föstudagur, júlí 29, 2005

Örblogg

Eva, Mæsa, Helga Gudrun og eg erum farnar i langferd!! lengi lifi studid. kv. Studbjorgin :)

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

Jæja jæja sagði kindin og fór að hlæja !

jæja ... ég er komin alla leiðina heim í Bolungarvíkina, er búin að hitta flesta af mínum stóra vina og kunningjahóp! Vá... ég saknaði ykkar slatti mikið krakkar!!
Hollandið var frábært og flott! ég á eftir að gera eina góða færslu og gera þeirri ferð góð skil :) það eru samt myndir komnar inná mína myndasíðu a la G.Stefanía.

Verslóhelgin er eiginlega byrjuð þannig það er kominn fýlingur í mann :) Ég ætlaði bara að láta vita af mér ... ég hef samband siðar krúttin mín

over and out !!!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hver er þessi stúlka?Kannist þið við hana.... =)

.....Ég kannast eitthvað við hana, hef séð hana áður....Hmm...... Er samt ekki viss. Tengi hana við internetið, afhverju veit ég ei! ;op Virðist vera sprelligosi =) ... Fæ það á tilfinninguna að hún sé hress og skemmtileg stúlka. Er samt ekki viss, gæti verið að minnið sé farið að hraka (aldurinn skiljiði) ;) ..... Aaaa......bíðið.........eitthvað að koma.......jáh!.........þetta er besta vinkona mín og sambloggari; Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir ku gjellan heita! :-D híhí
Hvernig væri nú að þú leyfðir fólkinu sem vafrar um á ALHEIMSNETINU að vita að þú sért með púls ;) hehe

Kom svo fólk, pressa á hana til að blogga! Gengur ekki að ég bloggi svona "oft" =) hehe

sunnudagur, júlí 24, 2005

Sunnu-dagur(?)....


....tja maður spyr sig. Það lítur allavega ekki út fyrir sólríkan dag. Þokulæðingur liggur yfir bænum,í augnablikinu allaveg :o/ Þessi vakt er senn á enda og verður þá minni næturvakta-turn lokið í bili. Eða þar til á næsta föstudag ;) hehe

Síðan styttist óðfluga í RVK-förina mína :) Mikið hlakka ég til, svo langt síðan ég fór til RVK :) C.A 11.dagar í peningaeyðslu og Bláa Lónið ;)

Svo fer "vitleysingurinnn" minn brátt að koma vestur. Efa samt að hún geti slitið sig lausa frá því að horfa á sætu strákana moka. En ég veit að Ellý verður (pínu)fegin að hún fari. Þá þarf hún ekki að moppa upp slefið eftir hana;) hehe

Barsta flest allir að koma heim á næstu dögum, vííí :-D Nema náttlega Gunna Dóra, hún kemur ekki fyrr en í sept. brún og sæt. Babblandi einhverja úglensku sem enginn skilur ;) hehe

Ég held að því meira sem ég mun skrifa í þessari færslu því fyrr léttir þokunni :) Búið að létta heil mikið á þessum mín sem ég er búin að vera að skrifa :-D hehe... En ég er bara ekki það dugleg að ég nenni að skrifa eitthvað svakalega mikið;)

Var að horfa á In His Life: The John Lennon Story áðan. Okei ég bjóst við að þetta yrði bíómynd um ævi John Lennon. Ööö neibb! Þetta var c.a um hálfa ævi hans,varla það, eða þar til að The Beatles náðu vinsældum í Bandaríkjunum. Fannst þetta hálf lame ef ég á að segja alveg eins og er. Mig langaði að fá bíómynd um alla ævi hans, en maður fær víst ekki allt það sem maður vill :)

En jæja hef þetta ekki lengra, vinnan kallar =)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

laugardagur, júlí 23, 2005

Emiliana Torrini.....


.....hvað getur maður sagt? Ég er gjörsamlega fallinn fyrir henni, sönglega séð þ.e.s :) hehe
Eins og ég sagði í færslunni hér á undan þá fór ég á tónleika með Emiliönu Torrini í gærkvöldi, þeir áttu nú að byrja kl 21:00 een neeeim, vegna tafa byrjuðu þeir ekki fyrr en 22:00. Sem þýddi það að ég náði bara 1klst af þessum tónleikum, sem mér þótti reyndar virkilega svekkjandi :o/

Fékk ánægjulegt sms upp úr hálf tvö frá sambloggaranum mínum sem hljóðar svo; "Tjellingin er komin a klakann :)" gleðitíðindi á þessum bæ allavega :-D hehe

Vá! Merkur atburður,í mínum augum, mun eiga sér innan tíðar. Herbergið mitt mun hljóta nýtt lúkk. Jebba! Það hefur tekið mig c.a 3.mánuði að koma mér í það að fara að mála. Fyrst var það að finna málinguna, sem var nú þvílíkur höfuðverkur. Endaði á því að velja bara einfaldlega hvítan lit, heitir reyndar Eva :) Svo verður einn veggur málaður í svona gráumtón og mun sá litur víst bera nafnið Teitur :) Síðan var það að rýma herbergið mitt, tja skulum bara orða það þannig að ég er safnari í húð og hár :op ehe.... Þetta er búið að taka aðeins lengri tíma en áætlað var :op En núna er herbergið tómt og ready til að láta lappa upp á sig ;) hehe

Jæja, hef þetta ekki lengra í bili......skrifa örugglega eitthvað næstu nótt, þið heppin ;)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--




E.S. Vil minna all á kærleiksbirnina í fyrramálið á stöð2 ;) hehe

Örblogg

Tjellingin er komin a klakann :)

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

föstudagur, júlí 22, 2005

Summertime......


.........and the living is easy!
Það er ástæðan fyrir því að ég blogga ekki! :) Svo náttlega það að ég er bara skilin eftir,ALEIN, getur fólk ekki bara verið heima hjá sér ;) hehe

En svona 4real þá nenni ég nú ekki mikið að blogga eins og er. Hef heldur ekkert merkó að segja, þó ég hafi það nú sjaldan. En þið vitið hvað ég á við ;)

Ég ku vera að fara á tónleika á morgun, réttara sagt kl 21:00. Og það í Bolungarvík, jáh! gott fólk það er sko bærinn sem hlutirnir gerast! :) Söngkonan mun vera Emiliana Torrini, sem ku vera stúlkan þarna í horninu :) Hlakka til, fer með helle familien eða svona næstum því :)

Ég fer að halda að cosmo-ið sé illa við mig. Ég er alltaf á næturvöktum þegar e-hvað er um að vera! T.d núna er ég á næturvakt, að vísu ekkert skemmtilegt að ske núna enda fimmtudagur. :op En svo á laugardaginn er ball með Grafík og hvar mun ég vera? júh, mikið rétt; á næturvakt. Síðan sagði mamma mér þær "góðu" fréttir að Sálar-ballið verði helgina 26-28.ágúst og hvar haldiði að stelpan verði? Júh, rétt aftur; á næturvakt!.... Ætla nú samt að reyna koma mér útúr því með einhverjum klókindum. Versta er að skólinn verður byrjaður svo það er hægara sagt en gert að skipta.......Bölvað vesen :o/

Hollandsfarinn mikli fer bráðum að koma heim, gaman að því :) Vænti þess að fá eitthvað gott-erí, helst í boxi með Mörgæs framan á og svart á litinn. *HintHint* ;) hehe
Annars verður gaman að fá kjánan heim, hefði alveg lifað þetta (betur) af ef hún hefði tekið síman með sér;) hehe

Síðan er "Séða og Heyrt" ritarinn minn frá Spáni að heilla mann og annan :) Alltaf gaman að spjalla við hana. Fékk meira að segja að sjá hana í dag. Já! spanníólar eru víst svo tæknilegir að þeir eru með Webcam og alles.....Össs! :) hehe
Svo er hún komin með spænskt símanúmer svo að ég fer bráðum að leggja hana í einelti :) hehe

En lömbin mín ég ætla að fara að lesa, ef til vill blogga ég aftur innan tíðar. Hver veit..?.. ;)

Góða nótt mi amigos!

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

fimmtudagur, júlí 14, 2005

This is Reykjarvík calling :)

Stelpan er í topp feeling hérna í höfuðborginni eins og maðurinn sagði ... Legg af stað í langferð á morgun, yfir haf, fljúgandi ... til Hollands. Gvöð hvað ég hlakka bara til.
Btw þá getið þið ekki náð í mig í síma, sorry man ;) karlinn/síminn verður heima, en ef þið þurfið að ná á mig þá er það bara mailið :) gaman af því.
Ég vill samt fá fréttir af Ögurballinu, eins gott að fólk standi sig !! ;) og svo líka ef einhver skítur gerist ;) .... það er margt sem getur gerst á stuttum tíma!

En ég held að ég sé orðin nokkuð klár á því að fara út ... allt í orden ;) Gaman að segja frá því að þegar mamma og Clemens komu hingað til landsins þegar ég útskrifaðist þá fékk ég í hendurnar svona hollenskubók, fullt af setningum á holensku og svo þýddar á ensku, bara cool. En allavega þá var ég að fletta þessari bók og ég get sko alveg hözzlað í hollandinu að þessu sinni, á hollensku thank you very nice, með hjálp bókarinnar !!!
Fyrir þá sem hafa ekki heyrt mig segja það þá eru margir hverjir hollenskir karlmenn/drengir/strákar BARA fallegir :þ en allvega ... hözzlið ... nokkrar setningar hérna svona þegar hözzlið er að byrja ... :
Je hebt zulke mooie ogen = þú ert með svo falleg augu.
Je lacht zo lief = Þú brosir svo fallega.
svo nokkrar þegar leikurinn er kominn á annað stig :) ... :
Blijf je vannacht bij me ? : viltu vera hjá mér í nótt?
Alleen met een condoom : aðeins ef þú notar smokk (krjúsal atriði ;))
Svo eru leiðbeiningar um að panta hótelherbergi og ég veit ekki hvað og hvað ... þannig ég er ekki illa stödd lömbin mín, engar áhyggjur af stelpunni.
Ef þið farið að leggja leið ykkar út til Hollands þá er ég með fína bók til þess að leyfa ykkur að glugga í ;)

Ég veit ekki ... mér líður alveg fanta vel og get ekki logið neinu að ykkur sökum þess :)
smá prik í kladdann :
*Helga Guðrún fyrir að sigra fimm þrauta keppnina :) my honey bunny :*
*Sigurbjörg og Eva fyrir að vera cool í Rvk ;) með mér ....
*Mæsa fyrir að meika einveruna, engin ég, engin Eva og engin Dibba ;)
*Allir vinir mínir fyrir að vera vinir mínir :)
*Þið að nenna að lesa þetta ;)
*og ég ... fyrir að vera eins mikil hetja og ég er og láta mér líða svona BARA vel :)

Ekki sakna mín of mikið ... því ég kem aftur :)

Stuðbjörgin OUT :)

Örblogg

Ekta timarit sem finna ma a stofnunum rikisins. timaritid VERA fra arinu 1998, 4.tbl. meira ad segja!

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

þriðjudagur, júlí 12, 2005


Tad er fint og flott ad vera herna i hofudborginni !! Eg hlakka eiginlega bara til tess ad flytja mig hingad ... eg er eignlega barasta ordin 100% viss um tad ad eg komi mer hingad ;) hef bara gott af tvi. Tarf bara ad finna almennilega vinnu, tad aetti ekki ad vera mikid mal!  Posted by Picasa

mánudagur, júlí 11, 2005


tessi flottasta stelpa atti afmaeli i gaer, 10.juli !! litla systir er ordin 7ara ... tad tydir adeins eitt, eg er ad eldast ;) til hamingju med daginn, enn og aftur litla systir min, sendi ter koss og knus fra Reykjarvikinni!  Posted by Picasa

sunnudagur, júlí 10, 2005

10.júlí.....

.....shiturinn hvað þetta líður alltof hratt :o/

Er á 2/3 næturvaktinni núna :) Búin að vera virkilega fín vakt, er það svona oftast nær :) hehe
Spjallaði meira segja við Ingu Láru áðan og var það nú bara virkilega skemmtilegt :) Langt síðan maður hefur heyrt í kellu ;) Skemmtilegt að sama hversu langt líður á milli að við heyrum í hvor annarri getum við alltaf hlegið.....það er mikilvægt að hlæja, munið það!! :-D hehe

Er núna að vafra um alheimsnetið til að drepa tímann :)
Búin að læra ýmislegt skal ég segja ykkur;

- Vissuð þið að það voru rómverjarnir sem fundu upp frostpinnan?....Ef þið vissuð það ekki vitið þið það núna! ;) hehe

- Það er ómögulegt að hnerra með opin augun!

- Að hjarta konungurinn er eini konungurinn sem ekki er með yfirvaraskegg....Maður þarf greinilega að fara taka betur eftir smáatriðunum :op

- Krókódílar geta ekki rekið út úr sér tunguna.

- Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.....Guði sé lof :)

Líður ykkur ekki betur eftir að þið vissuð þetta? Mér líður allaveganna vel :)

Hef þetta ekki lengra í bili....... VitbornaVERAn kveður að sinni ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

E.S langar að óska Frk.Spánarfara góðra ferðar. Mun sakna þín óendanlega mikið og hlakka mikið til að fá þig heim eftir 2.mánuði :)

laugardagur, júlí 09, 2005

Örblogg

Oh my god! Kærleiksbirnirnir eru a stöd 2 nùna! :-P :-D :-D :-D :-D

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

Vaki-Vaki-Vaki.....Úje!!! :op

Já eins og glöggir lesendur geta sér til um þá ku ég vera á næturvakt :) Vííí
Fólk að tínast heim eftir djamm. Harkan í fólki segi ég nú bara :) og Mávar að leita sér að æti (ormum) hjá gamla sjúkrahúsinu....mikið líf mikið gaman á þessum bæ! :) hehe

Ég er búin að ákveða það að fara suður fyrstu helgina í ágúst :-D Hlakka ekkert smá til! Við "Lárus" ætlum að skella okkur í Blue Lagoon á laugardeginum, nudd og læti! :) hehe... Ætlum meira segja að vera Grand á þessu og fara út að borða :) Þetta verður æði-pæði! Svo er líka skemmtilegt að segja frá því að þetta verður í 2-skiptið sem ég fer til RVK á þessu ári!!! takk fyrir pent! 3-skiptið ef tekið er með millilendingu til og frá Akureyri! :) Enda skulu posarnir passa sig því ég mun eyða eins og ég fái borgað fyrir það! :) hehe....

Annars er ekkert að frétta af mér :op
Verð á næturvöktum alla helgina.....Úje! Magnað! :)
Svo er "litli"bróðir minn kominn til landsins, kom reyndar á fimmtudaginn :) Síðan ætlar strákurinn bara að koma vestur á sunnudaginn, saknar örugglega litlu systur sinnar svona mikið ;) hehe

Jæja hef þetta ekkert lengra í bili, Góða nótt/Góðan dag alle sammen ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

föstudagur, júlí 08, 2005

Örblogg

Tad fer ekki framhja manni tegar ferdamenn keyra oshlidina 40-50 km. hradi. takk fyrir pent

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jæja ... alvaran!

Já ... þá er alvaran loksins búin að koma sér inní hausinn á mér. Ég er loksins farin að hugsa að alvöru hvað ég ætla mér núna næstu mánuði og ár, hætt að grínast og djóka!! mikil ósköp hvað ég er hrædd við þessa alvöru... ekki veit ég afhverju, kellingin ég ;)
Hjólin eru allavega farin að snúast, orðum þetta þannig !!

Þrátt fyrir það að ég er ekkert að vinna, eins og er (veikindin eru að gera mig að aumingja!), þá er ég bara að fara að skella mér út til mömmu í næstu viku :):):) YEAH !! verð í viku... mikið gaman. Fínt að geta sólað sig og svona skemmtilegheit í Hollandinu :) Fékk svo gott tilboð á flugfari að ég bara varð :)
Þannig að ég er bara að fara suður á næstu dögum og svo er það bara Hollandið ...

... sæluhelgi á Suðureyri!! ha ?

mánudagur, júlí 04, 2005

Helgin

Já, það var aldeilis stuð á Stuðmönnum í gær ! öss ... klikka ekki, sem og ég á dansgólfinu :) Þetta er búið að vera fínasta fín helgi. Markaðsdagurinn var á laugardaginn, mikið lifandi skelfing er Auðunn Blöndal kynlegur (mín skoðun, mín skoðun) ;) hann boraði í nefið á mér, einhverrahlutavegna gat ég komið mér uppá svið ;) ég hefði samt verið meira til í að vera í sporum þeirrar sem fékk að rífa bringuhárin af honum... arg !

Ég fór í göngutúr áðan ... ekki frásögufærandi ... ég uppskar það eftir gönguna að hata kríur ennþá meira en ég hef gert áður, heimsku freku fuglar!

laugardagur, júlí 02, 2005

Góð nótt =)

Get ekki sagt annað en að þetta hafi verið góð nótt! =)
Kannski einum of róleg een það er reyndar gott mál af því að þetta er sjúkrahús..... aji þið skiljið alveg hvað ég á við ;)

Núna tel ég niður mínúturnar þar til ég fæ að skríða undir sæng, ætla samt ekki að sofa lengi. Bara fram að hádeigi. Maður má ekki missa af öllu húllem-hæinu í víkinni fögru :-D

Við mæðgunar (ég og tíkin ;)...) erum einar í kotinu um helgina. Eldra settið skellti sér í Flókalund (minnir mig :op ...) í sumarbústað og huggulegheit =)

Síðan annað kvöld er kveðju grill hjá Gunnu Dóru( stelpan er víst alveg 100% á því að hún fari til spánar..... isss finnst þetta ekkert sniðugt ;) ..) Síðan er Stuðmannaball + Hildur Vala í Víkurbæ! Nóg að gera kæru landsmenn nær og fjær (Allt í einu vefst það fyrir mér hvernig eigi að skrifa þetta orð, en ég læt bara slag standa...) =)

Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili......

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

föstudagur, júlí 01, 2005

"Sigurinn á sér marga feður, en ósigurinn er munaðarlaus."

Með öðrum orðum, fáir vilja taka ábyrgð á því sem miður fer. Málið er hins vegar að einungis með því að viðurkenna ósigra okkar, getum við lært af þeim og komið í veg fyrir að þeir endurtaki sig.

Langaði að deila þessu með ykkur. Finnst þetta flottur málsháttur, svo mikil viska ;) hehe
Blogga kannski í nótt, næturvakt.....YES! =)