miðvikudagur, maí 30, 2007

Yndislegt...





Fór í göngutúr seint í gærkvöldi með Heklu. Jermías hvað veðrið var fallegt!!! Hefði viljað vera með myndavél til að taka myndir (klikka alltaf á þessu) en ég var með símann, gæðin ekki eins en samt....
E.s gaman að segja frá því að þetta er færsla nr.1000. Afrek út af fyrir sig ;)

þriðjudagur, maí 29, 2007

Afmæli

Elsku mesti, besti töffarinn hún Helga Guðrún "nýsjálendingur" á afmæli í dag. Þessi elska er orðin 19 ára!
Til hamingju með daginn krútta! Kiss og knús ... stórt kiss og stórt knús
Love you and miss you

mánudagur, maí 28, 2007

sunnudagur, maí 27, 2007

ÆðiPæði

Vá veðrið er æðislegt! Morgunsólin er að teygja geisla sína hingað inn....Mmmm... Vona að þetta þýðir að vorið/sumarið sé á næsta leiti... :)

Sambloggarinn minn er búinn að gera þessa vakt mjög skemmtilega, stelpan má eiga það! ;) Er búin að hringja 2x í mig og spjalla. Fyrra skiptið áður en hún fór á ball og svo núna, fyrir stuttu, hringdi hún frá tröppunum á bíóinu á ísó. Var að segja mér hverjir voru að djamma og hvað það hefði verið gaman. Hún er algjört yndi þessi ezka! ;* Hefði sko alveg viljað vera með henni að djamma :o/ En það þarf einhver að vinna fyrir salti í grautinn;) ......en síðam mun minn tími koma......sum sé sem sagt á næstu helgi! Jább! Þá er sjómannadagshelgin og í fyrsta skiptið í ára raðir er ég ekki að vinna! Hel yeah!:-D Þá verður dansað til að gleyma!;)

Annars er ég búin að vera dúlla mér þessa vakt að læra. haha! Neih ég er ekki með öllum mjalla! Kvíður svo fyrir því að fara út til Frakklands að ég er farin að rifja upp það sem mér var kennt í frönsku í menntó! (sem btw er fyrir einni önn síðan ;) ..) Er að búa til litla bók þar sem ég skrifa niður allar þær glósur sem ég hef gert. Svo ég hafi þetta nú allt á einum stað þegar ég kem út og þarf að bjarga mér. Guð, ég á eftir að týnast. Er alveg vissum það.

Hef þetta ekki lengra, tölvan er ekkert skemmtileg hérna. Svo mikil læti í henni, vil ekki vekja fólkið :o/ :op

Vonandi er kvöldið búið að vera ánægjulegt hjá fleirum en mér ;)

laugardagur, maí 26, 2007

Næturvakt...

...magnað fyrirbæri!

Þessi tími fær mig alltaf til að hugsa. Um framtíðina. Bölvað vesen. Ég er heppin ef ég veit hvort ég sé að koma eða fara. Hvað þá heldur hvað ég vil gera varðandi framtíðina. Let go - Let flow. Er ekki beint sú týpa. Ég er samt ekki sú skipulagðasta. Ó sei sei nei. En jii ég vil vita hvert ég stefni. Verður maður ekki að setja sér markmið. Þá veit maður allaveg hvert maður stefnir. Nei ég bara spyr. Veist þú hvert þú stefnir? Getur óvissa drepið?

föstudagur, maí 25, 2007

Ertu ekki að kidda mig!!!




Tók þessa mynd fyrir 5.mín! Hvar er vorið, hvar er sumarið?! :o/

fimmtudagur, maí 24, 2007

Mai Tai

You Are a Mai Tai
You aren't a big drinker, but you'll drink if the atmosphere is festive.And when you're drunk, watch out! You're easily carried away.
What Mixed Drink Are You?

miðvikudagur, maí 23, 2007

Afmæli

Elsku bestasti besti kærastinn minn (enda sá eini) á afmæli í dag, 21 árs kappi!! Til hamingju með daginn ástin mín. Við erum búin að vera saman meira og minna í 5 ár og upplifað skin og skúrir. Love you honey

Afmælisbarnið

Þessi elska að kenna elskunni sinni (mér) á vinsælasta helsta ökutæki samtímans, traktor.

þriðjudagur, maí 22, 2007

990

Jæja tími til kominn að bretta upp ermarnar og koma með eitt stykki bloggfærslu :)

Allavega! Ferðin suður gekk glimrandi vel, Guðrún er góður ferðafélagi í bíl og vona ég að ég sé það líka :) Rvk stóða að sjálfsögðu fyrir sínu, með öllu tilheyrandi. Verslunarferðum, ofáti o.fl! En mikið lifandi skelfingar ósköp er alltaf GOTT að komast HEIM!!! :)

En toppurinn á ferðnni var að sjálfsögðu Josh Groban! Oh minn jesús! Orð fá ekki lýst öllum þeim tilfinningum sem fóru í gegnum líkamann minn á þessum tónleikum. Maðurinn er bara gjörsamlega ÆÐI út í gegn! Eitt mesta krútt sem fyrir finnst! Svo við tölum nú ekki um röddina! Oh!
Brosið fór ekki af mér allan tímann og það er bara hérna enn þá ef ég á að segja alveg eins og er! :-D hehe.... Ef eitthvað er þá dýrka ég kauða bara meira eftir þetta! :)
Við sátum uppi, fyrir miðju - ofarlega. Mjög góð sæti - sáum vel hvað var að gerast og engir hausar að þvælast fyrir. En í einu atriðinu hefði ég svooooo viljað vera niðri í salnum. Því Josh fór um salinn og var að syngja til fólks, takandi í hendurnar á því. Oh! hefði svoooo viljað að þetta hafi verið ég - verður það næst! :) hehe
Gerði merka uppgötvun á þessum tónleikum; Gunna Dóra er bókstaflega alltaf með mér þegar ég geri eitthvað í fyrsta skiptið! (eða svo til nánast alltaf ;) ...). Ekki skrítið að maður er háður þessum krakka! ;)


En þar sem myndavélin mín (okei, Einars) er ekki góð að taka myndir í myrkri. Tók ég aðalega video. Síðan eina mynd af okkur gellunum! ;)

En út í annað, eigum við að ræða þetta veðurfar! Oj bara! Vibbi! Kúrði mig bara aftur niður í sængina þegar ég leit út um gluggan í morgun!

En þetta er komið gott í bili;
Hananú sagði hænan og lagðist á bakið......!

mánudagur, maí 21, 2007

Strax

Ég er ein af þeim manneskjum sem vill láta allt gerast strax, helst í gær (ef þannig liggur á mér, spyrjið bara Gunnar ef þið trúið mér ekki;)). Ef ég fæ einhverja hugmynd (sem kemur sjaldan fyrir ;)) þá þarf ég helst að framkvæma hana strax, allavega mjög fljótlega á eftir að hugmyndin kviknar. Það sem ég þoli ekki við það að fá hugmyndir er að bíða, bíða eftir því að þessi er við, bíða eftir að þessi að geri þetta, þetta opnar ekki fyrr en kl. þetta og svo framvegis og svo framvegis.
Svo ég nefni dæmi um verkefni sem ég verð að leysa strax þá get ég nefnt að borga reikninga! Ég þoli ekki að fara inná heimabankann minn og sjá reikning/reikninga ógreidda. Þeir koma kannski inn einhverntíman fyrir mánaðarmót en þurfa ekki að vera greiddir fyrr enn eftir einhverja daga ... ég get varla sofnað á kvöldin vitandi að ég þurfi að borga þá (ekki það að ég sjái eftir peningunum, nei ... það er óþæginlegt að vita af þessum reikningi og hann hverfur ekkert nema ég geri eitthvað í því!!)
Þeir sem þekkja mig vita að ég fæ alveg óteljandi hugmyndir í hausinn á hverjum degi, svo hendi ég þeim hugmyndum sem mér lýst ekkert á og held þeim sem eru meira spennandi en aðrar. Þegar ég er með margar hugmyndir og mörg verkefni fyrir sjálfa mig þá verð ég að leysa þau í "réttri röð" ég get ekki gert þetta á undan hinu því hitt skiptir meira máli en hitt. Svo þegar verkefnið eða hugmyndin er leyst þá fer það útaf listanum og ég verð sáttari og sáttari þegar minnkar á verkefnalistanum. Ég er nokkuð sátt í dag því nokkur verkefni og hugmyndir eru farnar af listanum en viti menn ... fleiri bætast við.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér með góðri samvisku er það að ég þoli ekki þegar fólk gerir ekki það sem það segist ætla að gera. "Ég geri þetta á morgun eða hinn" viti menn ... það er ekki gert. Ég þoli ekki svoleiðis. Ég verð kannski að passa mig að halda mig á mottunni í þessum orðum mínum því foreldrar eru ansi gjarnir að segja "kannski á morgun" við börnin sín, ég veit allt um það, eða svoleiðis ;) !

Eitt annað sem ég þoli ekki er orðið "kannski" ... jú jú ... ég nota það við og við en ég þoli ekki sjálfa mig þegar ég segi kannski við einhverju. Það er svo loðið svar eitthvað, það er já en samt ekki já það gæti verið nei en samt ekki nei því það var sagt kannski.

Eruð þið að fatta mig? Þið eruð alltaf að kynnast mér betur og betur :)

laugardagur, maí 19, 2007

Erum við að ræða þetta?

Það er löngu kominn tími á blogg svei mér þá.
Ég hef ekki haft mikinn tíma né löngun til þess að blogga ef satt skal segja.

Ég er hálf dofin eftir fréttirnar frá Flateyri að það sé verið að fara að loka Kambi. Þetta er ekki til þess að bæta atvinnuástandið hérna fyrir vestan! Ég er í fínni vinnu, ennþá allavega, en hún mun ekki duga mér mikið ef fólk fer úr bænum og börnunum í skólanum fækkar ... en ég er jákvæð. Ég ætla samt að kaupa mér íbúðarhúsnæði ... þetta á eftir að byggjast upp aftur allt saman (vonandi).

Ég spilaði fótboltaleik í dag með meistaraflokki kvk BÍ/Bolungarvík. Við vorum þarna nokkrar sem höfðum ekki verið að mæta á æfingar, plús einhverjar sem ekki höfðu spilað fótbolta í háa herrans tíð svo ég tali nú ekki um það að þetta var í fyrsta eða annað skiptið sem við vorum að spila allar saman, leikurinn endaði eftir því.

Ég er búin að fá það staðfest að ég náði þ.sálfræðinni (takk fyrir takk!!!!) svo bíð ég bara spennt eftir niðurstöðunum úr hinu faginu, ég hef nú litlar sem engar áhyggjur af því!

Það er ein heil kennsluvika eftir ... svo koma einhverjir óhefðbundnir kennsludagar svokallaðir vordagar og 1. júní eru skólaslit. 7.júní er síðasti vinnudagurinn minn og þá er ég komin í sumarfrí fyrir utan þrifin í leikskólanum sem ég er búin að segja upp frá og með 1.ágúst. Mér finnst ég eiga það inni að hafa rúmar 3 vikur bara fyrir mig og gera ekki neitt.

Ég er farin að hafa dulitlar áhyggjur af því að fólk fari að klaga mig til barnaverndarstofu eða eitthvað þar sem Margrét mín er marin og blá á stökum stað á líkamanum. Ég sver það við gröf afa míns að það er ekki mér að kenna. Stelpurassgatið er farin að ganga, hlaupa, príla, beygja sig, fetta sig og bretta með þeim afleyðingum að detta á hausinn við og við. Það er lítið sem ég get gert til þess að þessar æfingar dóttur minnar verði minna hættulegar eða minnka meiðslatíðni hjá henni nema það að vera til staðar þegar hávær grátur heyrist. Gráturinn heyrist samt ekki lengi því sársaukinn gleymist fljótt og hún er farin að hlaupa til þess að ná í einhvað annað og bablar í leiðinni eitthvað óskiljanlegt. Hún er svo mikið krútt ;)

Veðrið er fagurt .. það er laugardagskvöld ...það er aldrei að vita hvað ungt fólk fer að gera í kvöld!!

sunnudagur, maí 13, 2007

Over You by Chris Daughtry :-:House/Cameron:-:

Er svo að fíla þetta lag í ræmur!

Now that it's all said and done,
I can't believe you were the one
To build me up and tear me down,
Like an old abandoned house.
What you said when you left
Just left me cold and out of breath.
I fell too far, was in way too deep.
Guess I let you get the best of me.


Well, I never saw it coming.
I should've started running
A long, long time ago.
And I never thought I'd doubt you,
I'm better off without you
More than you, more than you know.
I'm slowly getting closure.
I guess it's really over.
I'm finally getting better.
And now I'm picking up the pieces.
I'm spending all of these years
Putting my heart back together.
'Cause the day I thought I'd never get through,
I got over you.


You took a hammer to these walls,
Dragged the memories down the hall,
Packed your bags and walked away.
There was nothing I could say.
And when you slammed the front door shut,
A lot of others opened up,
So did my eyes so I could see
That you never were the best for me.


Well, I never saw it coming.
I should've started running
A long, long time ago.
And I never thought I'd doubt you,
I'm better off without you
More than you, more than you know.
I'm slowly getting closure.
I guess it's really over.
I'm finally getting better.
And now I'm picking up the pieces.
I'm spending all of these years
Putting my heart back together.
'Cause the day I thought I'd never get through,
I got over you.


Well, I never saw it coming.
I should've started running
A long, long time ago.
And I never thought I'd doubt you,
I'm better off without you
More than you, more than you know.


Well, I never saw it coming.
I should've started running
A long, long time ago.
And I never thought I'd doubt you,
I'm better off without you
More than you, more than you know.
I'm slowly getting closure.
I guess it's really over.
I'm finally getting better.
And now I'm picking up the pieces.
I'm spending all of these years
Putting my heart back together.
Well I'm putting my heart back together,
'Cause I got over you.
Well I got over you.
I got over you.
'Cause the day I thought I'd never get through,
I got over you

laugardagur, maí 12, 2007

Gleðilega hátíð

Það eru alþingiskosningar í dag, til hamingju með daginn allir saman. Ég á eftir að fara að greiða mitt atkvæði, ég geri það á eftir ... ég er loksins búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa og ég ætla að halda því fyrir mig. Ég hef skoðað allan "ruslpóstinn" sem ég hef fengið hingað heim mjög vel og farið á heimasíður þeirra flokka sem ég hef haft augastað á, þannig ég hugsa að ég sé orðin góð ;)
Það er kosninga/eurovision/grillpartý hjá Bertu núna í kvöld ... gaman saman!
Mig langaði bara að segja gleðilega hátíð því það eru allir að því :)

fimmtudagur, maí 10, 2007

Af því að ég veit ekki.....

....hvað ég á að kjósa. Er á báðum áttum eins og örugglega margir. Ákvað ég, mér til skemmtunar, að taka próf á http://www.xhvad.bifrost.is og er þetta niðurstaðan mín;

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar!

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 50%
Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 43.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 41%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

LOL!


Difan
Video sent by almannavarnir

þriðjudagur, maí 08, 2007

Eggið á undan hænunni?.....hænan á undan egginu?

Tja ég bara veit það ekki....þetta er allaveg vert að pæla í....mér finnst það allavega....

Að sjálfsögðu fara svona hugmyndir í gegnum kollinn á mér þegar ég er lögst á koddann - ekki spurning, þá fer allt á fullt!

Venjur. Það er líka nokkuð sem ég botna stundum ekkert í. Maður getur vanið sig á ótrúlegustu hluti. Talandi um kodda. Þá er ég að spá í að saga rúmið mitt í helming. Það er einfaldlega sóun að hafa það allt inn í þessu litla herbergi mínu. Enda sef ég alltaf sömu megin. Hægra megin. Þetta er einmitt einn hlutur sem ég hef vanið mig á. Reyndar var annarr aðili staðsettur þar um tíma - sem átti eflaust þátt í því að ég vandi mig á þetta. Burt séð frá því hef ég ekki enn getað AFvanið mig og breytt úr mér. Notið alls þess svæðis sem ég hef til umráðu. Neinei. Ég kúri mér saman á "mínu" svæði og hef það gott. Fyndið.

En eins og vinur minn hann Jason Mraz segir Life is Wonderful (sem meðal annars fékk mig til að pæla í fyrirsögninni hér að ofan.)

Og talandi um söngvara, þessa dagana á Groban nokkur Josh hug minn allan! 7.dagar! Pælum aðeins í því! Guðbjörg sagði við mig á laugardaginn að hann væri á lausu. Væri bara að bíða eftir þeirri einu réttu. Tja hann má allavega eiga það að hann hefur fangað mig! Má alveg koma sem hvítur riddari og nema mig á brott. Slæ sko ekkert hendinni á móti því. Það er nú bara þannig.

GleðiGleði

Við mæðgur brosum hringinn í dag. Við unnum pottinn. Ekki heita pottinn. Neinei. Enn þá betra. Vínpottinn í vinnunni. Jáh við mæðgur eigum von á 16.flöskum (mínus þær tvær sem við settum í pottinn) á heimilið. Hér eftir verður sötrað rauðvín í betri stofunni. (reyndar eru flöskunar allskonar). Ég heyrði einhverstaðar að rauðvín væri gott fyrir heilsuna. Eitt glas á dag kemur lífinu í lag. Er ekki frá því að það standi einhverstaðar. Ef ekki. Hefur það hér með verið ritað!


Hugsuðurinn out.
E.s (þessu var bætt við eftir að færslan var publish-uð);
Þetta er fyrsta færslan mín í Maí-mánuði. Eitt stórt klapp fyrir því!
*Klapp!*

laugardagur, maí 05, 2007

Afmæli

Tilvonandi stjúpfaðir minn á afmæli í dag. Kappinn er 40 ára hvorki meira né minna!! Til hamingju með daginn enn og aftur kæri Clemens.

Myndin er af Margréti tala við afa sinn þegar við mæðgur vorum úti hjá mömmu og Clemens í sumar.

Clemens, gefeliciteerd met uw verjaardag
DOEI Guðbjörg :)

Það eru 2 mánuðir þar til ég og mínir hittum mömmu og Clemens ... jiii minn hvað ég hlakka til, síðast knúsaði ég þau í september 2006.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Dugnaður eða ofvirkni ?

Ég spyr sjálfa mig oft að því hvort ég sé stundum svona rosalega dugleg eða hvort ég sé bara ofvirk. Ég held að það sé seinni valkosturinn, ég er ofvirk. Dagurinn hjá mér byrjaði á slaginu sjö þegar Margrét "hringdi" á slaginu, "Mamma, hæ!" Vinnudagurinn hófst klukkan átta og endaði kl. 16:00. Þá var náð í Margréti brunaði með henni og kærastanum á Ísafjörð og eitt stykki hjól keypt, alveg spes fyrir mig (maður græðir þegar maður vinnur smá auka) :D Þegar heim var komið var tekið utan af rúminu og hent sængunum út í viðringu. Milli hálf sex og sex var farið á leikskólann og hann þrifinn, áður en ég fór þanngað henti ég kjúkling í ofninn. ég var búin að þrífa kl. 19:04 og fór þá heim og reddaði matnum. Eftir matinn byrjaði hamagangurinn, ryksugað, skúrað, skrúbbað, bónað og þarna inná milli var hugsað um barnið sitt og kærastann. Barnið var svo baðað og barnið svæft. Ég ákvað að enda góðan dag á því að fara út í góðan hjólatúr á nýja hjólinu, tekið aðeins á því, hjólað upp Hólinn og svona ... hressandi, þegar heim var komið voru teknar nokkrar styrktar- og teygjuæfingar. Sturtan var svo punkturinn yfir i-ið.

mmm ... ég hlakka til að leggjast uppí rúm, hreint og fínt inní herbergi, rúmið hreint og ferskt, ég hrein og fersk og ekki skemmir það að sofna með kærastann við hliðina á sér :)

Núna fer ég að velta því fyrir mér ... af hverju er ég að skrifa þetta hérna inná? Ætli það sé útaf því að ég sé svona rosalega dugleg að mér finnist það lífsins nauðsynlegt eða er ég bara svona ofvirk að ég geti ekki stoppað EÐA þarf ég bara að monta mig hvað ég er ógeðslega dugleg?
okei ... ég er hætt við að vera ofvirk, ég er dugleg ;)