Helgin vra alveg hreint út sagt mikil snilld !! svei mér þá ... öss .... ég ætla bara að punkta afdrif helgarinnar hjá mér ;) :
* Pravda er sko ekkert hótel !!
* Ferðin suður og ferðin heim voru mjög góðar og skemmtilegar þó svo að umræðan í bílnum á leiðinni heim slái öll met.
* Hilmir Snær Guðnason (leikari btw.) hefur ekki reynt að keyra yfir marga, (allavega ekki svo ég viti) en hann reyndi að keyra yfir okkur, mig, Dibbu, Evu og Agga á Skólavörðustígnum á sunnudaginn. Sexy maður !!
* Dyrverðir skemmtistaða muna bara eftir þér ef þú hefur verið rambandi inn og út af skemmtistaðnum í algjöru ruli ein/einn!! (Komumst að því á laugardaginn).
* Menningarnóttin var bara góð.
* Misstum af flugeldasýningunni og tónleikunum á hafnarbakkanum!
* Við vorum nú í afmæli !!
* Útlendingar / menn af erlendu bergi brotnir voru mjög vinsælir þessa helgina. (ég tók samt sem áður ekki þátt í því að gera þá vinsæla;))
* Bíll Hlölla báta á Lækjargötu er heitasti pikk up staðurinn um þessar mundir.
* Nelgdur er alveg dottið úr tísku nýja orðið er NELLAÐUR ;)
* Ég gat næstum því heilsað öðrum hvorum manni í bænum á menningarnótt ... :)
* Fuglarnir voru í góðu geimi á menningarnótt, skítandi á mann og annan ...
* Hvers þarf ég að gjalda að vera yngst í vinkonu hópnum mínum?!?
Það er svo alltof mikið skemmtilegu sem geriðst sem ég get ekki punktað niður !! ég er bara alveg komin í ruglið og er með frómas í hausnum ;)
Ég er allavega búin að setja mér það markmið að fara ekki suður aftur fyrr en í september þegar ég þarf að stússast þar og mjög líklega passa systurdóttur mína! Það er alveg klárt mál ...
Ástarvikan er hafin hérna í Bolungarvíkinni ... ætli amorinn verði nálagt manni og skjóti ástarörvum í hjarta ? ;) hehe maður spyr sig !!
Ég vil líka nýta tækifærið og lýsa ánægju minni yfir breytu útliti síðunnar! Vera mín þú ert einn mesti snillingur allra.
Þess má geta að í þessumrituðum orðum er ég að hlusta á Bigga Olgeirs og félaga æfa sig, þeir eru að spila Nelson Mandela lagið, cool!! Þeir eru örugglega með æfingarhúsnæði hérna við hliðina á. Nelson Mandela ....
Svo það fari ekki á milli mála hvur það var sem ritaði þessa færslu þá var það ég, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir til heimilis að Aðalstræti 19, 415 Bolungarvík.
Lifið heil en ekki hálf !! :*
mánudagur, ágúst 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli