... ég þoli það stundum ekki! Ég er t.d. búin að vera í því að afla mér upplýsinga, á netinu, fyrir verkefni sem ég á að skila fljótlega í skólanum. Allt gott og blessað með það, nema hvað að þegar ég byrja á því að fara á helstu leitarsíður háskólanema þá man ég alltaf eftir einhverri heimasíðu sem er algjör nauðsyn að kíkja á, svo ég tali nú ekki um það ef ég sé einhvern spennandi link á einhverri síðunni!! Það að finna bækur, heimildir og svona er búið að taka mig um einn og hálfan tíma ... ég get sagt ykkur það að ég er ekki komin á neitt svakalegt flug í verkefninu, sem snýst mikið um það að fjalla um hinar ýmsu kenningar, uppeldisstefnur og aðferðir. En á þessum 1 og 1/2 tíma hef ég fundið alveg fullt af hlutum sem skemmtilegt væri að eiga, fullt af æfingum sem nauðsynlegt er að gera uppá línurnar og ég veit ekki hvað og hvað. Yes ...
Ég er ekki á neinni svakalegri ferð að rita niður svör við verkefninu, en ég er komin með svakalega góð, að mér finnst, erendi við lag fyrir Grunnvíkinga þorrablótið sem ég er í skemmtinefnd fyrir, þannig ég er góð.
Á meðan að á þessun "lærdómi" mínu hefur staðið hef ég líka verið að pæla í því að skella mér suður síðustu helgina í febrúar, hversu töff væri það?
Það er alveg merkilegt hvað ég get verið dugleg að fara að gera eitthvað allt annað þegar ég á að vera að læra. Ég hugsa að það væri nær að einbeita sér og taka sjálfscontrolið í gegn og læra !!! Ég fer í það ... áður en ég ákveð það að fara bara að sofa.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli