sunnudagur, desember 09, 2007

Svekkjandi!!

Vá ég var búin að blogga þessa fínu færslu eeeen nei ég eyddi henni á einhvern hátt. Jáh ég er snillingur af verstu gerð...

Við mæðgur komum heim í dag eftir nokkra daga dvöl í höfuðborginni. Ágætis ferð. Móðir nýtti tímann sko vel, það fer ekki milli mála. Verslaði frá sér allt vit og gott betur en það... Undur og stórmerki gerðust í borginni í þessari ferð. Vera Dögg Snorradóttir hóf aksturs feril sinn þar á bæ! Já stelpan keyrði um allt eins og ekkert væri. Og í mínu tilfelli er það sko meira en að segja það. Bjóst aldrei við því að keyra fyrir sunnan. Svo gerið bara grín að mér. En ég er STOLTUST!! :)

Hitti útlendingana í gær, Karitas og Hemma. Kíktum í Kringlunna í gærdag. Iss það var svo lítið af fólki þarna að maður leið eins og Palli var einn í heiminum...NOT!! Vá margmennið sem var þarna. Þetta var litla sveitastelpna EKKI að fíla, ónei... Fórum til ammeríku því Hemmi var svo illalyktandi og þurfti að fara í sturtu ;) Síðan var farið á Stælinn að borða...Mmm....namminamm... Síðan í Smárann í bíó á Heartbreak Kid, ágætist mynd en ekkert meira en það!

Mæsan farin að blogga aftur, æði! Tékkið á því...

Engin ummæli: