mánudagur, júlí 04, 2005

Helgin

Já, það var aldeilis stuð á Stuðmönnum í gær ! öss ... klikka ekki, sem og ég á dansgólfinu :) Þetta er búið að vera fínasta fín helgi. Markaðsdagurinn var á laugardaginn, mikið lifandi skelfing er Auðunn Blöndal kynlegur (mín skoðun, mín skoðun) ;) hann boraði í nefið á mér, einhverrahlutavegna gat ég komið mér uppá svið ;) ég hefði samt verið meira til í að vera í sporum þeirrar sem fékk að rífa bringuhárin af honum... arg !

Ég fór í göngutúr áðan ... ekki frásögufærandi ... ég uppskar það eftir gönguna að hata kríur ennþá meira en ég hef gert áður, heimsku freku fuglar!

Engin ummæli: