Vá hvað vikan var fljót að líða, finnst ykkur það ekki?
Kannski var hún svona fljót að líða af því að það var ekki skóli á mánudaginn og mánudagur er lengsti dagurinn hjá mér alveg til 17 :o/ Svo það er kannski ástæðan =)
Svo er víst komin helgi, ekki neitt frí. Óneinei alls ekki. Ég þarf að gera tvö verkefni í næringafræði, ég ÞARF;) að fara á leikrit í kvöld, mæta í næringafræði kl:09:00!! á morgun og læra undir íslensku próf og svo vinna á sunnudaginn og læra meira undir íslenskupróf. Eeen þetta er örugglega ekki neitt, örugglega fullt af fólki sem þarf að gera miklu miklu meira. En ég ætla samt að kvarta :)
Hmm.... ég var að taka svona próf á síðunni hennar Heiðu sem segir mér við hvað ég mun vinna í framtíðinni. Þegar ég skrifaði bara Vera komst ég að því að ég mun vinna við pólitík og vinna alls 41 klst á viku:o/ jakk.... eeen svo þegar ég skrifaði Vera Dögg Snorradóttir þá kom það í ljós að ég mun verða læknir og aðeins vinna 9 tíma á viku
:D Líkar það miklu betur hehe...
Hérna er það próf:
Síðan tók ég próf hjá henni Sif og komst að því þegar ég skrifa bara Vera þá mun ég deyja 8.nóvember á næsta ári :( (Strákar eru bara vesen ;)...) og svo þegar ég skrifa Vera Dögg Snorradóttir þá mun ég deyja 9.júní 2039 af eðlilegum orsökum, líkar það betur :) hehe
Hérna er prófið:
Þetta er alveg mögnuð síða, endilega kíkið á hana :)
Jæja ég var sjoppu-kelling þessa viku í Betúelsbúð með Bertu og Guðbjörgu. Guðbjörg lætur skvo ekkert vaða yfir sig óseisei ;) hehe Hún stendur skvo fast á sínu :) Verð nú að segja að þetta var frekar ömurleg vika, sjoppulega séð. Það var enginn kælir og þar með allir drykkir á svona sirka stofu hita og bara jakkpjakk :o/ En sem betur fer er þetta búið í bili :) hehe
Vitið þið hvað?? það eru engöngu þrjár vikur þar til ég fæ þessa dúllu hér :D Úúúú ég hlakka svooo til :) Er hún ekki mesta dúlla sem til er?? :D En svo á ég eftir að finna nafn á hana og það er skvo vanda verk :o/.... einhverjar hugmyndir?? :)
jæja læt þetta nægja í bili...
--{-@ * Hilsen * @-}--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli