...........You never know what you're gonna get!
Hver kannast ekki við þessa skemmtilega setningu? Ef svo leiðinlega skildi vera að þið þekktuð hana ekki þá er þetta úr þeirri snilldar mynd sem ber nafni Forest Gump (og ef þið hafið aldrei séð þessa mynd langar mig bara að spyrja ykkur; hvað er eiginlega að??) =) hehe
Mér finnst þetta svo skemmtileg setning því hún er sönn, ef þið spáið í því. Maður veit í raun ekkert hvað lífið ber í skauti sér. Það getur gjörsamlega allt gerst. Meina fyrir ári hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi fara til Egilsstaða til að vinna að sumri til og hvað þá búa með strák/um;) hehe.. Mér hefði aldrei dottið í hug að besta vinkona mín yrði orðin mamma og ætti æðislegustu stelpu í heimi :-D Að ég myndi eiga minn eigin bíl!!
Mikið svakalega getur tíminn verið fljótur að líða og allt að breytast. Ég á barasta bágt með að trúa því að eftir 8.daga fer ég frá víkinni minni fögru. Jújú það er alltaf gott að breyta til, lífið er til að lifa því :) Stór partur af mér hlakkar virkilega til en það er annar lítill sem er kvíðinn. Það verður skrítið að vera svona langt í burtu frá allt og öllu sem maður þekkir. Skrítið að fá ekki að knúsa mömmu þegar mig langar, leika við Heklu og knúsast í henni, stríða pabba =) í heila 3.mánuði!! Aumingja Ásgeir, hann fær þeirra skammt og sinn. Ég mun knúsa hann til óbóta ;) (veit samt ekki hvort ég fái hann til að sækja spítu ;) hehe )
Mig langar líka að nota tækifærið af því að ég fékk mig loksins til að blogga að óska henni Bertu minni innilega til hamingju með að hafa náð öllum prófunum sínum!! Hún mun því setja upp hvíta kollu þann 27.maí!! Er svo stolt af þér stelpa!! Vissi alveg að þú gætir þetta!! :-D
Hef annars ekkert annað að segja nema að mér þykir rosalega vænt um vini mína þið getið allt sem þið ætlið ykkur :*:* :-D ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli