föstudagur, desember 28, 2007

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð elskurnar

Það er enn verið að fara yfir umsóknir á "uppboðinu" á henni Veru minni. Við erum komin með grundvöll fyrir því að það er áhugi fyrir henni í röðum karlmanna hér á svæðinu þannig... þið verðið að gefa okkur smá séns í að fara yfir þetta allt saman.

Hér á Ljósalandinu var haldið heljarinnar afmælis- innflutningspartý sem hófst og endaði vel, rosalega vel :) ég er allavega mjög ánægð með kvöldið og þakka enn og aftur kærlega fyrir mig og þakka fyrir samveruna. *Skál* Gunnsi minn kunni ágætlega við sig í hlutverki gestgjafans og stóð sig með stakri prýði.

Jólin voru hátíðleg hjá mér og mínum. Litla fjölskyldan var hjá pabba og co. á Holtabrúninni. Margrét okkar fékk mikið af fallegum gjöfum sem við foreldrarnir fengum að mestu að taka upp þar sem hún hafði ekki mikinn áhuga á þessu öllu saman, sat bara úti í horni og pússlaði :). Ég fékk margt fallegt og fínt. Gunnsinn minn gaf mér útivistarföt :):) úlpu og snjóbuxur, nice :* Svo fékk ég spil, cd, bók, eldhúsáhöld, verkfæratösku bleika btw, rúmföt (nice), náttföt, rauð- og hvítvínsglös, kertastjaka, pipar og saltstauka, uppskriftarbók, skart og margt, margt fleira.

Annar í jólum djammið fór betur en áhorfðist! Ég og Vera byrjuðum hérna heima og fórum svo í góðum félagsskap inneftir á Edinborgarhúsið á ball!!! Nice ...
Þetta kennir manni að spila eftir eyranu, ekki hlusta á veðurfréttamenn hvað þá að láta veðrið að spilla fyrir sér en umfram allt spila eftir eyranu ;)

Það er margt framundan hjá mér og mínum á nýju ári. Rosalega góð byrjun á árinu að mér finnst ... ég er farin að hlakka til. Ég byrja árið á að skella mér suður til Reykjarvíkur í skólan og verð í höfuðborginni í viku og verð umkringd endalaust skemmtilegu fólki.
Frægasta og ef til vill umdeildasta þorrablót landsins verður um miðjan janúar og ætla ég vitanlega að skella mér á það, ég verð ekki húsmóðir með húsmæðrum nema bjóða mínum manni á þorrablót!
Febrúar lítur nokkuð vel út, þorrablót bolvíkingafélagsins er þann 15. ef ég man rétt og kitlar það svolítið að skella sér. Ég og Berta (+mennirnir okkar) vorum að enda við að panta okkur miða á Jesus Christ Superstar þann 29. febrúar ... erum við eitthvað að ræða það eða?! Ég er síðan að fara í fermingu þann 2. mars svo má ekki gleyma jeppaferðinni sem verður haldið í þann 6. mars ef ég man rétt, ég vona að það fari að koma í ljós hvort verði farið eða ekki. Ég og Gunnar munum þá rétt ná afmælisdegi dótturinnar númer 2 þann 9. mars vegna þess að þá verðum við að renna í hlað úr jeppaferðinni (ef ekkert stórvægilegt gerist).




Svo er það auðvitað bara ég, Grunnskóli Bolungarvíkur, Kennaraháskóli Íslands, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Már Jónsson og Ljósaland 13 auk vina og vandamanna sem munu eiga hug minn allan á nýju ári (samt ekki endilega í þessari röð ;)).

Ég mun kveðja árið 2007 í góðum hópi hér á Ljósalandi 13! Ég hlakka til.

Ég vona að þið hugsið til þess hvað við erum mörg heppin að vera í kringum ástvini okkar yfir hátíðirnar og þurfum ekki að upplifa sorgina (sama hvernig hún kemur okkur fyrir sjónir) á þessum tíma. Ég var minnt á það um daginn með góðu raunveruleikatjékki eins og einhver kallar það hvað ég hef það gott. Góður maður, prestur, var einn af þeim sem kom mér til þess að hugsa um það. Þegar ég leyfði mér að hugsa um orð prestsins með 100% athygli í kollinum þá grét ég. Mikið lifandi skelfing hvað ég grét!! Ég vildi að ég hefði orð hans skrifuð niður á miða hérna hjá mér en orð eins og: "að gleðjast tekur sinn tíma, að syrgja tekur sinn tíma, að lifa tekur sinn tíma, að deyja tekur sinn tíma ..." fengu mig til þess að hugsa og pælingar hvað lífið getur komið okkur á óvart. Ef einhver kannast við þessi orð sem ég ritaði hér að ofan þá má sá hin sami láta mig vita hvar þau eru að finna.
Ég þakka Guði fyrir hvað ég hef það gott og hve vel hann hefur farið með líf mitt þó auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið á annan veg en í raun gerðist. Þó foreldrar mínir eru skilin og ég sé ekki mömmu mína á hverjum degi þá hugga ég mig við það að ég get talað við hana í síma þegar ég vil ... báðir foreldrar mínir eru á lífi. Hefðu foreldrar mínir ekki skilið ætti ég ekki Önnu Margréti litlu systur, ég ætti ekki Helgu Guðrúnu litlu systur og ég ætti ekki eldri bræður þá Halldór og Hjört (mig dreymdi alltaf um stóran bróður þegar ég var yngri. Eldri systur mínar ... ekki móðgast;)) Öll systkini mín, hálf og fóstursystkini mín eru mér öll kær og ekki glíma þau við mikla efriðleika í sínu lífi. Ég eignaðist 100% heilbrigða dóttur sem er himnasending frá guði. Ég á trausta vini sem ég veit að ég get treyst. Ég hef kynnst nýju fólki, eignast annað heimili í útlöndum, lært nýtt tungumál og kynnst fullt af nýju fólki. Ég gæti haldið endalaust áfram. En ég er sátt og þakka fyrir mig og mitt á hverjum degi.
Elsku fólk ... ég er ekki að rita þessi orð í einhverju væmni- þunglyndiskasti heldur í fullri alvöru því ég vona að ég sé ekki sú eina sem geri mér í raun og veru grein fyrir því hvað ég hef það gott og við flest öll.

Kveðja frá Guðbjörgu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Guðbjörg, þetta eru fallegar hugsanir og sannar. Aldrei lokast dyr án þess að gluggi opnist -og oftar en ekki verða nýjar og óvæntar aðstæður til þess að við sjáum lífið í nýju (og betra?) ljósi.

Annars óska ég ykkur fjölskyldunni (og öllum þeim fjölmörgu Bolvíkingum sem lesa þessa síðu) gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

p.s. með þessari færslu minntiru mig á hið árlega þorrablót Bolvíkingafélagsins. Hvernig er það, mega Bolvíkingar einsog ég mæta ? Mig langar sko.. :)