... ég ætti að geta kallað mig jólabarn, þ.e.a.s. ég er náttúrulegt jólabarn ;) Fædd 24. desember (á aðfangadag) og er skráð fædd klukkan 18:13 ... ekki slæmt ;) en ég hef alltaf hlakkað mikið til jólanna, og líka afmælisins. Ef ég á að uppljóstra því hvað það er sem kemur mér í jólagírinn, þá eru það aðventuljósin og reyndar líka þegar ljósakrossarnir eru komnir upp í kirkjugarðinum. En þegar aðventuljósin eru komin í gluggana á húsunum í kring, þá er allt orðið magnað. Ég man þá tíð þegar ég var yngri þá gekk ég um götur bæjarins og taldi hvað ég sæi mörg aðventuljós, ef eitthvað hús var ekki með aðventuljós, þá vorkenndi ég því fólki og hugsaði : engin jól hjá þessum. En ég er komin til vits og ára og veit núna að það er sama hvar fólk er, sama hvernig fólkið er og sama hvort það sé með aðventuljós í glugganum hjá sér þá eru jól hjá þeim ;) Ellý það er eins gott að þú eigir aðventuljós og það verði í glugganum þegar ég kem um jólin ;) hehe...
Annarprófin byrja á miðvikudaginn, mér til mikillar, hvað skal segja, mér til mikillar furðu ... ég er búin að vera að bíða og bíða alla önnina að ég læri eitthvað að það gerist eitthvað. En nei, önnin er búin og ég að fara í lokapróf, næst síðustu lokaprófin í MÍ :) ekki slæmt
jæja ... við sjáumst fólk, elskið friðinn og gleðileg jól, má ekki fara að segja það núna?
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli