mánudagur, ágúst 01, 2005

Það er nú bara það ! Versló helgin bara á enda, eða svo til. Helgin hjá mér er búin að vera fín ... Lagið uppí langferð í botn Álftafjarðar á föstudaginn ;) snerum við þar vegna óviðráðanlegra orsaka þannig að djammið var tekið í Víkinni fögru. Réðumst inná greyið hann Bjarna og grilluðum burger á þessu líka svakalega grilli (samt skárra en engangs grillin sem við keyptum í kaupfélaginu í Súðavík;)) Ég lærði póker, loksins ... gerði það mjög gott í þeim leik :) Gott geim gott geim! Fórum í Sjallan og ótrúlegt en satt þá var bara gaman þar!
Laugardagurinn var tekin hátíðlega! Svei mér þá ... Farið í Skálavíkina fögru og svo á Ingjaldssand á ekta sveitaball, ekkert nema skemmtilegt! Þannig er nú það. Svo eru stelpurnar að halda því fram að ég hafi klárað talkvótan minn í gærkvöldi, samkjaftaði allt kvöldið um alltog ekki neitt! enda er ég málefnalítil eins og er ;) Fín helgi að baki ... !!

Eins og alþjóð veit þá skellti ég mér til Hollands! öss ... eins og það var nú frábært að vera þarna þá skil ég ekkert í mér að vera komi heim! Þar var sólin, hitinn, strákarnir, kósýheitin, mamma og Clemens ;) Húsið hérna til hliðar er heimilið mitt úti! Klikkar ekki.
Umhverfið sem maður býr í þarna úti er alveg magnað. Svo bíómyndalegt eitthvað, ég get svo svarið það. Svo er fólk bara í góðu glensi með allskonar húsdýr/gæludýr í bakgarðinum heima hjá sér sem dæm má nefna ; hænur, endur, strúda, hesta og ég veit ekki hvað og hvað! magnað shit.
Fyrstu nóttina mína þá bar vel í veiði! (Nei ekki hjá mér, hösslið var ekki að virka ;)) Mýflugurnar þarna út hafa fundið ilm af nýju blóði þegar ég mætti á svæðið ... fyrstu nóttina mína þarna úti fékk ég hvorki fleiri né færri en 9 bit! En það var samt sem áður þessum ógeðslegu flugum að þakka að gamall æskudraumur minn var uppfylltur þegar ég fékk himnasæng/net yfir rúmið mitt! Hverjum hefði dottið það í hug að á 20 aldursári mínu myndi einn af mínum prinsessudraumum rætast? Mér hefði aldrei dottið það í hug!
Líkami minn laskaðist einnig vegna of mikils sólarljóss! jebba ... ég brann svona líka á öxlunu og fékk því svakalega fallegt far! Þannig ég þarf að fara að koma mér í ljós til þess að jafna þetta aðeins út ;)

Jæja það er komið gott af þessu shiti ;) ég er farin ...
over

Engin ummæli: