...........þegar maður á að vera að læra fer maður að gera eitthvað annað!
Ég á að vera lesa The Great Gatsby – again. Því, jú, stelpan er að fara í lokapróf í ensku á morgun! Sjæsen ég er ekki að trúa þessu, að önnin sé að ljúka að ég sé kannski að fara að útskrifast! Að árið sé að verða búið!!!!!
Það er svo margt búið að ganga á undafarið að ég hef einhvern vegin ekki náð að fylgjast með tímanum. Á hann ekki líka að vera afstæður?
Ég er búin að vera djúpt hugsi undan farna daga....
Næsta ár verður betra en það sem er að ljúka, ég held það. Ég finn það! Margt sem stelpan er með í poka horninu sem tíminn (jáh, hann hefur svei mér þá mikil völd) mun aðeins leiða í ljós!
En flest öll plön mín snúast í kringum eitt, einn hlut. Sem er stór áfangi í mínu lífi. Stúdentinn! Ef allt gengur eftir óskum mun ég setja upp hvítan koll 20.desember í kirkjunni á Ísafirði! Gleðigleði eins og vinkona mín myndi segja ;)
Tel mig vera þroskaðri en þegar árið hófst, ég hef lært að lífið er ekkert alltaf dans á rósum, maður ÞARF að vinna fyrir því sem maður vill, ef maður í raun og veru vill það. If you want something you have to go and get it! Ég hef lært það að ég þarf að læra að tjá mig betur.
Misskilningur er hræðilegur hlutur! Það er nokkuð sem ég hef komist að á síðastliðnum dögum. Maður getur misskilið hið einfald og flækt það ótrúlega! Sorglegt að missa eitthvað sem er manni kærast fyrir hluti eins og misskilning og tjáningaleysi. Leiðinlegt að vita til þess að þegar einhver þarfnaðist mann sem mest var maður ef til vill of upptekin í sínum eigin þörfum að maður sá ekki “kallið” :o/
Einnig er sorglegt að vita að fólk gefst stundum bara upp. Merkir það þá ekki áhugaleysi? Ef þú vilt eitthvað nógu heitt, berstu þá ekki fyrir því? Eða lifi ég bara í draumaheimi?
En lífið er skrítið, ég mun aldrei botna í því – sem er örugglega bara gott....
Maður lærir svo lengi sem maður lifir......
......og talandi um lærdóm; best að snúa mér aftur að mínum!!!