föstudagur, júlí 02, 2004

Sól Sól Skín Á Mig :o)


Það líður alltaf svo "lítill" tími á milli blogga hjá manni :o/ Einhvern veginn hefur maður ekkert að segja frekar en fyrri daginn. Vildi bara láta fólk vita að ég er enn með púls, veikann, en er samt með púls ;)

Það er barasta komin Júlí! Svakalega líður þetta hratt, alltof hratt. Finnst svo stutt síðan að skólanum var slitið. Núna eru bara 33.dagar í Benidorm Gvöð hvað ég hlakka til :op Eins og ég hef marg oft sagt hef ég aldrei farið til sólarlanda og aðeins einu sinni út fyrir landsteinanna (Danmerkur). Svo þetta verður alveg magnað :) Á örugglega eftir að drepa krakkana úr spenningi og æsingi í mér hehe
Mér skilst á Guðbjörgu að ég sé búin að fá gistingu í Keflavík, mjög svo magnað :) Hef nú bara einu sinni farið þangað. Svo þetta verður svona "ífyrstaskiptiðaðgeramargtferð" :op hehe..... Ég stefni á það að fara suður 31.ágúst. Fer vonandi keyrandi með henni Ingu skvízu :o) Svo er bara að útrétta síðustu hlutina fyrir sunna og svo er bara brottför 4.ágúst kl 07:20, lending á Alicante kl 13:50 :-D og heimkoma 18.ágúst, lending á Keflavíkurflugvelli 17:15 :-D Allt að gerast, allt að gerast :)
Svo verður þetta svo fljótt að líða því maður er að vinna næstum því alla daga í Júlí, fæ eina helgi frí. Síðan eru það nokkri dagar inn á milli :)

Jæja ég nenni ekkert að fara skrifa eitthvað meira, hef ekkert heimspekilegt að segja. (Hef ég það einhvern tíma?? :op )
Óska ykkur bara góðrar helgar, mun örugglega blogga eftir einhvern tíma ;)
--{-@ *Hilsen* @-}--

Engin ummæli: