.. þar sem ég er án einhvers sem kallast cd-player, mp3-player, ipod eða útvarp í vinnunni þá læt ég það duga að hlusta á hugsanirnar í sjálfri mér! Það voru margar hugsanir sem flugu uppí kollinn í dag.
T.d. þetta er fyrir lufsurnar/stelpurnar ... sko stelpur, vitið þið um einhvað augnablik, aðstæður eða eitthvað sem strákar horfa í augun á ykkur (án þess að líta undan!!) spyrja ykkur að einhverju eða biðja ykkur um eitthvað án þess að sjá eftir því að hafa spurt eða vera hræddir við svarið frá ykkur og vera með hnút í maganum? Mér dettur strax mjög vinsælar aðstæður, hvað dettu ykkur í hug ?
Svo var ég líka mikið að pæla í Walt Disney teiknimyndunum ... hvað það væri sem gerði þær svona eftirminnilegar ... ? svona fyrir utan flotta umhverfið og allt það .... sko, t.d. toy story (I og II) mér finnst þær bara eftirminnilegar útaf Vidda (kúrekagaurnum) því hann minnir mig svo á hann Bjarna Pétur (I don´t know why). Lion King þar eru þeir félagar Tímon og Púmba sem eru að gera sitt.... Bróðir Björn, þar eru það elgirnir tveir og ég veit ekki hvað og hvað! Ég stóð sjálfa mig að því að kunna ansi marga frasa úr Lion King, heppna ég!
Svo ein önnur pælng úr Disney heiminum ... það er bara eitt foreldri í flestum myndunum, eða þá að annað deyr. sem dæmi má nefna Toy Story : ein mamma. Lion King : Múfasa (pabbinn) deyr, mamman ein eftir . Pocahontas : pabbinn einn.
Jæja ... þetta voru frystihúsapæingar dagsins .... !! þetta verður daglegt, þar sem ég segi ykkur, hluta af því sem ég hef verið að hugsa ;)
njótið
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli