Vá, ég held að þetta sé í þriðja skiptið sem ég byrja að blogga. Hvað er málið? Ég byrja alltaf og æji svo hætti ég alltaf við. Fatta þetta ekki. Leti? örugglega
Það er alveg heljarinnar mikið að ske hérna á vestfjörðum þessa helgi. Markaðsdagurinn er í dag. Helling að ske þar, meira að segja mun sambloggarinn minn að stíga þar á stokk. Á vit frægðarinnar
Var á næturvakt í áðan og er reyndar alla helgina. Fæ svo að sofa á mánudaginn og byrja aftur að vinna á þriðjudaginn og verð að vinna alveg fram á næsta þriðjudag(20/7), þá fæ ég loksins einn dag frí. Síðan er ættamót helgina 23-25. Held að við ætlum að fara, samt ekki komið á hreint. Verður örugglega gaman, þekki ekkert sérstaklega til í þennan ættlegg. Svo alltaf gaman að hitta nýtt fólk. Þarf reyndar að ath hvort það má vera með hunda þarna. Því maður verður að geta tekið Heklu með
Nú er aðeins 25.dagar í Benidorm. Þetta er bara allt að skella á.
Það er samt ekkert mikið að frétta af mér. Keypti mér eitt stykki pils í gær í Jón&Gunnu. Maður er alltaf að versla sér eitthvað fyrir utanlandsferðina Síðan fór ég í klippingu til Sillu. Svoldið mikil breyting. Var fyrst ekkert sérstaklega ánægð með klippinguna. Erfitt að breyta svona til. Sérstaklega fyrir svona manneskju eins og mig sem er voðalega vanaföst. Mamma var samt alltaf að segja við mig að þetta væri flott klipping og færi mér mjög vel. Een ég trúði henni ekki. Meina þetta er mamma mín, hún er ekki hlutlæg (hvernig sem maður skrifar það). Er það nokkuð?
Jæja nenni ekki að skrifa meira, ætla að drífa mig í bólið og sofa til eitt. Til að missa ekki af markaðsdeiginum.
Eigið bara æðislega helgi
--{-@ *Hilsen* @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli