo hellingur ;) Búin að blogga 3 færslur á stuttum tíma. Gerist varla betra ;)
Og Guðbjörg varðandi síðustu færsluna langar mig svoldið að benda á að þetta er stór afbrotamaður (í raun barnaníðingur) og á svona skilið (& I qout you "Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. ") Ég virði alveg að fólk á að eiga sitt einkalíf og þetta er eflaust brot á einhverjum mannréttindum. En maðurinn hefur að mínu mati afsalað sér þeim rétti þegar hann braut á varnalausum börnum og svívirti og í raun rændi þeirra barndómi...... ætla ekkert að skrifa meira um þetta, gæti misst út úr mér eitthvað sem ég mun eflaust sjá eftir og fólk misskilja......það er mikið um það þessa daganna......
Ég vona innilega að allir hafi haft það gott yfir hátíðirnar, ég gerði það allavega :)
Skrítið að hugsa til þessa að jólin verða búin eftir sirka 4 og 1/2 tíma.....pælið aðeins í því ;)
Jáh, mín bara byrjuð í skólanum aftur. Verð að viðurkenna það að það er svoldið skrítið. Ég er pínu lost, svona eins og maður var þegar maður kom fyrst í skólann í fyrsta bekk. Samt skrítið að ég sé pínu lost. Því ég er nú ekki búin að vera það lengi í burtu og hef verið þarna áður. Held bara að ég sé búin að magna upp þennan kvíða. Síðan var maður bara lagður í einelti á fyrsta skóladeginum, látið mann bregða úr sé líftóruna og svo gert gis að peysunni manns. Sagt að fara úr henni og ég veit ekki hvað... Kannast einhver við þetta? HAAA?? Karitas?!?!?! ;) hehe
Jæja svo jæja sagði kötturinn og fór að hlæja.....
Ég ætla bara að kveðja að sinni. Ætla að fara að læra, jáh maður verður að vera duglegur ;) ........ svona til að byrja með ;) múúúhahahaha ..................
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
Jæja maður er "loksins" kominn heim til sín, getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég er :) Finnst alltaf jafn gott að koma heim :-D
Með tillit til góðra gestgjafa bróður míns og konu. Þá einfaldlega ÞOLI ég ekki að þurfa að flytjast af heimili mínu svona þannig séð ein,tveir og tíu. Svo á ég enn þá erfiðara með að ÞOLA að vera "heima" en samt ekki heima hjá mér. Ég vil vera í mínu herbergi, með mitt dót og mitt drasl. Hljómar kannski svoldið eigingjarnt og það er það! Mér er nokk sama :) Það finnst þetta öllum....
Eins og ég segi: Heima er best!
Sambloggarinn minn er svo on fire að hálfa er skvo hellingur ;) Búin að blogga 3 færslur á stuttum tíma. Gerist varla betra ;)
Og Guðbjörg varðandi síðustu færsluna langar mig svoldið að benda á að þetta er stór afbrotamaður (í raun barnaníðingur) og á svona skilið (& I qout you "Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. ") Ég virði alveg að fólk á að eiga sitt einkalíf og þetta er eflaust brot á einhverjum mannréttindum. En maðurinn hefur að mínu mati afsalað sér þeim rétti þegar hann braut á varnalausum börnum og svívirti og í raun rændi þeirra barndómi...... ætla ekkert að skrifa meira um þetta, gæti misst út úr mér eitthvað sem ég mun eflaust sjá eftir og fólk misskilja......það er mikið um það þessa daganna......
Ég vona innilega að allir hafi haft það gott yfir hátíðirnar, ég gerði það allavega :)
Skrítið að hugsa til þessa að jólin verða búin eftir sirka 4 og 1/2 tíma.....pælið aðeins í því ;)
Jáh, mín bara byrjuð í skólanum aftur. Verð að viðurkenna það að það er svoldið skrítið. Ég er pínu lost, svona eins og maður var þegar maður kom fyrst í skólann í fyrsta bekk. Samt skrítið að ég sé pínu lost. Því ég er nú ekki búin að vera það lengi í burtu og hef verið þarna áður. Held bara að ég sé búin að magna upp þennan kvíða. Síðan var maður bara lagður í einelti á fyrsta skóladeginum, látið mann bregða úr sé líftóruna og svo gert gis að peysunni manns. Sagt að fara úr henni og ég veit ekki hvað... Kannast einhver við þetta? HAAA?? Karitas?!?!?! ;) hehe
Jæja svo jæja sagði kötturinn og fór að hlæja.....
Ég ætla bara að kveðja að sinni. Ætla að fara að læra, jáh maður verður að vera duglegur ;) ........ svona til að byrja með ;) múúúhahahaha ..................
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
Sjúkt eða ??
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa síðu ... hvað finnst ykkur?
Ég fyllist viðbjóði við það eitt að lesa eitt og annað á síðunni og svo finnst mér þetta brjóta í bága við einkalíf fólks eða hvað það á að kallast, þetta er kannski alveg eins og aðdáendasíða einhverra leikara eða eitthvað? Eins og ég segi þá veit ég ekki hvað mér finnst.
Ég fyllist viðbjóði við það eitt að lesa eitt og annað á síðunni og svo finnst mér þetta brjóta í bága við einkalíf fólks eða hvað það á að kallast, þetta er kannski alveg eins og aðdáendasíða einhverra leikara eða eitthvað? Eins og ég segi þá veit ég ekki hvað mér finnst.
Bein leið
Ég var að labba heiman frá Gunnari áleiðis heim til mín, sem er ekki frásögufærandi nema hvað að ég gekk göngustígana. Þessir göngustígar eins og allir bolvíkingar vita eru aldrei eða mjög mjög sjaldan mokaðir á veturnar. Ég eins og flestir aðrir sem ganga göngustígana reyndi að halda mér inná troðningnum sem er búinn að myndast eftir marga aðra sem hafa gengið þarna á undan mér. Þá fór ég að pæla, það feta allir í sömu fótsporin eða lífið birtist öllum á sama hátt en auðvitað eru það einhverjir sem detta útaf slóðanum eða taka nokkur feilspor, en oftar en ekki komast þeir aftur á beinu og greiðfæru brautina. Hugsið ykkur, einn troðningur á göngustíg getur táknað lífið sjálft!! Nokkuð magnað, eða það finnst mér.
Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Tími til komin ....
.. að láta aðeins heyra í sér. Það er svo sem ekki margt annað sem maður getur gert þessa dagana, annað en að skólinn fari að byrja, ja hérna. Ég er nánast snjóuð inni heima hjá Gunnari, ég get svo svarið það!!! Snjórinn nær alveg uppá þak hérna í efribyggð, svei mér þá .... Ég var samt að tala við mömmu mína sem er eins og endra nær staðsett í Hollandinu og þar er bara rigning og rok, meðan við vestfirðingarnir bíðum eftir ógurlega veðrinu sem á kannski/kannski ekki að skella á! magnað...
Jólin hjá mér voru fín ... ég fékk margt í jólagjö, rosalega margt gagnlegt og fallegt, ég fékk líka mörg jólakort, ég vil bara nýta tækifærið og þakka öllum fyrir mig :* þúsund kossar og knús ... Ég náði líka að njóta jólanna í friði og spekt, Guð var mér örlátur yfir afmælið og lét öllum þeim sem ég þekki líða vel yfir jólin.
áramótin fóru betur en á horfðist verð ég að segja ... ballið í Víkurbæ var hið fínasta verð ég að segja, við systurnar, Helga Guðrún og ég, erum ókrýndar drottningar dansgólfsins :) hehe ... við dönsuðum allan tíman sem við vorum þarna inni og þar af leiðandi héldum við uppi stuðinu, svona fyrir utan hljómsveitina. Það eru margir að rifja upp árið, 2004, sem er liðið ... skrifa eins konar annál, ég ætla ekki að gera það, enda nenni því ekki, allavega þá var árið hjá mér hið besta, þrátt fyrir eitt og eitt leiðindar atvik, sem vonandi er hægt að gleyma! Það sem stendur þó uppúr árinu er Benidorm ferðin með 3.bekk :D páskaferðin út til mömmu og svo nmí stjórnar kosningarnar ... þetta er bara svona smá :)
Ég setti mér tvö áramóta heit ... annað er það sem mikil þörf er á, allavega hjá mér, og það er smá megrun!! það þarf ... svo er það hitt, sem er : ég ætla að vera ekkert nema hreinskilin og standa við mína meiningu, takk fyrir pent. ég er nefnilega þannig persóna að ég segi helst það sem ég held og vona að aðrir vilja heyra, en sú tíð er liðin ... þið megið reyna á þetta heit þegar þið hittið mig næst :) endilega, ég skal segja ykkur það sem ég meina!
Annars verð ég að fara að elda núna ,jú jú, stelpan er "húsmóðir" á Hjallarstræti 16, ég og Gunnar erum þar, ásamt dótturunni Snotru (tíkin okkar) og hinum hundinum, tíkinni Skollu (hún er ekki í okkar eigu, heldur er hún heimilishundurinn á Hjallarstrætinu). Fólkið hans Gunnars fór í Skagafjörð yfir áramótin og er þar enn og verður þar, þar til að veður og færð leyfir, hvenar sem það svo sem verður !! Ég ætla að elda pastarétt ...
Svo er bara spurningin hvort maður komist í skólann á morgun, ætli vegagerðin sjái sig fært um að opna óshlíðina og ætli við Gunnar verðum rekin út úr húsinu vegna móðursýki einhverja kalla um snjóflóð?? !! ja h. .. maður spyr sig.
Jólin hjá mér voru fín ... ég fékk margt í jólagjö, rosalega margt gagnlegt og fallegt, ég fékk líka mörg jólakort, ég vil bara nýta tækifærið og þakka öllum fyrir mig :* þúsund kossar og knús ... Ég náði líka að njóta jólanna í friði og spekt, Guð var mér örlátur yfir afmælið og lét öllum þeim sem ég þekki líða vel yfir jólin.
áramótin fóru betur en á horfðist verð ég að segja ... ballið í Víkurbæ var hið fínasta verð ég að segja, við systurnar, Helga Guðrún og ég, erum ókrýndar drottningar dansgólfsins :) hehe ... við dönsuðum allan tíman sem við vorum þarna inni og þar af leiðandi héldum við uppi stuðinu, svona fyrir utan hljómsveitina. Það eru margir að rifja upp árið, 2004, sem er liðið ... skrifa eins konar annál, ég ætla ekki að gera það, enda nenni því ekki, allavega þá var árið hjá mér hið besta, þrátt fyrir eitt og eitt leiðindar atvik, sem vonandi er hægt að gleyma! Það sem stendur þó uppúr árinu er Benidorm ferðin með 3.bekk :D páskaferðin út til mömmu og svo nmí stjórnar kosningarnar ... þetta er bara svona smá :)
Ég setti mér tvö áramóta heit ... annað er það sem mikil þörf er á, allavega hjá mér, og það er smá megrun!! það þarf ... svo er það hitt, sem er : ég ætla að vera ekkert nema hreinskilin og standa við mína meiningu, takk fyrir pent. ég er nefnilega þannig persóna að ég segi helst það sem ég held og vona að aðrir vilja heyra, en sú tíð er liðin ... þið megið reyna á þetta heit þegar þið hittið mig næst :) endilega, ég skal segja ykkur það sem ég meina!
Annars verð ég að fara að elda núna ,jú jú, stelpan er "húsmóðir" á Hjallarstræti 16, ég og Gunnar erum þar, ásamt dótturunni Snotru (tíkin okkar) og hinum hundinum, tíkinni Skollu (hún er ekki í okkar eigu, heldur er hún heimilishundurinn á Hjallarstrætinu). Fólkið hans Gunnars fór í Skagafjörð yfir áramótin og er þar enn og verður þar, þar til að veður og færð leyfir, hvenar sem það svo sem verður !! Ég ætla að elda pastarétt ...
Svo er bara spurningin hvort maður komist í skólann á morgun, ætli vegagerðin sjái sig fært um að opna óshlíðina og ætli við Gunnar verðum rekin út úr húsinu vegna móðursýki einhverja kalla um snjóflóð?? !! ja h. .. maður spyr sig.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)