laugardagur, júlí 23, 2005

Emiliana Torrini.....


.....hvað getur maður sagt? Ég er gjörsamlega fallinn fyrir henni, sönglega séð þ.e.s :) hehe
Eins og ég sagði í færslunni hér á undan þá fór ég á tónleika með Emiliönu Torrini í gærkvöldi, þeir áttu nú að byrja kl 21:00 een neeeim, vegna tafa byrjuðu þeir ekki fyrr en 22:00. Sem þýddi það að ég náði bara 1klst af þessum tónleikum, sem mér þótti reyndar virkilega svekkjandi :o/

Fékk ánægjulegt sms upp úr hálf tvö frá sambloggaranum mínum sem hljóðar svo; "Tjellingin er komin a klakann :)" gleðitíðindi á þessum bæ allavega :-D hehe

Vá! Merkur atburður,í mínum augum, mun eiga sér innan tíðar. Herbergið mitt mun hljóta nýtt lúkk. Jebba! Það hefur tekið mig c.a 3.mánuði að koma mér í það að fara að mála. Fyrst var það að finna málinguna, sem var nú þvílíkur höfuðverkur. Endaði á því að velja bara einfaldlega hvítan lit, heitir reyndar Eva :) Svo verður einn veggur málaður í svona gráumtón og mun sá litur víst bera nafnið Teitur :) Síðan var það að rýma herbergið mitt, tja skulum bara orða það þannig að ég er safnari í húð og hár :op ehe.... Þetta er búið að taka aðeins lengri tíma en áætlað var :op En núna er herbergið tómt og ready til að láta lappa upp á sig ;) hehe

Jæja, hef þetta ekki lengra í bili......skrifa örugglega eitthvað næstu nótt, þið heppin ;)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--




E.S. Vil minna all á kærleiksbirnina í fyrramálið á stöð2 ;) hehe

Engin ummæli: