mánudagur, desember 03, 2007

ha! ha! ha!

Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.

"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að borga heilann."

Ættingjarnari sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra; "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund"

Allir ættingjarnar urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að; "Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari? "

Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta venjulega verð sems sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir!!!"

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

LoLari

Nafnlaus sagði...

jæja þetta var bara ég:) kv. Stebba:)

Nafnlaus sagði...

díses þetta kommentakerfi... fyrst var komment frá mér en ekkert nafn og því til útskýringar ætlaði ég að setja þetta komment að ofan... svo bara fór hitt þannig að útskýringar kommentið stóð þá bara eftir... mjööög spes... en til að gera langa sögu stutta þá fannst mér brandarinn góður:)
Bið að heilsa vestur. kv. Stebba

Nafnlaus sagði...

Góður þessi..... Minn er mikið notaður :)

Kv. Berta