Maginn minn hefur verið á hvolfi sl. daga! Djöfulsins ógeð *afsakaði orðbragðið*. Ég eyddi mestallri fyrrinótt að faðma klósettið og kasta upp öllu því sem vildi fara upp ... undir það síðasta var ég orðin smeik við að lifur og lungu færu en það slapp, fyrir horn! Ég var heima í gær og ætlaði sko að reyna að læra f. prófið sem er á föstudaginn úr því ég gat ekki hlunkast í vinnuna en nei ... ég gat það ekki, maginn leyfði það ekki. Ég gat ekki legið því þá var mér óglatt, ég gat ekki setið því þá svimaði mig og ég gat helst ekki gengið eða staðið því þá var mér bæði óglatt og mig svimaði, æðislegt. Ég harkaði þó af mér og fór í vinnu í dag, ég er nagli! Var ekki alveg að meika það, en hey .. ég er nagli.
Ég nenni ekki að tala um prófin og lærdóminn sem eru við það að drekkja mér því þá er ég ansi hrædd um að ég eyði annari nótt í að faðma klósettið.
Skrambi er ég stolt af mér þegar ég horfi yfir farinn veg þetta haustið! Eina sem setur strik í reikningin er sú staðreynd hvað ég hef hitt vini mína lítið, en það hljóta að koma tímar til þess að bæta úr því *Núna er ég bara að stríða örlögunum með því að segja þetta!!*
Reykjarvík á föstudaginn! Skemmtilegt ... tónleikar með Bjögga Halldórs á Laugardaginn SKEMMTILEGAST!!! ji hvað ég hlakka til. Ég get svo svarið það að ef Svala Björgvins kemur og tekur lagið með pabba sínum og syngur mitt uppáhalds ... þá fer ég að grenja. Það er og verður bara þannig. Ég læt ykkur vita hvernig það fer. Ég kem svo heim aftur á sunnudaginn! Stutt stopp í Reykjarvík, great. Ég fer svo suður aftur í janúar og verð í viku og næ þá kannski að eyða einhverjum peningum á útsölunum.
Eitt svona í lokin ... hvernig á maður að haga sér sem veislustjóri? Hvernig brandara á maður að koma með ? ... komið með komment.
miðvikudagur, desember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey þú þarna! Góðir vinir verða alltaf til staðar sama hversu busy fólk er og verður, það er bara þannig! Luv jú sickhousen mín, láttu þér batna ;*
Ég gæti ekki verið meira sammála Veru...svo er ekki svo langt í að ég komi heim og þá hangi á þér sko:)Bara svona láta þig vita af því svo þú getir undirbúið þig andlega:D hehehe Láttu þér batna stelpa og sjáumst MJÖG bráðlega!! Lots of luv....:*
-Karitas
Skrifa ummæli