mánudagur, júní 12, 2006

Ég er að fara ...

... en ég kem aftur! Jæja, þá er brottfaradagur suður til Reykjarvíkur runninn upp, svei mér þá ... svo verður haldið til Hollands á miðvikudagsmorgun. Gleði, gleði. Ég er nokkuð sátt við það að vera að fara, veðrið úti er all svakalegt, ef marka má kerlingu móður mína. Sumarið er komið þar, allt annað en hérna á klakanum, ÞAÐ HEFUR SNJÓAÐ Í FJÖLL fjandinn hafi það, ojj bara ...
Þessi "kveðjuhelgi" mín og Helgu Guðrúnar systur tókst vel (þegar ég kem heim frá Hollandi þá er Helga farin hinumegin á hnöttinn til Nýja Sjálands og verður þar í ar sem skiptinemi fyrir þá sem ekki vita). Allvega, föstudagurinn var tekinn með trompi, æft fyrir kappróðurinn sem var á laugardaginn og svo haldið í hjólreiðatúr kl.00:30 með þeim Helgu Guðrúnu og Bertu Hrönn túrinn tók um einn og hálfan tíma ... veðrið var GEÐVEIKT!! Laugardagurinn var tekinn snemma og farið í siglingu kl.10 og svo keppt í kappróðri (og stelpan fékk gullið ásamt öðrum liðsmönnum "Berta og þrælarnir", 8sek.brot eru 8sek.brot;)) og horft á glensið í sambandi við sjómannadagsátíðarhöldin svo var hent sér í sparifötin og farið á hátíðarkvöldverð til heiðurs sjómanna!! Nú eftir það var þetta líka þvílíka ball með Brimkló eins og fréttir herma þá var mikið action á þessu balli. Fréttirnar má sjá hér og hér segið svo að það sé aldrei neitt um að ske hérna í Víkinni :) Sunnudagurinn fór svo mestmegnis í það að krókna úr kulda uppá velli að horfa á meistaraflokk BÍ/Bolungarvík taka Hvítu -Riddarana í nefið, 4-1 sigur hjá strákunum! Ég var alltaf að bíða eftir því að andinn kæmi yfir mig og ég færi að hafa mig í það að pakka niður ... ég er ekki enn búin að klára niðurpökkunina fyrir okkur mæðgur! damn ... rúmir 6tímar í flug, það er nægur tími.

Ég er búin að setja inn myndir frá helginni ... tjékk them out (Photos a la G.Stefania)!! Ég segi bara að myndir segja meira en 1000orð! :) það var svo gaman.

Allavega elsku lömbin mín ... þá segi ég bara bless og ekkert stress og ekki grenja þó svo að ég sé að fara, síminn minn virkar í útlandinu svo er msn skemmtileg tækni sem og tölvupósturinn!! Ég læt svo heyra í mér!! Ekki grenja.

Engin ummæli: