föstudagur, júlí 22, 2005

Summertime......


.........and the living is easy!
Það er ástæðan fyrir því að ég blogga ekki! :) Svo náttlega það að ég er bara skilin eftir,ALEIN, getur fólk ekki bara verið heima hjá sér ;) hehe

En svona 4real þá nenni ég nú ekki mikið að blogga eins og er. Hef heldur ekkert merkó að segja, þó ég hafi það nú sjaldan. En þið vitið hvað ég á við ;)

Ég ku vera að fara á tónleika á morgun, réttara sagt kl 21:00. Og það í Bolungarvík, jáh! gott fólk það er sko bærinn sem hlutirnir gerast! :) Söngkonan mun vera Emiliana Torrini, sem ku vera stúlkan þarna í horninu :) Hlakka til, fer með helle familien eða svona næstum því :)

Ég fer að halda að cosmo-ið sé illa við mig. Ég er alltaf á næturvöktum þegar e-hvað er um að vera! T.d núna er ég á næturvakt, að vísu ekkert skemmtilegt að ske núna enda fimmtudagur. :op En svo á laugardaginn er ball með Grafík og hvar mun ég vera? júh, mikið rétt; á næturvakt. Síðan sagði mamma mér þær "góðu" fréttir að Sálar-ballið verði helgina 26-28.ágúst og hvar haldiði að stelpan verði? Júh, rétt aftur; á næturvakt!.... Ætla nú samt að reyna koma mér útúr því með einhverjum klókindum. Versta er að skólinn verður byrjaður svo það er hægara sagt en gert að skipta.......Bölvað vesen :o/

Hollandsfarinn mikli fer bráðum að koma heim, gaman að því :) Vænti þess að fá eitthvað gott-erí, helst í boxi með Mörgæs framan á og svart á litinn. *HintHint* ;) hehe
Annars verður gaman að fá kjánan heim, hefði alveg lifað þetta (betur) af ef hún hefði tekið síman með sér;) hehe

Síðan er "Séða og Heyrt" ritarinn minn frá Spáni að heilla mann og annan :) Alltaf gaman að spjalla við hana. Fékk meira að segja að sjá hana í dag. Já! spanníólar eru víst svo tæknilegir að þeir eru með Webcam og alles.....Össs! :) hehe
Svo er hún komin með spænskt símanúmer svo að ég fer bráðum að leggja hana í einelti :) hehe

En lömbin mín ég ætla að fara að lesa, ef til vill blogga ég aftur innan tíðar. Hver veit..?.. ;)

Góða nótt mi amigos!

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Engin ummæli: