föstudagur, júní 23, 2006

Hamingjusöm :*

Jæja verður maður ekki að skella inn einu bloggi á þessari síðu! :) Maður verður að reyna að standa sig víst að Guðbjörg Hollandsgella kemst ekki á blogspot ;)

Ykkur til gamans: Þá sit ég inni í svefnherberginu á skrifborðsstól við gluggakistuna að rita þessi orð. Jebba. Ég lýg þessu ei.. Skrítið? Nei í raun ekki. Eina leiðin til að ná internetsambandi er að vera út í glugga, hér eða inn í stofu. Langaði að breyta til og vera hér. Búin að vera í stofuglugganum á netinu í rúman mánuð!

Jáh satt er það, ég er búin að vera hér í mánuð! (eftir 2 daga ;) ...) og pælið í því; ég er enn á lífi! =) hehe... Verð nú að viðurkenna það að þessi mánuður er búin að vera fljótur að líða! Svo næsti verður örugglega svipaður; tíminn flýgur þegar gaman er :)

Í dag eru 47.dagar þar til stelpan stígur í vél kennda við flug og flýgur í hitan/sólina og kokteilana með sólhlífunum;) Jájá - búin að borga ferðina svo núna er bara að telja niður daganna ;) veivei

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er dugleg - haldiði ekki að ég hafi rifið af rúminu og hent í þvottavél. Öss! Dugnaður ;) ehe

Veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér í dag. Það er ekki sól - svo ég nenni eiginlega ekki að fara út í göngutúr. Annars er ég (okei konunar í vinnunni voru að tala um þetta og ég þvingaði Ásgeir til að sýna mér þetta eftir nokkrar svona útskýringar; Þú labbar þarna beygir svo til hægri næst til vinstri svo til hægri!) búin að finna hina fínustu gönguleið í skóginum hérna rétt hjá. Alveg æðislegur! Svo fallegt allt í kring! Dreifir huganum rosalega og maður hugsar alveg svaðalega mikið :)

Annars er markmið mitt á meðan dvöl minni stendur að skoða mig um hérna í kring og þegar ég tala um mig þá meina ég náttlega að Ásgeir á;) að sýna mér þetta :) hehe... Svo margt sem mig langar að sjá; Fara til dæmis á Borgafjörð eystra - segja allir að það sé rosalega fallegt þar.

-------------------------------------------------
Grennri en við höldum (tekið af mbl.is)

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að við höldum öll að við séum þykkari en við erum í raun. Munurinn á kynjunum er sá að konur halda að þær séu feitari en þær eru en karlar halda að þeir séu vöðvastæltari en þeir eru.

Ástralskir sálfræðingar við Deakin háskóla í Victoria segja óánægju fólks með líkama sinn tengjast sjálfsálitinu með beinum hætti. Ljósmyndir af frægu og þvengmjóu fólki dragi úr sjálfsáliti kvenna með þeim afleiðingum að þeim finnist þær feitari en þær eru, en karlar haldi að þeir séu vöðvastæltir eins og átrúnaðargoð þeirra.

Sálfræðingarnir fjalla um þetta í grein sem birtist í ritinu Body Image. Þar segja þeir að í vestrænu samfélagi sé hin mjóa kona líkamleg fyrirmynd og vöðvastæltir karlmenn með V-laga líkama. Er þar átt við breiðar axlir og bak og grannt mitti sem tengist karlmennsku og líkamlegum styrk.

Sálfræðingarnir athuguðu hvað 100 konum og 80 körlum fannst um líkama sinn. Fólkið fékk það verkefni að leiðrétta afskræmdar ljósmyndir af sér í tölvu. Bæði kynin bættu of miklu utan á sig og þá helst á læri, kálfa og brjóst. Sky fréttavefurinn segir frá þessari rannsókn.


Aha, skildu bræðurnir móðgast!! ;) HAHA..........! (einkahúmor)
------------------------------------------------------


Jæja svo jæja, hef þetta ekki lengra; blogga maske á morgun, hver veit? Bíðið spennt ;)

Vera bloggar live frá Héraði;)

Engin ummæli: