Stelpan er búin að fjárfesta í líkamsræktarkorti til eins mánaðar og núna á að taka á því ;) maí til heilsu og þols ... er einhver með ? :D
Það er verið að hvetja mann til þess að taka takkaskóna uppúr kassanum og mæta á æfingar. Það er naumast ;) aldrei að vita hvað maður gerir þegar formið er orðið betra, ég get varla gengið upp stiga án þess að blána í framan. Kannski smá ýkjur ;)
Sigurbjörg er farin, ég grét ekkert svakalega mikið, ég náði að halda andlitinu í smá tíma! Djöfull hvað ég hata það að kveðja fólk, þó svo að ég eigi eftir að hitta það aftur eftir lengri að styttri tíma. En ég er búin að heyra frá stelpunni, henni Sigurbjörgu, og hún er komin í faðm Evu ... Díses hvað það hlýtur að vera skemmtilegt hjá þeim klikkhausunum, þeim á örugglega eftir að líða eins og "krakklausri hóraínsmellu" í einhvern af þeim dögum sem Sigurbjörg stoppar í Þýskalandi.
Kveðjuteitið hennar Sigurbjargar var alveg toutelle!!! össs .... Ég held að ég, Guðrún og Einar Jón höfum skemmt okkur all hressilega í þeim bíltúr sem við tókum hana Sigurbjörgu, með bundið fyrir augun þannig hún vissi ekkert hvert við værum að fara og hvar við vorum. Ég skemmti mér samt mjög vel þegar ég setti mosa í hendina á henni Sigurbjörgu og sagði henni að halda á þessu. Krakkinn truflaðist þegar hún fékk það ógeð í hendurnar, hún hélt að ég væri að láta hana halda á könguló!! Ég minni enn og aftur á myndirnar úr þessu teiti, ný myndasíða í gangi hjá stelpunni hún er hér
Annars er allt fínt og flott að frétta, ég er að fara að sofa þannig ég bið ykkur vel að lifa. Góða nótt
þriðjudagur, maí 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli