Talandi um rigningu! Ég og Helga fórum út að hlaupa um daginn sem er ekki frásögufærandi nema hvað að það var rigning! Shit ... það var ekkert smá ógeðselgt að skokka um og horfa niðurfyrir sig og sjá alla ormana sem voru á götunni og gangstéttinni að mjaka sér áfram ... langir mjóir, langir og feitir ormar!! OJ ... tilhugsunin að vera að "stappa" á þeim er ekki sú geðslegasta!!

Nýjar mydir eru komnar í hús í albúmið "Photost a la G.Stefanía" Ég og Helga héldum smá pizzateiti hérna í kotinu þegar gamla settið fór úr bænum. Ekki það að Helga hafi gert eitthvað, ég reddaði pizzunum ;) ég er svaðalegur pizzumaker :) Endilega tjékkið þetta out!! Svo náði ég svaðalegu myndbandi af þeim Gunnu Dóru og Karitas syngja lagið "here whit you" með Mizt, ég verð að fara að læra að setja inn video hérna inn!
Svo má nú geta þess að það er búið að koma mér í eitthvað róðralið á Sjómannadaginn, það sem maður lætur plata sig í!! öss... Svo er það BRIMKLÓ á laugardaginn, ég ætla svo tótalí þanngað! Ég og Helga erum byrjaðar að hita upp, fórum á geisladiskamarkaðinn sem er í Hnífsdal í fyrradag og keyptum okkur tvo Brimkló diska til þess að koma okkur í gírinn!! :D vei vei
Lifið heil krakkar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli