Á meðan þessi hálftími milli smsa leið þá datt ég alveg inní Önnu Margrétar fíling, ég fór að óska þess að ég væri gædd yfirnáttúrulegum kröftum. Anna er alltaf í því að óska sér að hún gæti flogið og æft sig í því að klifra upp og niður veggi og verið eins klár og Spiderman! Minn yfirnáttúrulegi kraftur átti að felast í því að ég gæti blásið þokunni sem seinkaði fluginu mínu í burtu. Ég þurfti bara að hugsa þetta og búmm þokan er farin ... allavega nægilega mikið til þess að það verði flogið ;)
Það er leiðtoganámskeið sem sjálfstæðiskonur halda á Ísafirði á laugardaginn, það væri held ég spennandi jafnvel gaman að fara á það, þið getið lesið um námskeiðið á BB.is . Ætli ég sitji ekki hjá á þessu námskeiði ... verð bara í höfuðborginni. Mér finnst að sem flestar kvennsur og görlur (görlur = stelpur) ættu að reyna að leggja leið sína á þetta námskeið, sama hvort þið séuð x-D fan. ég er aðauglýsa þetta námskeið og ég held að ég sé ekki x-D fan, eða ég veit ekkert um það ;) á eftir að pæla betur í því.
Allavega ... Best að fara að vekja barnið og drösla henni í föt og næra hana ... ég kannski næri mig fyrst ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli