Já ... það er sko ekkert annað!
Helgin var klikkað skemmtileg, ég vil meina að það sé Evu að þakka, það var hún sem gerði mig "veika" fyrir djammferð í borg óttans. Takk Eva :* ... Svo gerði Sálin hans Jóns míns sitt og ég veit ekki hvað og hvað...
Punktra helgarinnar :
*nýtt orð ... : Sólþurkaður dæmi : ertu sólþurkaður í hausnum?
*maður má ekki leggja sig í uppá búnum rúmum á Landspítalanum í RVK. Þau eru ætluð sjúklingum... "Stelpur, hvað fær ykkur til þess að gera svona lagað?" hversu fyndið var þetta? :D .. aldrei má maður neitt !!
*Mæja Bet er hress ;)
*Eva er meistari í að láta aðra blæða á barnum, karlmenn ;) takk fyrir það Eva ;)
*Ég náði að "lækna" Evu af þynnku á laugardagskvöldið ... :) góð ég, góð!
*djammið í höfuðborginni endar aldrei :)
*Margt gerist í bið eftir taxa ;) skemmtilegt, skemmtilegt.
*Hlölli (Hlöllabátar) er bara góður ...
*Þó maður þekkir ekki eins marga á djamminu í borginni og heima, þá hittir alltaf maður einhverja sem maður þekkir ;)
*Samt sem áður ... ég hitti ekki Veru mína í höfuðborginni :-/ hvað er það ?
*Sálin er mögnuð!! 26.ágúst verður hún hérna í sveitinni (Bolungarvík) punktaðu þetta hjá þér ;)
Ég er búin að komast að því uppá síðkastið að ég meika það lítið að vera hérna í sveitinni, það er komin of mikil "ég verð að fara" árátta hjá mér ... þannig, ætli allt saman endi ekki þannig að ég fari eitthvað á vit ævintýranna ? jú ...
Svo er ég á góðri leið að verða enn sólþurkaðri í hausnum á að vinna í þessum blessaða fiski sem geri ekkert annað en að soga út manni lífskraftinn og gera mann algjörlega heiladauða! Það er ekkert sem heitir tilbreyting í því gefandi starfi, jú kannski ... maður veit auðvitað aldrei hvernig stykki maður fær send til sín, hvort það séu flök (sem eru misjafnlega "girnileg"), millistykki eða sporðar (þið sem ekki skiljið þetta "fiskimál", farið í frystihús) ;) svo auðvitað þarf að pakka fisknum! Allt að gerast ...
Ég bara fatta ekki fólk sem hefur getað unnið við þetta síðan1700 og súrkál, ég tek af ofan fyrir þeim! Tja, mörgum finnst þetta skemmtilegt starf. Ég vil samt meina það að þetta var mun skemmtilegra starf þegar forelrar mínir voru ungir, þegar fólk gat talað saman án þess að eiga þá hættu á að missa röddina og því um líkt! Það er margt í þessu öllu saman.
Allavega ætla ég ekki að vera ein af þeim kerlingum sem hef unnið við þetta illa gefandi starf frá 1700 og súrkál. En það eru samt þrátt fyrir allt einhverjir sem verða að vinna þessa vinnu eins og alla aðra, en ekki ég!!
Svo eitt sem er líka slæmt við þetta allt saman er það að í þessari vinnu þá fer maður einhvernvegin inní sinn eigin heim ... hlustar kannski á útvarpið eða eitthvað shit, snyrtir/pakkar fisknum og svo bara búmm ... komin í Guðbjargar hugsunarheim, sem er ekki mjög hollt fyrir manneskju eins og mig ;) frá kl.07 - 15:30 er hægt að hugsa um ansi margt, hvort maður hafi gott af því er ég ekkert svo rosalega viss um ;)
Elskurnar þetta er skrifað af mér .... og mínar skoðanir þurfa ekki að endurspegla mat þjóðarinnar, þó ég sé áhrifamikil hér á landi ;)
Svo er það bara líf og fjör :D
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli