föstudagur, febrúar 09, 2007

Vandró ...

... ég var á Ísafirði um daginn, verslaði svolítið ... á útsölu, en ekki hvað ;) any who, þegar ég kom út með tvo poka í annarri hendinni og stelpunna í fanginu arkaði ég mjög ákveðnum skrefum að bílnum mínum sem ég lagði á bílastæðið við hliðina á Hamraborg. Ég opna hurðina á bílnum og er að henda pokunum aftur í þegar ég fer að horfa í kringum mig sé ég þá að það er kominn auka barnabílstóll aftur í við hliðina á stólnum hennar Margrétar minnar. Það fyrsta sem kom uppí kollinn á mér var: " aji ... kommon, er einhver að grína eða var einhver svo kjánalegur að planta þessum stól í vitlausan bíl!?" Þegar þessi hugleiðing fór í gegnum kollinn á mér rak ég augun í þessa líka bleiku tösku í framsætinu, ég á margt bleikt ... en svona bleika tösku mundir ég segja nei takk við. Þannig þá komst ég að því að það var ég þessi kjánalega, ég var stödd í vitlausum bíl!!

Smá glens og grín svona á föstudegi!!

Líf og fjör ....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHA wow Ekta Ísafjörður að hafa bara bílana sína opna ;) Því þori ég ekki lengur eftir að búa hér í RVK,

ég myndi læsa bílnum fyrir utan hamraborg þó ég væri bara að skila spólu og hlaupa útí bíl aftur! haha

Vera sagði...

LOL...!

Nafnlaus sagði...

hahaha góður!

Lenti í þessu líka einu sinni, var á bláa súbbanum hjá mömmu og pabba, legg f. utan hamraborg - hleyp inn og skila spólunni, var á einhverri hraðferð, dríf mig út, sest upp í annan bláan station bíl og ætla að fara að setja lyklana í, nei af hverju var sætið svona langt frá stýrinu? Hmm... leit í kringum mig og þá var innréttingin og áklæðið í bílnum allt öðruvísi... Vitlaus bíll...


vaaaaandró :D hahaha