þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Hmm

Eru stelpur meiri tilfinningaverur en strákar?

Er búin að vera velta þessu fyrir mér undanfarið, er þetta kynjabundið eða fer þetta eftir persónunni?

Bróður mínum finnst gaman að horfa á stelpu/rómantískar myndir með mér eða þætti sem koma svona "gasph" og "awwww" "omg!" moment. Hann er kannski ekki beint spenntur fyrir myndunum þannig séð, honum finnst bara gaman að fylgjast með mér og hvað ég lifi mig inn í momentið í myndinni/þættinum. Sjá svipbrigðin. Ég viðurkenni það alveg að ég lifi mig oft rosalega inn í þætti/myndir og gleymi stað & stund. Stundum er það einfaldlega miklu betra. Ég dreg sængina/teppið þegar vandró moment eiga sér stað. Eru allar stelpur þannig? Gera strákar þetta líka?

En það þarf ekki endilega að vera rómó myndir eða þættir sem ég lifi mig inn í/gleymi mér. Ég man nú hérna í denn (hjá ég er orðin svo gömul! ;)...) þegar við, bekkurinn, vorum að horfa á gamla upptöku af bekkjarkvöldi og á spólunni var verið að klappa sum sé eftir eitthvað atriði man nú ekki hvað það var. En ég man að ég fór að klappa (jáh ég er og verð ávalt lúði), þetta var alveg ósjálfrátt. Að sjálfsögðu situr þetta í mér (minninu) því þetta var mega vandræðilegt og ég hélt ég myndi deyja úr skömm.....en í dag hlæ ég bara þegar ég hugsa til baka. Því í dag er ég svo þroskuð (right...!?!)......haha....

Hef komist að því að lífið er svoldið sniðugt og minningar sem maður taldi eitt sinn vera slæmar eru það ef til vill ekki lengur eftir x-tíma. Því þegar maður lítur til baka virðist margt vera svo ómerkilegt sem var alveg stór mál hér áður.

Hef líka áttað mig á því að þótt maður telji sig vera með allt á hreinu, kemur lífið manni sífellt á óvart. Fólkið sem er í lífi manns er sífellt að koma manni á óvart. Maður lærir svo lengi sem maður lifir....það er sko greinilegt....


That's all folks...
Vera, blendnar tilfinningar, Snorradóttir.

3 ummæli:

Tinna sagði...

Vá Vera, ég er alveg eins! Fannst eins og þú værir bara að skrifa um mig! Ég vil helst skríða undir teppi eða bara skipta um stöð ef eh vandró er að gerast :)

Vera sagði...

haha...gott að það eru fleiri svona skrítnir eins og ég - skipti einmitt líka um stöð þegar eitthvað super vandró gerist :op tíhí

Nafnlaus sagði...

Jah ... ég get til dæmis ekki horft á eitthvað spennó niðri, ég verð alltaf að fara upp sérstaklega ef prison brake er ;)