Smá pása frá lærdómnum..
Heima hjá mér er allt frekar gamalt. Mér finnst það meiri stemmari, það ríkir svo mikil "saga"/"menning" yfir öllu.
Ég skal gefa ykkur smá dæmi og útskýra aðeins betur hvað ég meina;
Þessa hillusamstæðu áttu foreldrar mínir í sinni búskapartíð, pabbi hélt samstæðunni þegar þau skildu. Hún átti að fara á haugana þegar við fluttum úr Ljósalandi 2, þá pantaði ég hana pent og vildi láta geyma þetta fyrir mig og það var gert. Áður en mamma og pabbi eignuðust hillusamstæðuna átti Magga Lilja frænka hana ... þannig að þessi vina hefur farið víða!
Það sést einnig glögglega að ég á ekki flatskjá né heimabíó. Ég þarf ekkert svoleiðis, þó svo að það sé á 6 mánaðaplaninu og kaupa einhverjar græjur.
Flotta sófasettið mitt! Ég var nú ekki mjög sátt við það í fyrstu en það venst,það er svo kósí. Bæring frændi keypti það árið sautjánhundruð og súrkál!!! Hann keypti sér nýtt sett fyrir nokkrum árum og ég fékk þetta gamla. Töff?
Lampinn er ekta gamaldagslampi ekki satt? Skermurinn er úr kindaskinni sem var víst mjög vinsælt hér á árum áður. Lampinn er kominn frá ömmu og afa Gunnars.
Stólinn sem sést mjög takmarkað þarna útí horni er frá mömmu og pabba Gunnars (við fengum 2 svona stóla), mér finnst hann bara flottur!
Sófaborðið sem stendur svo tignarlega þarna á miðri mynd hirti ég í Skálavík, reyndar hafði það verðið í kjallaranum á Holtabrún 12 þegar pabbi keypti það hús. Ég pússaði það upp, leyfði því að þorna vel og málaði það síðan svart með þakmálningu!
Allt eru þetta hlutir með sögu.
Ég fékk þessa kirkju í jóla/afmælisgjöf frá móðurbróður mínum árið 1998 (það eru næstum því 10 ár síðan!! váá). Ég held mikið uppá þetta jólaskraut mitt vegna þess hve mikið hún minnir mig á kirkju okkar bolvíkinga, Hólskirkju, er einhver sammála?
Þar sem ég er líka alveg að detta inn í jólafrí og er orðin nokkuð klár á 9 kennsluaðferðunum, atferlishyggju, hugsmíðahyggju, hvað Pavlov gerði, Dewey og þeir karlar og hvaða rannsóknir og kenningar hafa verið settar fram um nám og kennslu barna þá langar mig að setja fram nokkrar hugmyndir á jóla/AFMÆLISgjafa lista
*Úlpa / kápa ... nice
*Snjóbuxur (til hvers samt ... hvar er snjórinn?)
*Bækur ... alltaf gott að fá bók.
* DVD (kvikmyndir/þáttaraðir)
*Glingur. ("Ég er geðveik með glimmer" ;))
*Kort í Studio Dan ... nice
* Eitthvað til heimilisins
*Dekur ... NICE
*Ferðaávísun
*Ná öllum prófunum (en það var og er undir mér sjálfri komið)
*Mér finnst alltaf gaman að fá jólakort... ég takmarkaði minn jólakortalista samt all verulega þetta árið. Eeennn leiðinlegt.
*En bara svo það sé á hreinu þá elska ég það að láta koma mér á óvart :D
Annað var það held ég ekki.
Eru ekki allir alveg örugglega búnir að kaupa jóla/afmælisgjöf handa mér? ;) hehe ...
Eru ekki allir alveg örugglega að ná því að ég eigi bráðlega afmæli ... þann 24. des.
Talandi um afmæli!!!!
Hann Hemmi krútta pútt átti afmæli í gær þessi elska!!! Til hamingju með daginn í gær Hemmi. Love you ... knúsa þig later.
Kveðja,
Guðbjörg ... nám og kennslu:inngangur / náms og þroskasálfræði / ritun upplýsingatexta, samskipti og upplýsingatækni fræðingur.
þriðjudagur, desember 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mér finnst þetta trúttlett:) ánægð með að sjá borðið úr Holtabrúninna þarna svona fínt:) oooog auðvitað man ég hvenær þú átt afmæli lambið mitt... hvernig gæti maður gleymt því:) sjáumst fljótlega.....
kv. Stebba líffæra-, lífeðlis- kennslu- og þjáffræðingur, klifurmeistari og handboltakennari:)
TIL HAMINGJU MEÐ PRÓFLOKIN - aldrei að vita nema maður komi með smá afmælisgjöf - innflutningsgjöf.. Ef svo er þá veit ég hvað ég á að kaupa ;)
Skrifa ummæli