Mig langar svo oft að setjast niður og rita merkilega færslu. Svona flotta bloggfærslu. Sem er skemmtileg en í senn fræðandi og fær mann til að hugsa. Svoleiðis andi sest sjaldan að hjá mér. Kannski 1-2x á ári og þó, varla svo oft.
Ég er ekki beint þessi týpa sem get skrifað um mínar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Veit ekki afhverju. Ætli það sé ekki einfaldlega hræðsla. Hræðsla yfir því að vera dæmd/ritskoðuð/gagnrýnd.
Afhverju er maður svona gagntekin yfir því hvað öðrum finnst. Afhverju hafa skoðanir annarra svona mikil áhrif á mann? Maður segir að svoleiðis hlutir hafi ekki áhrif á mann, en það er ekki satt. Það er akkúrat slæmu athugasemdirnar sem sitja eftir. Afhverju situr alltaf þetta slæma í manni?? Þó það sé sagt 100 góðir hlutir á móti einu slæmu, þá stendur þetta slæma á toppnum og hangir yfir manni eins og skuggi af svörtu skýji......
Ég er ekki beint þessi týpa sem get skrifað um mínar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Veit ekki afhverju. Ætli það sé ekki einfaldlega hræðsla. Hræðsla yfir því að vera dæmd/ritskoðuð/gagnrýnd.
Afhverju er maður svona gagntekin yfir því hvað öðrum finnst. Afhverju hafa skoðanir annarra svona mikil áhrif á mann? Maður segir að svoleiðis hlutir hafi ekki áhrif á mann, en það er ekki satt. Það er akkúrat slæmu athugasemdirnar sem sitja eftir. Afhverju situr alltaf þetta slæma í manni?? Þó það sé sagt 100 góðir hlutir á móti einu slæmu, þá stendur þetta slæma á toppnum og hangir yfir manni eins og skuggi af svörtu skýji......
?kannski er þetta bara ég?
1 ummæli:
Vá ... Vera ... ég var akkúrat að pæla í þessu, þarna með gagnrýnina og það þegar ég var enn á msn í gærkv. ég reyndi að henda í einhverja færslu en eyddi henni alltaf jafn óðum svo þegar ég sá þína færslu núna áðan, þá bara what?! setti ég færsluna á bloggið?
En maður er áhrifagjarn, það er mín skoðun ... maður vill ekki vita til þess að einhver "þoli" mann ekki eða "hati" mann vegna skoðanna sinna, það er bara þannig ... allavega finnst mér það. Við ættum kannski að taka þann sið upp hérna á blogginu og skrifa um það sem okkur finnst og segja fuck you við þá sem eru að bögga okkur yfir því ;) haha ...
En maður á að hugsa, ef ég er sátt við mig og þarf ekki að bæta sjálfa mig að mínu mati, þá er ég góð.
Skrifa ummæli