En til þess að koma mér í gang og hita upp fyrir að svara spuringinum á prófi þá kasta ég þessum spurningalista hingað inn, þetta er víst að ganga í bloggheiminum í dag.
Dansað í rigningunni?
Holland sumarið 2006! Gott sumar og langþráð rigning.
Sagt brandara sem enginn hló að?
Já ... ótrúlegt en satt þá hefur það komið fyrir! Já ég veit, þetta er sjokkerandi
Verið sagt upp af kærasta/kærustu?
Já já ...
Sagt kærasta/kærustu upp?
Já.
Verið ástfanginn?
Þvílíkt!
Kelað í bíl:
Hver hefur ekki gert það spyr ég á móti?!
Grátið yfir bíómynd?
Já ... ég skammarst mín ekkert fyrir það!
Viljað eitthvað sem þú getur ekki fengið?
Auðvitað.
Notið ásta á ströndinni?
No komment!! en nei ...
Stolið úr búð?
Já ... Eplasvala fyrir alltof mörgum árum. Það sem maður var vitlaus og lét plata sig í.
Öskrað á gæludýrið þitt?
Já ... þegar það var ekki að hlíða mér þegar ég gargaði KOMDUUUUUU
Setið um einhvern:
Setið um einhvern? Hvað er það ... nei
Skammast þín fyrir fjölskyldumeðlim?
tja ... roðnaði stundum þegar ég var yngri þegar pabbi kom með einhvern brandara.
Verið með einhverjum sem var ekki einhleypur?
Nei.
Komið í sjónvarpinu:
Já.
Komið fram á sviði?
Svo oft að ég er ekki lengur viss hversu oft ég hef komið fram!
Mætt drukinn í skóla/vinnu?
Nálagt því ;)
Farið topplaus í sólbað?
útskriftaferðalagið... Benedorm
Sært einhvern tilfinningalega?
Já, já.
Verið særð tilfinningalega.
Já, já elskan mín góða!
Verið látin sitja eftir í skólanum?
Nei er það?1
Lent í bílslysi?
Já ... Óshlíð 16. júní 2001. Blessuð sé minning AJ.
Feikað veikindi til að losna við skólann?
Kannski :)
Verið handtekinn?
Nei.
Gert mistök?
Fjöldan allan af mistökum sem ég, sem betur fer, hef lært af.
Sungið vel?
ég tók nú þátt í Idolinu. Segir það ekki eitthvað. Ég komst reyndar ekki áfram, þarf það að koma fram?
Gengið á háum hælum?
Það kom með tímanum...
Guðbjörg.
6 ummæli:
Það verður skálað kl. 12:00 á morgun!
Gangi þér vel að lesa, þetta fer að verða búið.
-KristínÓlafsdóttir
HAHAHAHAH það er svo fyndið hvað ég heyri þig segja svörin:) sérstakt ;)
kem vestur með allt liðið 26.des. sjáumst þá væna hæna:) og gangi þér vel í síðasta prófinu;)
kv. Stebba
Mér er semsagt alveg að fara að verða leyfilegt að ónáða þig.....bara nokkrir tímar í það;) láttu vinsamlegast heyra í þér þegar þú ert búin í prófinu á morgun!! :)
-Karitas
Gleymdi.......blessuð sé minning AJ:) En kannski er bara til fólk Guggs sem er ekki svona "vilt" að kela í bíl:) LOL!!! :D
-Karitas
Karitas ég hef samband. Ég verð heima eftir prófið með litluna þar sem hún er veik :-/
Nefndu einhvern sem þú veist um sem ekki hefur kelað í bíl!! kannski ekki alveg á netinu, bara á morgun ;)
Kelað í bíl?
Það finnst mér ógeðsleg tilhugsun - en ég reyndar kela ekki, fusssss
Hlakka til að sjá nú vonandi framan í þig stúlka og vona (veit) að þú tætir þetta allt í þig.
Skrifa ummæli