föstudagur, mars 12, 2004

Það er komið helga"frí" ;) hehe

Góðan daginn :)
Vá hvað vikan var fljót að líða, finnst ykkur það ekki?
Kannski var hún svona fljót að líða af því að það var ekki skóli á mánudaginn og mánudagur er lengsti dagurinn hjá mér alveg til 17 :o/ Svo það er kannski ástæðan =)

Svo er víst komin helgi, ekki neitt frí. Óneinei alls ekki. Ég þarf að gera tvö verkefni í næringafræði, ég ÞARF;) að fara á leikrit í kvöld, mæta í næringafræði kl:09:00!! á morgun og læra undir íslensku próf og svo vinna á sunnudaginn og læra meira undir íslenskupróf. Eeen þetta er örugglega ekki neitt, örugglega fullt af fólki sem þarf að gera miklu miklu meira. En ég ætla samt að kvarta :)

Hmm.... ég var að taka svona próf á síðunni hennar Heiðu sem segir mér við hvað ég mun vinna í framtíðinni. Þegar ég skrifaði bara Vera komst ég að því að ég mun vinna við pólitík og vinna alls 41 klst á viku:o/ jakk.... eeen svo þegar ég skrifaði Vera Dögg Snorradóttir þá kom það í ljós að ég mun verða læknir og aðeins vinna 9 tíma á viku
:D Líkar það miklu betur hehe...
Hérna er það próf:
Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationDoctor
Yearly income$846,570
Hours per week you work9
EducationCollege graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!



Síðan tók ég próf hjá henni Sif og komst að því þegar ég skrifa bara Vera þá mun ég deyja 8.nóvember á næsta ári :( (Strákar eru bara vesen ;)...) og svo þegar ég skrifa Vera Dögg Snorradóttir þá mun ég deyja 9.júní 2039 af eðlilegum orsökum, líkar það betur :) hehe
Hérna er prófið:
What will your Funeral be like? by rashock
Username
You will die by:You body was found mangled in a brutal death from an insane lover or jealous significate other.The murderer was sentenced to death row but the chair or gas was too good for them. They sowed you up in a bag and tossed you in your casket, It's a closed case unless your friends and family want to be sick.
Death Date:November 8, 2005
Number attending your funeral?33
How much will you leave to friends and family?$3,652,367
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Þetta er alveg mögnuð síða, endilega kíkið á hana :)

Jæja ég var sjoppu-kelling þessa viku í Betúelsbúð með Bertu og Guðbjörgu. Guðbjörg lætur skvo ekkert vaða yfir sig óseisei ;) hehe Hún stendur skvo fast á sínu :) Verð nú að segja að þetta var frekar ömurleg vika, sjoppulega séð. Það var enginn kælir og þar með allir drykkir á svona sirka stofu hita og bara jakkpjakk :o/ En sem betur fer er þetta búið í bili :) hehe

Vitið þið hvað?? það eru engöngu þrjár vikur þar til ég fæ þessa dúllu hér :D Úúúú ég hlakka svooo til :) Er hún ekki mesta dúlla sem til er?? :D En svo á ég eftir að finna nafn á hana og það er skvo vanda verk :o/.... einhverjar hugmyndir?? :)

jæja læt þetta nægja í bili...
--{-@ * Hilsen * @-}--



Engin ummæli: