sunnudagur, júlí 10, 2005

10.júlí.....

.....shiturinn hvað þetta líður alltof hratt :o/

Er á 2/3 næturvaktinni núna :) Búin að vera virkilega fín vakt, er það svona oftast nær :) hehe
Spjallaði meira segja við Ingu Láru áðan og var það nú bara virkilega skemmtilegt :) Langt síðan maður hefur heyrt í kellu ;) Skemmtilegt að sama hversu langt líður á milli að við heyrum í hvor annarri getum við alltaf hlegið.....það er mikilvægt að hlæja, munið það!! :-D hehe

Er núna að vafra um alheimsnetið til að drepa tímann :)
Búin að læra ýmislegt skal ég segja ykkur;

- Vissuð þið að það voru rómverjarnir sem fundu upp frostpinnan?....Ef þið vissuð það ekki vitið þið það núna! ;) hehe

- Það er ómögulegt að hnerra með opin augun!

- Að hjarta konungurinn er eini konungurinn sem ekki er með yfirvaraskegg....Maður þarf greinilega að fara taka betur eftir smáatriðunum :op

- Krókódílar geta ekki rekið út úr sér tunguna.

- Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.....Guði sé lof :)

Líður ykkur ekki betur eftir að þið vissuð þetta? Mér líður allaveganna vel :)

Hef þetta ekki lengra í bili....... VitbornaVERAn kveður að sinni ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

E.S langar að óska Frk.Spánarfara góðra ferðar. Mun sakna þín óendanlega mikið og hlakka mikið til að fá þig heim eftir 2.mánuði :)

Engin ummæli: