mánudagur, júlí 19, 2004

Þreyta er bara hugarástand ;)

úfff.... það er erfitt að reyna að halda sér vakandi þegar allir sofa. enginn til að tala við á msn eða neitt, uss! Þetta er allavega síðasta næturvaktin mín í sumar :D vííí.... hún er bara búin að vera róleg. Hún er allavega ekkert miðað við vaktina í fyrrinótt, mikill óróleiki ef svo má segja...
 
Ég hef heyrt að það hafi verið óróleiki í öðrum en fólkinu hérna á skýlinu, það hefur bara verið allt að gerast í Skálavíkinni, af hverju get ég ekki notast við sumarbústaðinn minn þegar eitthvað almennilegt er að gerast ;) hehe... hluti af því sem gerðist ætti reyndar ekki að gerast! Nú jæja, ekki mitt að hugsa um þetta.
 
frí dagur á morgun, fer reyndar í sjúkra þjálfun kl 15:30, eins og ég hef sofið núna á helginni þá er 15:30 alltof snemmt til að vakna! aji ég legg mig þá bara eftir þjálfunina. Aji Guðbjörg hættu þessum aumingjaskap!
 
Það er alltaf verið að styttast meir og meir í Benedorm :) ég get sko ekki beðið....... það var verið, fyrr í kvöld að spenna mig upp ;)  YEAH...
 
Jæja... þarf að fara að taka rúnt um svæðið hérna :)
 
DOEI

Engin ummæli: