Jæja núna styttist í undanúrslit eurovision og "okkar" kona Silvía Nótt/Silvia Night mun stíga þar á stokk í lokinn. Verð að segja fyrir mitt leiti þá er ég pínu spennt, gaman að vita hvernig henni muni ganga. Verð samt illa svikin ef Rússland og Finnland komast ekki áfram, finnst það vera góð lög. En ég er náttlega bara peð á plánetunni jörð ;) hehe
Annars sit ég nú bara hérna í Lazy-boy poll róleg og nota bene EIN!
Jáh, -h-eldra settið;) skundaði suður í dag, eru bara í þessum töluðum orðum einhverstaðar á þvælingi á þjóðvegum landsins. Afhverju? Tja það er nú bara þannig að þau eru að fara að fjárfesta sér í nýjum bíl, veldi á þessu fólki;) hehe...
Held að tilfiningar mínar séu bara í rúsíbana þessa daganna. Það er gjörsamlega ALLT að breytast! Why God why??!!!! (sagt svona eins og Joey í friends;) ...)
Ég á sko eftir að sakna toyotunar, jáh margar góðar minningar sem þessi bíll hefur átt þátt í. Gleymi aldrei þegar mamma og pabbi komu vestur á honum. Hvað ég var stolt þegar ég settist upp í hann. Við áttum jeppa! Svo geðveikt! :-D
4runnerinn var sá bíll sem tók þá ábyrgð á sig að hafa mig í æfingarakstri (ekkert smá hugrekki ;) ..) , ók í fyrsta skiptið ALEIN í honum daginn sem ég fékk bílprófið :) Allir rúntanir með stelpunum, með kassettutækið í botni ;) hehe... Svo má náttlega ekki gleyma því þegar við fórum út á sand (Ingjaldssand) síðasta sumar í afmæli til Bertu minnar. Ég og Gunna Dóra skemmtum okkur konunglega! Sváfum meira að segja í bílinum og það fór sko ekki illa um okkur! Jáh, Toyotan hefur gert góða hluti í þessari fjölskyldu. Henni verður sárt saknað, allavega af minni hálfu :-D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli