fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Afhverju...........

...........þegar maður á að vera að læra fer maður að gera eitthvað annað!

Ég á að vera lesa The Great Gatsby – again. Því, jú, stelpan er að fara í lokapróf í ensku á morgun! Sjæsen ég er ekki að trúa þessu, að önnin sé að ljúka að ég sé kannski að fara að útskrifast! Að árið sé að verða búið!!!!!

Það er svo margt búið að ganga á undafarið að ég hef einhvern vegin ekki náð að fylgjast með tímanum. Á hann ekki líka að vera afstæður?

Ég er búin að vera djúpt hugsi undan farna daga....

Næsta ár verður betra en það sem er að ljúka, ég held það. Ég finn það! Margt sem stelpan er með í poka horninu sem tíminn (jáh, hann hefur svei mér þá mikil völd) mun aðeins leiða í ljós!

En flest öll plön mín snúast í kringum eitt, einn hlut. Sem er stór áfangi í mínu lífi. Stúdentinn! Ef allt gengur eftir óskum mun ég setja upp hvítan koll 20.desember í kirkjunni á Ísafirði! Gleðigleði eins og vinkona mín myndi segja ;)

Tel mig vera þroskaðri en þegar árið hófst, ég hef lært að lífið er ekkert alltaf dans á rósum, maður ÞARF að vinna fyrir því sem maður vill, ef maður í raun og veru vill það. If you want something you have to go and get it! Ég hef lært það að ég þarf að læra að tjá mig betur.

Misskilningur er hræðilegur hlutur! Það er nokkuð sem ég hef komist að á síðastliðnum dögum. Maður getur misskilið hið einfald og flækt það ótrúlega! Sorglegt að missa eitthvað sem er manni kærast fyrir hluti eins og misskilning og tjáningaleysi. Leiðinlegt að vita til þess að þegar einhver þarfnaðist mann sem mest var maður ef til vill of upptekin í sínum eigin þörfum að maður sá ekki “kallið” :o/

Einnig er sorglegt að vita að fólk gefst stundum bara upp. Merkir það þá ekki áhugaleysi? Ef þú vilt eitthvað nógu heitt, berstu þá ekki fyrir því? Eða lifi ég bara í draumaheimi?

En lífið er skrítið, ég mun aldrei botna í því – sem er örugglega bara gott....

Maður lærir svo lengi sem maður lifir......

......og talandi um lærdóm; best að snúa mér aftur að mínum!!!

mikið að gera maður!!

obobobobob !! Það er mikið að gera á þessum bænum, svei mér þá.
*Margrét, litla dóttirin, er farin að tjá sig á mannamáli!
*Margrét, litla dóttirin er farin að skríða.
*Ég þarf að gera verkefni f. 10. des.
*Ég þarf að gera annað verkefni f. mánudag.
*Ég þarf að gera STÓRA ritgerð fyrir 4. des.
*Það er íslensku próf þann 6.des.
*Ég ætla svo að skella mér á jólahlaðborð þann 2.des. ásamt Gunnari mínum :*
*ekki má gleyma því að jólin eru að fara að bresta á
-Jólagjafa kaup
-Jólakorta skrif
-Jólaskreytingar
-Jólabakstur
*Og svo vil ég benda fólki á það að það er full time job að vera mamma!
*Svo er ég að kenna og þrífa
Segið svo að ég sé ekki dugleg og sé bara að slaka á ;) haha....

Það er nóg að gera á þessum bænum. Hvað er að mér? Af hverju er ég að blogga þegar það er svona mikið að gera og ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað, til dæmis LÆRA !!!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ma chienne, Hekla....


J'aime ma chienne. Elle fait ma vie de valant de vie. N'a pas su qu'un animal pourrait faire une personne si heureuse! Elle me vient toujours, agitant sa queue. Toujours heureux de me voir. La dose pas importe si je suis heureux ou triste. Elle est toujours là. Elle m'aime inconditionnellement! :) :*

Jerimías og jólaskór....

Úti í Danmörku og eflaust fleiri löndum eru menn byrjaðir að nota 2 lyf til þess að nauðga konum. Annað heitir Rohypnol og er svo kallað "nauðgunar lyf" og virkar þannig að manneskjan sem tekur það inn verður mjög sljó og man yfirleitt ekki mikið, ef eitthvað, eftir því sem gerist á meðan áhrifin standa.

Hitt heitir Progesterex og er lítil pilla sem fæst hjá dýralæknum og er frekar auðvelt að nálgast þetta lyf. Þetta lyf er notað til þess að gelda hross. og þetta nota nauðgarar til þess að barna ekki stelpurnar sem þeir brjóta á. Versta við þetta allt saman er að hver kvenkyns vera sem tekur þetta lyf getur aldrei eignastbörn eða afkvæm!!! Verkunin af lyfinu er varanleg!!!

Þessi lyf eru sett út í drykki hjá stelpum og leysast lyfin mjög fljótt upp!!! Þannig að stelpur mínar í guðana bænum passiði drykkina og passið upp á ykkur sjálfar!!

(Fékk þetta sent í e-mail, það er sko þess virði að passa sig. Maður veit aldrei!)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Þú veist að það er árið 2006 ef.....

1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn til að taka eftir að það vantar númer fimm.
10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
EF þú féllst fyrir þessu ... Aha ekkert svona ! Þú féllst fyrir þessu??

[jii hvað ALLT getur verið skemmtilegra en að læra :) hehe...]

Gamalt, gott og skemmtilegt


Þessar eru flottar, klikka aldrei .. Ég og Helga Guðrún

Þessi mynd klikkar aldrei, arga garga :)

Ég og Ásta Björg að maskaGunna Dóra, Símon og einhver herramaður í grillveislu/partýi hjá Svölu og Bertu á Völsteinsstrætinu.

Verið að maska ... enn og aftur. Benni frændi, Ellý systir og ég í gervi Svínku prúðuleikara :)
Þarna er mamma ... með mig innanborðs :)Pabbi töffari með myndavélina.. hann á nú verulega nettari vél ;)Ég og Karitas að gera gíða hluti á kajak. Það má sjá Jónínu og Birnu fyrir aftan.
Á skátamóti ... Berta og gydjunar.Á leið til danaveldis ... 10.bekkur Grunnskóli Bolungarvíkur

Ég gæti haldið endalaust áfram að setja inn myndi hérna ... gamlar og góðar myndir :) það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og fólk breytist og þroskast. Snilld !!!

mánudagur, nóvember 27, 2006

...Ef lífið væri bíómynd - hvernig yrði lagalistinn þinn?

Svona virkar þetta:
1. Opnaðu lagasafnið þitt (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, o.s.frv.)
2. Ýttu á uppstokkun (shuffle)
3. Ýttu á spila
4. Skrifðu nafnið á laginu og listamanninn hjá hverri spurningu
5. Þegar þú færð nýja spurningu ýttu þá á næsta lag
6. Ekki svindla og þykjast vera töff…

Þetta er lífið mitt.........
Opnunaratriði: My Immortal - Evanescence
Þegar þú vaknar: We are the Champions - Queen.
Fyrsti skóladagurinn: Dead In The Water - David Grey
Að verða ástfanginn: Í Fylgsnum Hjartans - Stefán Hilmarsson.
Slagsmálalag: Blöndóslöggan - Pönkbandið Fjölnir.
Að hætta saman: Gimme Gimme Gimme (After Mix) - Vanguarde
Árshátíð: Constellations - Jack Johnson.
Lífið: Blame It On The Watherman - B*Witched.
Andlegt áfall (taugaáfall): Á kvöldin er ég kona - ABBABABB.
Að keyra: Freak of Nature - Anastacia.
Afturhvarf (Flashback): When I'm With You - Simple Plan.
Að taka aftur saman: (Ást) Við fyrstu sín - Friðrik Ómar Hjörleifsson
Brúðkaup: I Can't Wait To Meetchu - Macy Gray
Fæðing barns: Pieces Of Me - Ashlee Simpson
Lokabarátta: Okkar Nótt - Sálin hans Jóns míns.
Dauðaatriðið: Getting Away With Murder - Papa Roach
Jarðarfararlag: Pittsfield - Sufjan Stevens.
Lokalag (credit listi): Kærlighed ved forste hik.

Skora á sem flesta að gera þetta! Ekkert smá skemmtileg afþeying - sérstaklega þegar maður á að vera að læra :)

smá svona...

... Hjörtur sveitavargur, ég legg þessa tillögu við þig þar sem þú ert nú að vinna í Snerpu. Ég mæli með því að þið skiptið um lag í símanum þegar maður er á "hold" :) Manni finnst maður sé sýra í sýrulandi þegar maður bíður í símanum. Þakkaðu svo hverjum þeim sem lagaði tölvuna mína ... það er eins gott að hún sé í góðu standi ;)

Svo vil ég bara benda fólk á það að næla sér í lykilorðið að AÐALMYNDASÍÐUNNI . Við stöllur erum orðnar alltof varar við það að fólk sem við þekkjum ekki bofs and so on eru að skoða myndirnar okkar, sem eru ætlaðar okkur, ykkur vinum okkar og kunningjum sem og ættingjum. Hafið bara samband við okkur. okei honey ?!
Annars er ég bara að fara í vinnuna, kenna þessum blessuðu börnum!! ví ví ...

föstudagur, nóvember 24, 2006

Stöð 2...!!!!!!!

Okei það er ekki oft sem ég læt eitthvað fara í taugarnar á mér. En núna er stöð 2 að fara í mínar fínustu! Hvað er málið með allar þessar helv$%&# auglýsingar! Maður horfir varla á 5mín og svo eru auglýsingar í 10+ mín! Og afhverju að cuta þátt í marga búta! Svo er maður að borga fyrir þetta dýrum dómi (foreldrar mínar að vísu)! Guð minn góður þetta er einum of mikið! Svo ég segi bara......

STOPP NÚ..!!

Þetta daglega

Ég náði í pakka á pósthúsið áðan ... Pakkinn var merktur mér og á honum stóð Guðbjörg Stefanýa Hafþórsdóttir, ég er ekki frá því að mér hafi liðið dulítið kjánalega að hafa séð nafnið mitt skrifað svona. Ef ég ætti heima í Bandaríkjunum þá færi ég klárlega í mál við viðkomandi starsfmann í þeirri búð sem ég var að versla við, landsbyggðadaman ég.

Á einhver bóluplast til þess að henda í mig? eða leyfa mér að eiga :)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Sarah McLachlan....

.....er komin í mikið uppáhald hjá mér þessa dagana. Hér er eitt lag sem ég er búin að hlusta á þó nokkuð oft undafarið. Merkilegt hvað maður tekur ástfóstur á nokkur lög í senn.

Stupid
Night lift up the shades
let in the brillant light of morning
but steady there now
for I am weak and starving for mercy
sleep has left me alone
to carry the weight of unravelling where we went wrong
---------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see.
-----------------------------------------
Love has made me a fool.
It set me on fire and watched as I floundered
unable to speak.
Except to cry out and wait for your answer.
But you come around in your time
speaking of fabulous places
create an oasis
dries up as soon as you're gone
you leave me here burning
in this desert without you
---------------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see
------------------------------------
Everything changes
everything falls apart
can't stop to feel myself losing control
but deep in my sense I know.
------------------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Sugerfree blogg

Ég bauð mínum kærasta með mér í búðina að kaupa eitthvað með kaffinu, allt í lagi með það.
Þar sem ég er svo rosalega mikið að hugsa um línurnar ;) hmmm ... Þá tók ég mér sykurlausa kókómjólk en Gunnar fékk sér þessa klassísku kókó mjólk, með sykrinum og öllu ;) Þegar það var komið að því að borga tók ég eftir því að þessi klassíska kókó mjólk kostar 65 krónur íslenskar en þessi sykurlausa kostar 71 krónu íslenska, af hverju er það ?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Afmæliskveðja

Elsku stóra systir mín á afmæli í dag ... 25 ára stelpan! Á besta aldri að mínu mati :) Hafðu það sem allra bestasta best í dag og hafðu það gott í kvöld með Gullanum :)

Hér erum við systur árið svona ... 1986-7 eitthvað svoleiðis, sætar? Það finnst mér.

Hérna erum við svo árið 2006 ... 20 árum síðar sirka! En þá sætar :) ef ekki sætari ;)
Pakkinn fer í póst í dag ... ég sendi þér knús og koss, það verður víst að duga á meðan fjarlægðin er svona mikil á milli okkar :) hipp hipp húrra fyrir Helgu Björg.




mánudagur, nóvember 20, 2006

Gæsahúð í hvert sinn....

.....sem ég heyri I'm already there með Lonestar!

He called her on the road
From a lonely cold hotel room
Just to hear her say I love you one more time
But when he heard the sound
Of the kids laughing in the background
He had to wipe away a tear from his eye
A little voice came on the phone
Said daddy when you coming home
He said the first thing that came to his mind
Im already there
Take a look around
Im the sunshine in your hair
Im the shadow on the ground
Im the whisper in the wind
Im your imaginary friend
And I know Im in your prayers
Oh Im already there
She got back on the phone
Said I really miss you darling
Dont worry about the kids theyll be alright
Wish I was in your arms
Lying right there beside you
But I know that Ill be in your dreams tonight
And Ill gently kiss your lips
Touch you with my fingertips
So turn out the light and close your eyes
Im already there
Dont make a sound
Im the beat in your heart
Im the moonlight shining down
Im the whisper in the wind
And Ill be there until the end
Can you feel the love that we share
Oh Im already there
We may be a thousand miles apart
But Ill be with you wherever you are
Im already there
Take a look around
Im the sunshine in your hair
Im the shadow on the ground
Im the whisper in the wind
And Ill be there until the end
Can you feel the love that we share
Oh Im already there
Oh Im already
There

Je pense, donc je suis....

Oft stend ég mig að því að hugsa um tilgang lífsins. Er það ekki eðlilegt? Ég velti því fyrir mér af hverju ég er ég. Hafiði pælt í því? Segjum sem svo ef mamma mín og pabbi hefðu ekki kynnst væri ég ekki til. Er þetta allt saman tilviljun eða fyrir fam planað af eitthverjum sem er heldri en við öll.

Ég er trúuð, viðurkenni það fúslega. Enda stóð ég fyrir framan altarið þegar ég fermdist og staðfesti trú mína. Það var ekkert plat. Ég trúi að það sé eitthver/einhvað sem er yfir okkur. Vakir yfir okkur. Ég held samt að maður býr sjálfur til sín örlög, þau eru ekki fyrir fam ákveðin. Maður lendir á krossgötu og það er á þeirri krossgötu sem maður hefur val, og það val ákvarðar næsta skref. Það er alltaf hægt að breyta – þar af leiðandi stjórnar maður sjálfur sínum eigin örlögum.

Sagt er að það sé aðeins lagt á okkur þær byrgðir sem við getum staðið undir. Er það í alvöru þannig? Kemst fólk alltaf í gegnum þá erfiðleika sem þeir kljást við. Eitt veit ég þó, maður kemst ekki í gegnum þá einn. Maður þarf alltaf að reiða sig á einhvern annan. Sjáum til dæmis ef maður er veikur – alvarlega, þá leitar maður til læknis. Þegar eitthvað hrjáir manna andlega leitar maður til þann sem maður treystir best. Stundum er það menntaður einstaklingur í sálinni eða einfaldlega mjög góður vinur. Lífið gengur ekkert ef fólk hjálpast ekki að. Að hjálpa öðrum fær mann líka til að líða vel. Enda engin furða að góðverk heita góðverk. Segir sig sjálft.

Af hverju er þá stríð? Af hverju er fólk svona gráðugt? Af hverju er ekki hægt að finna einfalda leið út úr hlutum. Hví kennum við börnum að “öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir” en förum svo ekki eftir því sjálf!

Af hverju getur fólk ekki sætt sig við það að það eru ekkert allir eins. Af hverju ekki að reyna skilja það sem öðruvísi er, í staðin fyrir að dæma það og kasta fyrsta steininum í hugsunarleysi. Er ekki betra að stoppa, hugsa og allavega reyna að setja sig í spor annarra áður en maður dæmir. Það er enginn fullkominn, langt í frá.

Að lifa í hatri er engin leið til að lifa. Þegar maður hatar einhvern kemur það einungis niður á manni sjálfum. Því sá sem maður hatar finnur ekkert endilega fyrir því. Þetta verður aðeins baggi á herðum þess sem hatar. Hann finnur mest fyrir því – Pirring og illindi í garð einhvers annars er þungur baggi að bera. Því að gera sjálfum sér það?

Fyrirgefning er merkilegt fyrirbæri. Það er ekkert auðvelt að fyrirgefa. Held að það sé barasta eitt af því erfiðasta sem maður þarf að gera. Sá sem kann að fyrirgefa er stór manneskja. Því það sem er einu sinni brotið er ekki svo auðvelt að laga.En enn þá stærri er sú manneskja sem getur beðist afsökunar, þó svo að sú manneskja telji sig hafa rétt á standa. Að taka fyrsta skrefið er alltaf erfiðast. En sínir, að mínu mati, hversu stór og merkilegur sá einstaklingur er. Því maður þarf ekkert alltaf að hafa rétt fyrir sér.

Jáh lífið er flókið fyrirbæri, sem ég botna ekkert í. Kannski er það líka bara hið besta mál. Maður á ekkert endilega að skilja alla hluti.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Breytingar

Vá ... tímarnir breytast!
Ég var að enda við að horfa á þátt sem Ómar Ragnarsson tók upp hérna í Víkinni fyrir MÖRGUM árum. Við erum að tala um að þarna var Bæring frændi bara stráklingur, það var tekið viðtal við langaafa Arndísar (s.s. afa Finnboga pabba Arndísar), mömmu Kristnýjar á Sólbaðsstofunni, Pálmi Gestsson var ekki orðinn frægur leikari heldur bara áhuga leikari sem stundaði nám við smíði, Kristinn H. Gunnarsson þingmaður var fótboltaþjálfari og tók þátt í uppsetningu á einhverju leikriti, afi hennar Karitasar var á fullu að beita, Gunnar Halls. var að vinna í Vélsmiðjunni og það var ekki komið litasjónvarp, ég gæti alveg haldið áfram að telja fullt af hlutum upp! Magnað. Það sem sló mig svo og ég eiginlega sé eftir, þó svo að ég hafi ekkert verið uppi á þessum tíma er lífið sem var í bænum á þessum tíma! Vá ... það var sko líf og fjör. Sviðið í félagsheimilinu var ekki við það að hrynja, maður fékk sýn á lífið í sjávarplásinu, líf og fjör á bryggjunni, líf og fjör í félagslífinu og ég veit ekki hvað og hvað.
Þegar þátturinn var búinn þá spurði ég pabba í sakleysi mínu: "Pabbi, dó allt hérna, eða þú veist ... þegar E.G. fór á hausinn? Ég meina ... þarna í þessari Bolungarvík í fortíðinni var líf og fjör og allir bara til í geimið" þá sagði pabbi: "Athugaðu það að á þessum tíma var sjónvarpið bara á í x marga tíma á sólahring og frí á fimmtudögum. Fólk varð að gera eitthvað. Núna eru allir bara svo uppteknir af tölvum og sjónvarpinu! Það fer ekkert út að blanda geði við aðra því það þarf þess ekkert út af skype, msn dótinu og því öllu." Vá .. pabbi hitti naglann á höfuðið.
Hugsið ykkur hvað tímarnir hafa breyst!!

laugardagur, nóvember 18, 2006

Myndir


Myndir komnar frá spassakvöldinu sem var í gær ... kíkið HÉR

Ice, ice, ice...

Það er skítakuldi úti! Þannig er það bara ... -8 gráður ... hljómar vel! Ég er ekki frá því að maður hendi í eitt par af lopasokkum, eða bara smella einu símtali til hennar ömmu Láru og biðji hana um að prjóna eitt par af eðalsokkum á mann! :)

Allavega er ég farin að gera eitthvað til þess að halda á mér hita. Það eru snilldar myndir á leið í hús, spassamyndir af vinkonum mínum! Sneelllddd....
Aji ég er líka svona mikill kjáni :op

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16.nóvember árið 1807 að Hrauni í Öxnadal fæddist stórskáldið Jónas Hallgrímsson. Það er í dag, á afmælisdegi Jónasar, sem við íslendingar höldum afmælisdag hans hátíðlegan með degi íslenskrar tungu.
ÉG BIÐ AÐ HEILSA

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

Stór dagur....


Jáh hann karl faðir minn á afmæli í dag! Er kauði 53.ára! Skammast mín svoldið því ég gleymdi að óska honum til hamingju með daginn! Fattaði það þegar ég var lögð af stað í skólan. Ekki mjög góð dóttir! En betra er seint en aldrei eins og einhver sagði ;) Svo ég ætla bara að byrja á því að óska honum til hamingju með daginn!:* hérna... Þú ert besti pabbi í heimi! Elska þig svo mikið :* :*

Síðan má ekki gleyma litla frænda mínum, Arnari :) Tel að það sé mjög stór dagur hjá honum. Kauði er orðin 17.ára!! Til hamingju með daginn elsku Arnar minn :* Leiðinlegt að geta ekki hitt þig í rvk yfir helgina! En ég vona að ég hitti þig fljótlega...Eigðu góðan dag ;)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Magnað ...

Bolungarvíkurkaupstaður hefur kallað sig heilsubæinn, þess vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr á þriðjudaginn og í dag þegar ég fór í íþóttahúsið og sá gossjálfsala í andyrinu þar. Heilsusamlegt? :) hehe ...
Allt fyrir þjónustuna, eða hvað ?

Skemmtun sem er ógleymanleg !!!

Óli prik (Pabbi hans er penni)
Óli prik (mamma hans er tikniblokk)
Óli prik gaman er að teeeiiikna þig
á blaaaaaðððiii hjá mér!!
Guðrún Halldóra Halldóra tekur að sér að flytja þetta lag við hinar ýmsu uppákomur og skemmtanir með aðstoð Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur. Þeir sem eru áhugsamir að heyra þennan óborganlega flutning á þessu ódauðlega lagi hafið samband við Veru Dögg Snorradóttur hér á síðunni.

Ég er í fanginu ...

... á fjöllunum mínum!!!
Ég er líka komin heim, líkt og Vera. Þess má geta að ég er heima hjá stelpunni, henni Veru.

Ég hafði vit á því að koma mér heim á sunnudaginn, þrátt fyrir mikla þreytu og leti! Veðrið og færðin síðustu daga hefur ekki verið uppá marga fiska. Þannig ég og Gunnar voru hetjur að koma okkur heim og við vorum ekki föst einhversstaðar vegna veðurs. Reykjarvíkurferðin mín var BARA góð. Árshátíð sem Gunnar minn bauð mér á var svakalega skemmtileg, með góðri skemmtun og góðu fólki. Ég er búin að setja inn myndir frá þessu geimi á AÐALMYNDASÍÐUNA okkar vinkvenna. Ekki skemmdi það að hitta eitthvað af því fólki sem maður á í höfuðborginni og að eiga quality time með sínum manni og dóttur.

Pæling, þegar það er verið að segja frá einhverjum árásum eins og t.d. í Írak og svona þá er oft sagt, "X margir almennir borgarar létust, þar á meðal konur og börn". Af hverju er verið að taka það spes fram að konur og börn hafi látist? Ég meina ... aji ég veit ekki hvað ég er að pæla! Fór bara að hugsa um þetta þegar ég heyrði þetta í fréttunum í dag.

Gleði dagsins, vikunar, mánaðarins og ársins er það að ég sé farin að geta í íþróttahúsið.
Bömmer dagsins, vikunar, mánaðarins og ársins er klárlega það þegar ég (þurfti) að afþakka pent hlutverk í þáttunum "Stelpurnar".

" ET phone home "...er setning núna kl. 00:07

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Yndislegt að vera komin heim....

.....í faðm fjallana :-D



Jáh, stelpan er komin heim. Just love it! Helgin er búin að vera æðisleg! Oh það var svo gaman að hitta alla. Hótel Rangá er æðisleg! Þarna fer ég sko pott þétt aftur, kannski með einhverjum sérstökum í framtíðinni..! Jólahlaðborðið var jammí..! Og ég var farin að sofa klukkan 00:30 því þetta var svo laaangt ferðalag :op
Reykjavík var æðisleg - eins æðisleg og hún getur verið ;) Fór í búðir. Fór í bíó; það er sko must að fara á Mýrina hún er svooo góð!! Ég varð svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum, en var það sko engan veginn. Góður húmor í myndinni og jáh einfaldlega góð.

Annars erum við "mæðgur" tvær í kotinu núna. Fjölskyldan ætlar að keyra á morgun.
Stefnan var hjá mér að fljúga í morgun og mæta svo í skólann eftir hádegi. Það gekk sko engan veginn. Fluginu var náttlega frestað í svolítin tíma vegna veðurs og svo þegar ég var komin út í vík var klukkan að ganga hálf eitt og þá átti ég eftir að moka bílinni upp - ekki alveg að gera sig. Svo má ekki gleyma því að mér var orðið svo óglatt að ég hugsaði mér vart líf. Það var svo mikill hristingur þegar við vorum að fara að lenda. Ég hélt í alvöru að ég myndi æla! Oj! Þetta var hræðilegt. Ég var samt ekki hrædd,flughrædd. Það var bara eins og inneflin í mér hefðu snúist í öllum þessum hristingi. Og þetta lagaðist ekkert fyrr en seinni partinn í dag :o/

En eins og ég segi þá er ég mjög ánægð að vera komin heim. Búin að versla mér föt í rvk :-D Svo ég er meira en sátt! Hef ekkert annað að gera í rvk ;) hehe

Þetta er komið gott, í bili. Hilsen =)

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ef ykkur leiðist....

ég nenni ekki að blogga - hef ekkert að segja.... En ef ykkur leiðist getið þið dundað ykkur við þetta. Ég stal þessu frá Valdísi og fannst gaman að gera þetta hjá henni. Enda er stundum allt betra en að læra :) hehe

  1. Miðnafnið þitt:
  2. Aldur:
  3. Single or taken:
  4. Uppáhalds Bíómynd:
  5. Hvaða lag minnir þig á mig:
  6. Uppáhalds hljómsveit:
  7. Tattoo eða göt:
  8. Þekkjumst við persónulega:
  9. Hver er tilgangurinn með lífinu:
  10. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum:
  11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli:
  12. Besta minningin þín um okkur:
  13. Myndir þú gefa mér nýra:
  14. Segðu einhvað skrítið um þig:
  15. Myndiru hugsa um mig ef ég væri veik:
  16. Getum við hist og bakað köku:
  17. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega:
  18. Finnst þér ég góð manneskja:
  19. Myndiru keyra með mig hringinn í kringum landið:
  20. Finnst þér ég aðlaðandi:
  21. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari:
  22. Í hverju sefuru:
  23. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla:
  24. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér:
  25. Ef ég ætti einn dag ólifað, hvað myndum við gera:
  26. Hvenær hittiru/sástu mig síðast:
  27. Hvað heitir bíllinn minn:
  28. Hver er heitasti íþróttamaðurinn í dag:

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Plís, plís, plís ...

... Elsku Guð gerðu það hafðu gott veður á morgun ...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Let it make your day.... ;)


Einsu sinni var mús,
hún átti litla krús,
krúsin varð hús.
Hún drakk ekki vín heldur djús.
Músin var því miður með lús,
hún var nokkuð vinnufús.
Þessi mús heitir Vigfús!
Höf: GéSsHá

Til þess að sýna lit ...

... ákvað ég að tjá mig hérna, þó svo að ég hafi ekki frá miklu að segja. Ég er í skólanum og fyrirlesturinn sem ég "er" að hlusta á er ekki alveg að gera sig ... ekki beint spennandi. Nú jæja!

Þar sem ég er laus við gifsið er lífið farið að ganga sinn vanagang, eins og það gekk áður en ég varð klaufi og braut mig! Ég er farin að kenna aftur og mikið er það skemmtilegt að hitta þessa snillinga, krakkana sem ég er að kenna. Þeim fannst alveg svakalega gaman að fá mig, þau sögðu mér það allavega. Svo fékk kerlan klapp á kennarastofunni vegna þess að vera mætt aftur á svæðið:) ekki slæmt! :) Lífið er sem sagt að fara að smella aftur í fastar skorður, kenna, læra, dóttirin, þrífa, ræktin og kærastinn :) Ég er svo heppinn að kærastinn ákvað loksins að skella sér heim í fæðingarorlof, vei :)

Það fer að styttast í Reykjarvíkurferðina! Vá ... ég er farin að hlakka til að komast suður og hitta fólkið mitt þar, vini og vandamenn :) Við, skötuhjúin plús afkvæmið, munum fara akandi á fmmtudaginn, ef guð og lukkan lofar, heimferð verður svo á sunnudaginn. Ég á enn eftir að þrengja kjólinn sem ég ætla að klæðast ... koma svo Guðbjörg!!

Ég þoli ekki þegar maður fær eitthvað skemmtileg tækifæri og maður þarf að velja á milli þess að henda öllu í kæruleysi og láta sig gossa .... eða bara vera ábyrg og halda afur af sér! Ég þoli ekki að þurfa að velja!!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

U2 and Green Day = GEGGJAÐ

Þetta er geggjað video :-D
Eruð þið að diggaða?? ;) HAHA
Ég Elska Lífið :*

föstudagur, nóvember 03, 2006

frjáls

Ég er frjáls, éééégg er frjáls ... frjáls eins og fuglinn er frjáls og ég skemmti mér. ég er frjáls!!!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Do you feel lucky.....Punk.....Do ya???

Okei eru Búbbarnir fyndnir? EEEEER ÞAÐ???! ;)

Vá ég trúi því varla að það sé að koma helgi!!! JEEEEIIII :-D

Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða, áður en ég veit af er ég byrjuð að liggja sveitt yfir bókunum að læra fyrir próf!! PRÓF!!! OMG!!!....
Það fer bara hrollur um mig við það eitt að skrifa þetta. Djö hvað ég er kvíðin - pressa á manni núna :o/

Það er kominn settur dagur á ,vonandi, útskriftina; 20.desember - jebbjebb það er miðvikudagur, 4 dögum fyrir jól - jebbjebb....

Hef reyndar ekkert að segja, bara að skrifa fyrir Evu mæ felló uppó partnó. Alltaf að tuða í manni þessi telpa. Díses! ;) Verð samt að koma því að, að moi var að leggja lokahönd á fyrirlestur dauðans, belive you me it's going to blow your mind! Enda eðal uppeldisfræðihópur þar á ferð ;) hehe
Málsháttur dagsins er; Betri er stutt færsla en engin færsla ;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

ví ...

Ég er ein heima! "Gamla" settið á bænum er farið áleiðis til Köben og verður til sunnudags. Hvað er það fysta sem ég ætti að gera? Græjurnar í botn, damn! Ég á engar græjur ... tölvan verður að duga :) Svo get ég sungið með eins og vitlaus sé, engin heyrir í mér, nema þá kannski Rúnar Geir og co. sem er að vinna hérna í blokkinni við hliðinaá svo gæi Stebbu pabbi og Bjarna pabbi líka verið heppnir og heyrt í mér .... Ég er farin að syngja :) en hey, hvað á maður að elda þegar maður er ein heima? Núhhh ...það sem mig langar að borða, jeij ... Kannski maður eldi eitthvað lúffengt fyrir elskhugan?

Ef þið viljið kíkja í heimsókn ... þá er ég oftast heima, nema á föstudaginn, þá mun ég ekki geta verið kyrr því þá er gifsið farið (vonandi) og þá verður Stuðbjörgin litla liburtá létt á fæti!!!