... það er alveg rosalegt hvað það er gott veður!! Ég þarf að hafa mig alla við það að sitja fyrir framan tölvuna og námsbækurnar og einbeita mér því hugurinn er úti, uppá fjöllum á skíðum og snjósleða, ég þarf að halda niðrí mér andanum til þess að vera kyrr hér inni að ljúka þessu blessaða verkefni eða ritgerð!! Ég gæti trúað því að þetta muni enda þannig að ég verði vel pirruð á þessu öllu saman, að hanga svona inni. En hvað um það, ég á ekki að vera kvarta.
Ég mun dusta rykið af söng- og leikhæfileikum mínum á laugardaginn því þá verð ég á sviði félagsheimilisins í Hnífsdal að skemmta Grunnvíkingum. Það verður rosalegt stuð!!
Íbúaþing hérna í Bolungavíkinni á laugardaginn, á maður ekki að láta sjá sig??
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jæja ætli maður verði ekki bara að hrósa þér líka með þetta blogg ?:D
En allavega klassa síða ;D
Skrifa ummæli