miðvikudagur, júlí 07, 2004

Ætli frægðin sé að fara að láta sjá sig...

...eða hvað? hver haldið þið að verði kynnir á þessum skemmtilega degi sem verður haldin hérna á Bolungarvík á laugardaginn? Engin önnur en ÉG ég held að þetta verði bara mitt fyrsta skref í átt að frægðinni :þ hehe...
En laugardagurinn verður ansi FULLUR hjá mér get ég gsagt ykkur, ætli ég geti nokkuð knúsað litlu systur til hamingju með afmælið þá :-/ jújú, ég verð að vinna alveg frá kl08 til miðnættis... vúhú :D þetta vel ég, þannig ég vorkenni sjálfri mér ekki neitt.

Haldið þið ekki að það sé komið eitthvað problem með Benedorm ferðina mína, þau hjá Vesturferðum halda því fram að ég sé ekki búin að borga ferðina mína út! uss... nota bene ég er með kvittun í höndunum sem er stimpluð á 3.júní, dagurinn sem ég borgaði ferðina, þetta er nú meira ruglið!

Svo er ég að fara til besta vinar míns á þriðjudaginn, hans Þorsteins! hann ætlar að kíkja á öklann. Það er spurning hvað karlin mun segja : "já, þetta er allt orðið rosa gott, þannig þú mátt fara að gera það sem þú vilt!" RIGHT! Hugsa jákvætt hugsa jákvætt

Vinnan á skýlinu gegnur vel, en ég er búin að komast að því að ég mun ekki leggja sjúkraliðan að fótum mér... ég er ekki alveg að fíla það sem ég er að gera þarna, þó sov að það sé gaman og gefandi. Samt sem áður fer ég í þennan geira, sko hjúkrunar- þjónustu geiran ...

jæja það er vinna eftir 2tíma, Shell ;)

DOEI

Engin ummæli: