sunnudagur, júlí 24, 2005

Sunnu-dagur(?)....


....tja maður spyr sig. Það lítur allavega ekki út fyrir sólríkan dag. Þokulæðingur liggur yfir bænum,í augnablikinu allaveg :o/ Þessi vakt er senn á enda og verður þá minni næturvakta-turn lokið í bili. Eða þar til á næsta föstudag ;) hehe

Síðan styttist óðfluga í RVK-förina mína :) Mikið hlakka ég til, svo langt síðan ég fór til RVK :) C.A 11.dagar í peningaeyðslu og Bláa Lónið ;)

Svo fer "vitleysingurinnn" minn brátt að koma vestur. Efa samt að hún geti slitið sig lausa frá því að horfa á sætu strákana moka. En ég veit að Ellý verður (pínu)fegin að hún fari. Þá þarf hún ekki að moppa upp slefið eftir hana;) hehe

Barsta flest allir að koma heim á næstu dögum, vííí :-D Nema náttlega Gunna Dóra, hún kemur ekki fyrr en í sept. brún og sæt. Babblandi einhverja úglensku sem enginn skilur ;) hehe

Ég held að því meira sem ég mun skrifa í þessari færslu því fyrr léttir þokunni :) Búið að létta heil mikið á þessum mín sem ég er búin að vera að skrifa :-D hehe... En ég er bara ekki það dugleg að ég nenni að skrifa eitthvað svakalega mikið;)

Var að horfa á In His Life: The John Lennon Story áðan. Okei ég bjóst við að þetta yrði bíómynd um ævi John Lennon. Ööö neibb! Þetta var c.a um hálfa ævi hans,varla það, eða þar til að The Beatles náðu vinsældum í Bandaríkjunum. Fannst þetta hálf lame ef ég á að segja alveg eins og er. Mig langaði að fá bíómynd um alla ævi hans, en maður fær víst ekki allt það sem maður vill :)

En jæja hef þetta ekki lengra, vinnan kallar =)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Engin ummæli: