föstudagur, júlí 30, 2004

lífið er yndislegt....

... ég geri það sem ég vil :)

Tveir dagar þar til maður fer í borg óttans! og svo eru 4dagar í BENE :) ég held að þið séuð búin að ná því að ferð okkar vinkvennana er haldið til Benedorm, þann 4ágúst :)

Stjórn NMÍ er komin á skrið... við erum byrjuð að skipuleggja alveg hægri vinstri :) gengur vel hjá okkur held ég bara!

En hey, ég hef ekki tíma í þetta, hvað er ég að pæla. Ferðataskan bíður opin og eila tóm :-/ ég þarf að pakka.

Ég bara bið að heilsa ykkur elskurnar og bið ykkur vel að lifa... því ég mun lifa eins og drottning, eins og alltaf :)

 

fimmtudagur, júlí 29, 2004

6.dagar (eða 5.dagar og 6.mín)

Góða kveldið góðir hálsar....................(og aðrir líkamspartar! )...........................
Þetta er alltaf jafn fyndiðToo Funny *hóst*aulahúmor*hóst*


Jæja, það líður alltaf dágóður tími á milli blogga. Reyndar ekkert mér að kenna, er að reyna að halda kenningunni uppi. Eeen nenni því nú ekki. Held að Guðbjörg hafi akkúrat engan tíma til að blogga. Allt á fullu hjá henni þessa dagana....

Minnz lifði þetta hörku ættarmót (rétt svo) af  Camp Fire Við keyrðum á föstudaginn og vááá ég hélt að við myndum aaaldrei leggja af stað. Mín kenning er sú því meira pláss því meira óþarfa drazl! En þetta var nú ekkert átakalaus ferð ónei! það sprakk náttlega á tjaldvagninum á leiðinni á Snorrastaði. Í grenjandi rigningu í þokkabót *aumingja pabbi* og vááá hvað íslendingar eru ótilitsamir! Vá! það var ekki EINN bíll sem hægði á sér þegar þeir keyrðu framhjá....neinei bara á fullum hraða á gusa smá yfir kallinn. Uss! Er það nú fólk! Eeen pabbi gat skipt. Duglegur kallinn. Var reyndar mjög stoltur af því að það hafi ALDREI sprungið á dekkinu í 15.ár og þetta væru upprunalegu dekkinn. Ekkert smá stoltur Smiles  hehe.... Eeen þetta var skvo alls ekki búið því þegar við vorum búin að keyra frá Búðardal og komin eitthvert út í sveit í eingu símasambandi. Hvað haldiði að hafi skeð þá? jú þá bara drapst á bílnum. Bara *puff* alltíeinu! Héldum bara að bíllinn væri að stríða okkur, á það nebblega til þessi eska. Een neinei sama hvað við (pabbi og Höddi) gerðu hann bara þverneitaði að fara í gang. Svo ákvað pabbi að prófa að láta hann renn í gang. En auðvitað gekk það ekki. Sá var orðinn nett pirraður  Perturbed síðan fer hann eitthvað að fikta í vélinni eða þið vitið. Og viti menn var þá ekki bara þráðurinn í kertinn (eða hvað sem þetta heitir  Blushy 4 ) orðin eitthvað tæpur. Een eftir þetta náðum við á leiðarenda.  Wakka Wakka  Ég nenni ekki að skrifa "allt" sem ég gerði um daginn (laugardaginn) een það merkilegast var að ég fór í reiðtúr Horseback Riding í heila klst..... og það var ekkert smá gaman  Raise The Roof hehe
Síðan lá leiðin heim á sunnud. Gátum ekki lagt af stað fyrr en um fjögur leitið því partur af mannskapnum var í annarlegu ástandi  Goofy  (jáh, mamma ég skrifa bara sannleikan ;)...hehe). Jæja svo loksins þegar við vorum búin að pakka og ferðbúin leggjum við í'ann. Svo þegar við erum búin að keyra fram hjá Búðardal. Getið 3x hvað skeð?!? jám! það sprakk aftur á tjaldvagninum!  Eyes Poppin og það í engu símasambandi eitthverstaðar út í sveit! Þá skunda pabbi og Höddi af stað til að reyna að redda dekkinu. Á meðan bíða ég, mamma og Ewa í bílnum. og enn á aftur er ég stór hneyksluð á íslendingum ekki EINN bíll stoppaði til að ath hvort það væri ekki allti lagi! Hvað er eiginlega að fólki! ég bara spyr. Við vorum þarna í meira en klst og eini aðilinn sem koma til að ath hvort ekki væri í lagi með okkur var aldraður bóndi sem bjó þarna í grendinni. Hefur örugglega að vera furða sig á þessum bíl sem var búinn að vera stopp þarna í svona langa stund. Forvitið þetta sveita fólk  Winky 2  hehe..... En þeir gátu reddað dekkinu og við gátum haldið heima á leið. Bjóst reyndar við að við myndum lenda í einhverju fleiru. Fannst svo ótrúlegt að þetta yrði það eina. Een sem betur fer skeði ekkert annað. ÉG keyrði meira að segja bílinn með tjaldvagninn í eftirdragi smá spöl. Hörku kelling!  Way To Go  hehe.............. En jám, ég er s.s komin heim  Winky 2  hehe........

Held að ég ætli bara að bjóða  
Góða nótt
Custom Smiley
  ætla að skríða upp í bólið og fara dreyma um Benidorm Dreaming  hehe

--{-@ *Hilsen* @-}--







laugardagur, júlí 24, 2004

Auddi í 70.mín...

... er bara sexy :) ég er búin að vera að nauðga 70.mín II og það er sam í hvaða kvikindalíki hann Auddi er í, þá er hann bara sexy!!! úff.... svo var ég að vinna í morgun, sem er ekki frásögu færandi nema hvað að allt í einu heyrði ég þessa fallegu og sexy rödd.. í Auðunn Blöndal sem Spiderman í teiknimynd :) hehe... úff....  ekki slæmur :þ *slef*

Jæja kvöldið í kvöld, ætli það verði eikkað ?? ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér .. samkoma heima hjá Karen, í svörtum fötum... Hraun og ég veit ekki hvað og hvað...

Anna litla systir var að koma heim með pabba áðan og hun er ekki buin að þagna síðan, hún er að segja mér hvað það hafi verið æðislegt á siglingadögunum á ísó, svo margt að ske og ég veit ekki hvað og hvað... MIG LANGAÐI AÐ FARA :( en var að vinna .. pfff....

Pabbi er að grilla, þannig klassa matur hjá mér í kvöld :D yeah...

Hafið það gott lömbin mín, Munið Stuðbjörgin elskar þá sem elska hana

fimmtudagur, júlí 22, 2004

það er 19stiga hiti úti...

... og ég sit inni, samt er mér alveg nógu heitt, i am kafning ;) !!! Ég var nú að koma frá ísó, var að ná í smáræði sem ég ætla að gefa mömmu, ég er mjög ánægð :) btw þá er mamma komin til landsins, vúhí... 
Ég keypti mér líka smá efnisbút til að bjugga mér til pils :) yeah... það eru nú ekki nema 13dagar í BENEDORM :) ég þarf að fara að huga að því hvað ég ætla að taka með og svona því ótrúlegt enn satt þá mun ég vinna eins og mófó áður en ég fer suður!! Kemur ekki á óvart að ég sé að vinna mikið, reyndar þá verður síðasta vaktin mín á Shell, í bili, á mánudaginn ef allt fer samkvæmt áætlun 8)

Það er ættarmót hjá mér á helginni, ég fer nú ekki, því eins og fram hefur komið þá verð ég að vinna... leiðinlegt, ég hefði alveg verið til í að hitta alla stórfurðulegu ættingjana mína sem mér þykir svo vænt um. En nú jæja... það verða haldin önnur ættarmót, ég er alveg viss um það.

úff úff... ég er farin að gera eitthvað, af hverju er ég að nýta eina frídaginn minn í langan tíma sem ég er ekkert að gera á og hef engin plön í einhverja svona vitleysu eins og að sitja við tölvuna?? ég botna ekkert í sjálfri mér... ég er farin að prkkarast...

DOEI

mánudagur, júlí 19, 2004

Ég hef allt sem þarf..........

........ ég fékk það  í fæðingararf. Fótspor mín liggja beint upp á topp.......


Wow...mér brá! Það er alltaf verið að breyta og bæta blogger.com, maður verður hálf gáttaður á þessu...get ekki sagt annað Hmm

 
Loksins nennir maður að blogga.  Did ya miss me Smarty did'ya????   Laughing Out Loud 
Guðbjörg er alltaf jafn dugleg að blogga, ég held að það sé komið pínu munstur hjá okkur. Hún bloggar c.a. 3 færslur og svo ég eina. Nei maður spyr sig  Ponder 


Þá er þessari blessaðri helgi loksins lokið   hehe  Too Funny 
Svo er bara ættarmót á næstu helgi  Family Road Trip  Það verður stuuuð......Well I hope  Við fjölskyldan (Ma,pa,ég, Höddi og Ewa) munum leggja land undir fót á föstud. svona um hádeigisbilið og munum við skunda til Snorrastaða í Kolbeinsstaðahreppi. Ekki íkja langt frá Borganesi, ef svo skemmtilega vildi til að þið væruð ekki með það á hreinu Goofy
 hehe...... Svo er svo skemmtilegt við næstu helgi, þegar hún verður afstaðin mun ég eingöngu eiga eftir að vinna 2 vaktir á skýlinu og þá er minns bara komin í Benidorm-frí  Wakka Wakka   (þetta er WOOHOO á spænsku  Pinkish Purple hehe).....



Okei, hvað er málið með þessa smyglara?? Það liggur við að maður ligggji í hlátursköstum yfir fréttatímanum út af hversu skemmtilega fáranlega staðir þessir menn/konur dettur í hug að fela stuffið. Skór! ég meina það... Ætti að veita verðlaun fyrir frumlegasta staðinn  #1 Trophy  ...... æji kannski er ekkert voðalega fallegt að grínast með svona hluti  Cover Up 


Jæja ég barasta nenni ekki að skrifa meira  Sick 
 Hugs And Kisses 
--{-@ *Hilsen* @-}--





Þreyta er bara hugarástand ;)

úfff.... það er erfitt að reyna að halda sér vakandi þegar allir sofa. enginn til að tala við á msn eða neitt, uss! Þetta er allavega síðasta næturvaktin mín í sumar :D vííí.... hún er bara búin að vera róleg. Hún er allavega ekkert miðað við vaktina í fyrrinótt, mikill óróleiki ef svo má segja...
 
Ég hef heyrt að það hafi verið óróleiki í öðrum en fólkinu hérna á skýlinu, það hefur bara verið allt að gerast í Skálavíkinni, af hverju get ég ekki notast við sumarbústaðinn minn þegar eitthvað almennilegt er að gerast ;) hehe... hluti af því sem gerðist ætti reyndar ekki að gerast! Nú jæja, ekki mitt að hugsa um þetta.
 
frí dagur á morgun, fer reyndar í sjúkra þjálfun kl 15:30, eins og ég hef sofið núna á helginni þá er 15:30 alltof snemmt til að vakna! aji ég legg mig þá bara eftir þjálfunina. Aji Guðbjörg hættu þessum aumingjaskap!
 
Það er alltaf verið að styttast meir og meir í Benedorm :) ég get sko ekki beðið....... það var verið, fyrr í kvöld að spenna mig upp ;)  YEAH...
 
Jæja... þarf að fara að taka rúnt um svæðið hérna :)
 
DOEI

sunnudagur, júlí 18, 2004

það er erfitt...

... að vaka og vaka! :-/ þetta er önnur nóttin í röð sem ég verð að halda mér vakandi hérna á sjúkraskýlinu, það er ömurlegt. Ég er alveg óendalega mikið þreytt, töflurnar sem ég verð að taka inn núna hjálpa líka mjög mikið til við það að gera mig þreytta... Svo núna í kvöld þá er ég búin að vera að vinna síðan kl 16 í dag, reyndar 16:15, svaf yfir mig :S ehe
Sunnudagurinn verður eins, vinna á Shell og svo strax þaðan á næturvakt, gaman gaman, síðastanæturvaktin mín í sumar, það er alltaf sólargeisli í öllu því sem mar gerir :)
 
ekki nema 17dagar í Benedorm, ég er búin að redda öllu því sem ég varð að redda, þannig það er allt klappað og klárt eins og vanalega :þ Búin að redda misskilningnum sem kom upp, búin að kaupa bikiní (sama hvort ég láti sjá mig í þeim eða ekki ;))... allavega er þetta allt að bresta á.
 
Ég er núna ... síðustu tvær nætur búin að þræða allar þær heimasíður sem ég rekst á, á einn eða annan hátt. Gaman af þvi, hjálpar manni mikið við það að drepa tíman, sérstaklega að drepa heila 8 klukkutíma og þessa 8klukkutíma er meður vanur að vera sofandi! úfff.... erfitt.
 
Ég fékk senda áskorun þess efnis að ég myndi gera þarna 100 hluta listan ,hvort ég muni láta verða að því að gera hann veit ég ekki.
 
það hlýtur að vera stuð á miklum hóp af fólki núna, það er ögurball í ... Ögri ;) eða það er örugglega búið, svo var hún Magga Vagnsdóttir frænka mín að gifta sig í gær og svo er víst eitthvað af liði í Skálavík, veit ekki hvort þessir krakkar sem fóru þanngað ætluðu að gista þar en allavega ætluðu þau að hafa gaman...þannig það er allt að gerast :)
 
Jæja, það er sjó veður ... 3 sjómenn búnir að labba hérna framhjá glugganum síðast liðnar tvær mín,ef einhver skildi vera að spá í því :)
 
Skemmtið ykkur lömbin mín, við heyrumst og sjáumst....
DOEI :*

þriðjudagur, júlí 13, 2004

allt í molum...

... allavega flest. hann Þorsteinn læknir gat lítið gert fyrir mig! hann aðeins pikkaði í mig hér og þar, lét mig fella nokkur tár, skrifaði uppá dóp og svo búið, sum sé ég fékk lítið sem ekkert út úr því að fara til læknis... nema uppástungur og staðreyndir hvað það er sem er að hrjá mig. Þannig elskurnar mínar, ef þið hittið mig og ég er ekki alveg eins og ég á mér að vera, þá er það á þessum verkjastillandi og bólgueyðandi eitri sem ég er að taka inn :þ

Annars byrjaði dagurinn nokkuð vel hjá mér. Litla systir hún Anna Margrét var með miklar pælingar um herinn, bandaríska herinn sem væri á Íslandi... Það sem hún gat spurt og spáð í sambandi við þetta allt er alveg með ólíkindum.

Ég gat líka eytt aurnum mínum, keypti mér tvennar buxur og jakka Jón og Gunnu eftir að hafa fengið það í andlitið að læknirinn gæti ekki hjálpað mér!
Ég kíkti við hjá henni Fanney Páls. þegar ég kom heim af ísó, ætlaði að fá ráðleggingar um æfingar fyrir bakið og svona... og vitið menn, hún ætlar að taka mig smá rúnt í tækjunum hjá henni eftir vinnu hjá sér á morgun, hún er frábær hún Fanney, jújú mikið mikið rétt.

Ég hef vakið mikla lukku meðal gesta á markaðsdeginum á laugardaginn! það eru margir hérna í bænum búnir að vera að stoppa mig og segja mér hvað ég stóð mig vel. Hafið þökk fyrir elskurnar :* hehe :)

Núna þá er ég að fara í sund með henni Veru minni, það er margt sem við vinkonurnar getum spjallað um ;) sei sei já....

mánudagur, júlí 12, 2004

Save The Last Dance =)

Oh já! Mín barasta vöknuð. Vaknaði reyndar kl 14:00 een það er önnur saga... Eeen ég er bara eeeld hress að vanda hehe
Nóttin var ágætt, lifði hana af bara út af því að Save The Last Dance var. I love that movie

Ekkert spes að frétta af mér. Bara gaman að segja frá því að þetta var síðasta næturvaktin mín hmm...alveg þangað til í ágúst

Jáh, verð nú að deila svolitlu með ykkur.
Ég, Vera Dögg Snorradóttir, er kokkur aldarinnar! Núh afhverju skildi ég halda slíkri staðhæfingu fram? Jújú það er voða einföld ástæða fyrir því. Ljóskan ég var svöng þegar ég vaknaði núna áðan. Tjah það er reyndar ekki ljóskulegt, heldur hluturinn sem skeði þegar ég ætlaði að elda mér dýrindiskræsingar. Ég fór niðrí frystikistu og náði í kræsingarnar sem ég ætlaði að elda (pakkamatur). Kveikti á hellunni og setti pönnuna á. Þurfti að bregða mér pínu frá, Hekla vildi fá einhverja smá ath
Jájá, allti lagi með það. Síðan stekk ég upp í eldhús og lækka á hellunni. Clueless btw um það hvað myndi gerst næst. Síðan náði ég í olíuna til að steikja uppúr og viti menn! Það koma eldur! Vááá hvað mér brá! Ég náttlega panekaði og setti pönnunin undir kranan (how dum can one person be??) komu nokkrir dropar á hana og viti menn eldurinn magnaðist bara! Hvernig átti ég að vita það að maður mætti ekki setja vatn á brennandi olíu! Síðan stóð ég þarna, enginn til að hjálpa mér. Ég sá fyrir mér húsið standa í ljósum logum og fyrirsagnir í blöðum "STÓRELDUR: 19.ára stúlka sem kunni ekki að elda var valdur af stóreld". Svo bara allt í einu *púff* dó eldurinn, mér til mikillar gleði. Þannig að ég komst heil í gegnum þessar svakalegu hremmingar, sviðnuðu reyndar nokkur hár á handabakinu á mér. Een annars var ekki um stórslys að ræða. Bara klaufaskap hehe
s.s boðskapur þessar sögu er: "Hugsið ykkur 2x um áður en þið hleypið Veru inní eldhúsið ykkar, nema náttlega ef þið viljið láta kvekja í því"

Jæja ég held að ég láti þetta nægja, er að spá í að fara og horfa á Shrek 2. Jám, þið heyrðuð rétt. Ég á Shrek 2 ... liggaliggalái
Þangað til næst....
--{-@ *Hilsen* @-}--