... að vaka og vaka! :-/ þetta er önnur nóttin í röð sem ég verð að halda mér vakandi hérna á sjúkraskýlinu, það er ömurlegt. Ég er alveg óendalega mikið þreytt, töflurnar sem ég verð að taka inn núna hjálpa líka mjög mikið til við það að gera mig þreytta... Svo núna í kvöld þá er ég búin að vera að vinna síðan kl 16 í dag, reyndar 16:15, svaf yfir mig :S ehe
Sunnudagurinn verður eins, vinna á Shell og svo strax þaðan á næturvakt, gaman gaman, síðastanæturvaktin mín í sumar, það er alltaf sólargeisli í öllu því sem mar gerir :)
ekki nema 17dagar í Benedorm, ég er búin að redda öllu því sem ég varð að redda, þannig það er allt klappað og klárt eins og vanalega :þ Búin að redda misskilningnum sem kom upp, búin að kaupa bikiní (sama hvort ég láti sjá mig í þeim eða ekki ;))... allavega er þetta allt að bresta á.
Ég er núna ... síðustu tvær nætur búin að þræða allar þær heimasíður sem ég rekst á, á einn eða annan hátt. Gaman af þvi, hjálpar manni mikið við það að drepa tíman, sérstaklega að drepa heila 8 klukkutíma og þessa 8klukkutíma er meður vanur að vera sofandi! úfff.... erfitt.
Ég fékk senda áskorun þess efnis að ég myndi gera þarna 100 hluta listan ,hvort ég muni láta verða að því að gera hann veit ég ekki.
það hlýtur að vera stuð á miklum hóp af fólki núna, það er ögurball í ... Ögri ;) eða það er örugglega búið, svo var hún Magga Vagnsdóttir frænka mín að gifta sig í gær og svo er víst eitthvað af liði í Skálavík, veit ekki hvort þessir krakkar sem fóru þanngað ætluðu að gista þar en allavega ætluðu þau að hafa gaman...þannig það er allt að gerast :)
Jæja, það er sjó veður ... 3 sjómenn búnir að labba hérna framhjá glugganum síðast liðnar tvær mín,ef einhver skildi vera að spá í því :)
Skemmtið ykkur lömbin mín, við heyrumst og sjáumst....
DOEI :*
sunnudagur, júlí 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli