föstudagur, mars 12, 2004

Ótrúlegt en samt sem áður satt!!

já... ég þessi stóra og mikla mannvera fór að grenja í skólanum í gær!! alveg satt... Það var forvarnarfundur í skólanum og þessi gaur sem heiti Maggi (var trommari í Sálinni og var í Utangarðsmönnum og einhverjum fleirum hljómsveitum) var að sýna okkur myndband, sem btw var bara ROSALEGT og bara SORGLEGT og líka bara ÓTRÚLEGT!!!! og hann var að segja okkur frá því hvað hann gerði og hverju hann lenti í og svo fram vegis og svo fram vegis ... svo voru það viðtöl við fíkla óvirka sem virka og það vara viðtal við hann Jón Indriða sem ég fór á tvo fyrirlestra hjá, hann er fallinn!! búinn að fara í meðferð, en samt sem áður fallinn aftur... Bara sorglegt og ég þessi stóra og mikla manneskja, hef bara svo lítið hjarta og litla sál að ég bara missti mig og fór að gráta!!! :,( þetta var það rosalega, ég gat ekki annað en hugsað um þetta fólk, hvar það væri, hvort það væri dáið og svo framvegis!! Hugsið ykkur, það var maður sem ÁTTI að vera 34ára.. ég endurtek, hann ÁTTI að vera 34ára en hausinn á honum var svo útúr sýrður að hann gæti verið með þroska eða eikkað á ég veit ekki hvað, hann var eins og hann væri bara fatlaður eða eikkað!!! en já... ég get talað alveg endalaust um þetta... en ég ætla ekki að gera það, ekki hér... annars fer ég aftur að gráta.

það eru fjórarritgerðir í vinnslu og tveir fyrirlestrar.... þannig það er nóg að gera. ég er að fara útá Sand í dag, ef vegurinn þanngað verður kominn í stand, það eru það miklar leysingar að vegurinn fór í sundur á einum stað, þannig það er bara að vona að hann verði lagaður...

Já svo má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að ég sé að fara útá Sand.... hún Svala Björk á afmæli í dag, og daman er hvorki meira ne minna en 20ára!!! komin á þrítugsaldurinn þessi elska :) til hamingju með daginn Svala mín :*

jæja... ég er farin að skrifa um hana Rósu Guðmundsdóttur.. Vatnsenda-Rósu :) Líf og fjör

chio

Engin ummæli: