... af hverju eru þáttastjórnendur að fá fólk í þáttinn til sín þegar þátta stjórnendur gefa gestinum ekki færi á því að klára að tala og sanna mál sitt.
Ég er mjög hissa. Núna er ég að meina þátt Ísland í dag sem var eða er núna. Þau, Jóhanna og Þórhallur, eru með Þórólf Árnason hjá sér vegna hneykslisins sem er í gangi í landinu svo hann geti skýrt sitt mál, en hann er ekkert að geta það. Þau eru alltaf að grípa fram í fyrir honum! Svoleiðis þoli ég ekki, þegar fólk getur ekki svarað fyrir sig.
Mér fannst bera mest á því hjá honum Þórhalli, þessi frammí köll. Ég hélt og hef lært það að fréttamenn og þá svona þáttastjórnendur eiga að vega hlutlausir í svona málum, Þórhallur var þða greinilega ekki, hlutlaus hvað?
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli